2.2.2014 | 08:54
Góðir ráðgjafar eru mikilvægir.
Það þarf fleira til en að hafa starfað beint við útvarps- og sjónvarpsrekstur til þess að stjórna vel stærstu menningarstofnun landsins. Í starfi sínu sem leikhússtjóri bæði norðan og sunnan fjalla hefur Magnús Geir Þórðarson hlotið mikið lof fyrir farsæla listræna og hagræna stjórnun leikhúsanna tveggja.
Góð mannauðsstjórnun er forsenda fyrir velgengni fyrirtækis eða stofnunar og þar virðist Magnús Geir njóta sín einna best.
Eitt atriði góðrar nýtingar mannauðs er að velja sér góða ráðgjöf, þá bestu sem völ er á og samhæfa krafta þeirra.
Gott dæmi um það er þegar Guðlaugur Rósenkranz var ráðinn fyrsti Þjóðleikhússtjórinn, en það var afar umdeild ákvörðun, því að hann hafði aðeins reynslu af rekstri Samvinnuskólans.
Í viðræðum mínum við menn sem þekkja vel til leikhúsreksturs er niðurstaðan sú að Guðlaugi hafi farist þetta furðu vel úr hendi, eiginlega ótrúlega vel.
Ástæðan var sú að hann kunni ekki aðeins að velja sér bestu fáanlegu ráðgjafa og samhæfa störf þeirra, heldur einnig að vinna úr ráðgjöf þeirra.
Þótt sjónvarp byggist á mikilli rafeindatækni eru samsvörunin á milli þess og leikhússins afar mikil, bæði listrænt séð og rekstrarlega séð. Þess vegna ætti Magnúsi Geir að geta farnast vel á erfiðum tíma ríkisútvarpsins og ástæða til að bjóða hann hjartanlega velkominn til starfs.
![]() |
Oftast innanbúðarmaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Magnús verður frábær útvarpsstjóri.
Magnús og Eyjólfur Laufdal
Þorsteinn Briem, 2.2.2014 kl. 10:39
Það sem maður óttast helst við nýja stjórn er niðurskurður í bland við tilhneigingu til leikaraskapar. Þannig gæti bein útsending frá Alþingi orðið að 50% af dagskrá RÚV...
Þjóstólfur (IP-tala skráð) 2.2.2014 kl. 13:07
Ef fleiri óhefðbundnir þingmenn uppgötvast er aldrei að vita nema að leikhúið við Austurvöll verði hvalreki fyrir sjónvarpsdagskrána.
Ómar Ragnarsson, 2.2.2014 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.