Neskaupstaður, uppspretta vandræða í stjórnmálaþrasinu.

Allt til ársins 1994 snerust íslensku dagblöðin í kringum pólitikina í Reykjavík þegar bæjarstjórnar- og síðar borgarstjórnarkosningar voru í aðsigi.

Línurnar voru skýrar á þessum árum:

Morgublaðið og Vísir héldu fram kostum þess að hafa samhentan meirihluta eins flokks í stað sundrungar vinstri flokkanna.

Tíminn, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn reyndu hins vegar að draga fram spillingaráhrif langvarandi valdasetu eins flokks.

Þetta var ósköp einföld pólitísk mynd sem dregin var upp og hefði verið vandaræðalaust að halda henni algerlega truflunarlaust ef ekki hefði komið til pólitíkin á einum stað úti á landi, - í Neskaupstað.

Þar var á þessum árum traustur meirihluti Sósíalistaflokksins og síðar Alþýðubandalagsins áratugum saman gegn framboðum hinna flokkanna. Raunar var þetta alllengi svona í Kópavogi en samt hvergi nærri eins ógnarlengi og afgerandi eins og í Neskaupstað.

Hin yfirgnæfandi umræða í vinstri blöðunum um spillinguna vegna langvarandi meirihluta eins flokks gerði kommunum í "Rauða bænum" afar erfitt fyrir og bölvuðu þeir flokksmálgagni sínu oft í sand og ösku fyrir þessi óþurftarskrif. Og "kommarnir" í Kópavogi áttu líka bágt.  ´

Á sama hátt áttu Þjóðviljamenn í mestu vandræðum með að leggja sínum mönnum lið í "rauðu bæjunum" á áberandi hátt nema að skaða vígstöðuna í Reykjavík.   


mbl.is Kommablótið haldið hátíðlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Norðfjarðar er lífið leitt,
leyfist samt að blóta,
ekki er þar næstum neitt,
í Neskaupstaðnum ljóta.

Þorsteinn Briem, 3.2.2014 kl. 05:29

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það hlýtur samt að vera skemmtilegt að vera þar sem menn hafa húmor fyrir því að halda kommablót. Og Neistaflugið svíkur engan.

Ómar Ragnarsson, 3.2.2014 kl. 14:04

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og ljótt verður seint orð sem á við um Norðfjörð. En hálfkæringur hjá þér, Steini, er ekkert einsdæmi, samanber vísur okkar Flosa um Akureyri.

Ómar Ragnarsson, 3.2.2014 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband