Orkufylleríð er óstöðvandi.

Á sama tíma og Helgi Björnsson fjallar um afleiðingar loftslagshlýnunar á ráðstefnu um íslenska jökla og minnkun þeirra mátti sjá í sjónvarpsfréttum í kvöld hvernig Kanadamenn eru að ganga af göflunum í sístækkandi tjörunámum sínum til olíuvinnslu.

Og eins og jafnan, þegar slík græðgi er á ferðinni, eru glæstar framtíðarhorfur settar fram með tölum sem eru með veldisvöxt, það er, tvöföld vinnsla eftir tíu ár, fjórföld eftir 20 ár og svo framvegis.

Skógar eru ruddir og gróðurlendi eytt til þess að komast að þessum tjörulögum og Ameríkanar, bæði Kanadamenn og Bandaríkjamenn, eru á fullu við að vinna gas úr jarðlögum með stórvirkri aðferð, sem hjálpar þeim til að verða minna háðir olíu Sádi-Araba.

Kanadamenn fá kanadískradollaraglampa í augun við tilhugsunina um það að landið er eitt ríkasta land heims varðandi jarðefnaeldsneyti og þegar íbúarnir eru tíu sinnum færri en Bandaríkjamenn, verður gróðinn meiri á hvern íbúa.

Ábyrgðarleysi Kana er algert. Tilraunir til alþjóðlegs samstarfs til að minnka notkun jarðefnaeldsneytis fara jafnan út um þúfur vegna andstöðu þeirra.

Ekki bætir sívaxandi orkufyllerí Kínverja, Indverja og fleiri þjóða úr skák né framferði Rússa.

Og íslenskir ráðamenn iða í skinninu eftir því að Ísland geti orðið mesta olíuríki heims miðað við íbúafjölda, enda hefur hálfrar aldar síbylja um dýrð "orkufreks iðnaðar" gert það að verkum að Íslendingar slefa eins og hundar Pavlovs við það eitt að heyra þessi tvö dýrðarorð, sem eftir orðanna hljóða mesta mögulega orkubruðl og eins mikla stóriðju og orkulindir landsins geta fullnægt.    


mbl.is Við erum öll að glíma við ísinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.3.2013:

"Alþingi samþykkti í gær frumvarp sem veitir atvinnuvegaráðherra heimild til að gera fjárfestingasamning um byggingu 33 þúsund tonna kísilvers á Bakka við Húsavík.

Ríkið
veitir skattaívilnanir fyrir 1,5 milljarða króna.

Ef áætlanir standast gæti framleiðslan hafist 2016 og gert er ráð fyrir að hún verði aukin upp í 66 þúsund tonn síðar.

Félagið fær sérstakar skattaívilnanir
vegna nýfjárfestinga umfram aðrar heimildir í lögum hvað varðar tekjuskatt, tryggingagjald, stimpilgjöld, fasteignagjöld og fleira fyrir um 1,5 milljarða króna á tíu ára tímabili.

Ríkið
greiðir einnig nærri 800 milljónir króna vegna framkvæmda við lóðina og þjálfun nýs starfsfólks.


Alþingi samþykkti einnig frumvarp um þátttöku ríkisins í gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og Bakka fyrir 1,8 milljarða króna.

Og ríkissjóður veitir víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda fyrir 819 milljónir króna."

Skiptar skoðanir um kísilver á Bakka við Húsavík

Þorsteinn Briem, 14.2.2014 kl. 05:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband