Hvað um salernisaðstöðuna á Íslandi ?

Talsvert veður er nú gert út af salernisaðstöðunni í Sotsjí sem þykir frumstæð og ófullnægjandi.

Hún verður nú samt að teljast hátíð miðað við það sem gerist á tugum og jafnvel hundruðum ferðamannasvæða á Íslandi.

Það eru þó salerni í Sotsjí en á víða á ferðamannasvæðum hér á landi eru þau bara alls ekki og ferðamenn í neyð verða að skilja eftir sig bæði saur og pappír á víðavangi.

Hamast er við að græða sem mest á því að fjölga ferðamönnum en ekki tímt að gera það sem þarf til þess að það sé sómasamlega gert og í skammgróðafíkninni er jafnvel verið að bíta í skottið á sér því að líklegt er að margur ferðamaðurinn beri Íslandi ekki vel söguna eftir að hafa kynnst ástandinu sem víð aer hér.

Þar, sem salerni eru, vantar iðulega salernispappír af því að ekki tímt að setja mannskap í það þrífa og endurnýja á náðhúsunum.

Á sama tíma og ferðamannafjöldinn hraðvex er það nöturleg staðreynd að landvörðum er fækkað stórlega, lagt niður starf í umhverfisráðuneytinu varðandi friðanir og fólkinu, sem sem starfaði við það sagt upp störfum.

Ef sumir af gestum okkar, sem kynnast þessu ástandi, væri boðið að nota viðeigandi íslenskt orð til að lýsa reynslu sinni á þessum ferðamanna svæðum myndu þeir eflaust velja orðið: "Skítapleis".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Friðað hefur Framsókn rass,
og rófuna hans Bjarna,
oft hann sýnir ferlegt flass,
á fundum skín sú stjarna.

Þorsteinn Briem, 8.2.2014 kl. 17:30

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Takk, Ómar fyrir þetta. Ástandið hér á landi í sambandi við ferðaþjónustuna er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Og ríkisstjórninni dettur ekkert betra í hug en að skera niður í landvörslu. "Doppelsitzer- klósettin" í Sotsji eru nú bara fyndin og ekki til að hneyksla yfir.

Úrsúla Jünemann, 8.2.2014 kl. 17:41

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Og sumstaðar er aðstaðan til staðar en ekki hægt að nota hana, ýmist vegna þess að hún er í lamasessi, eða þá að rifist er um eignarhaldið á henni!

Gunnar Heiðarsson, 8.2.2014 kl. 18:33

4 identicon

Til hvers að hanna og planleggja aðstöðu, rotþrær, vatnslagnir, stíga, vegi og skjól þegar umhverfisverndarsinnar mæta við fyrstu skóflustungu??'.... Svolítið öfgafullt en það virðist ekki mega hrófla við minnstu steinvölu án þess að hún sé þarmeð orðin einstök náttúruperla sem verði að varðveita með 100 kílómetra ósnertan radíus.

En það má sleppa landvörðum og leysa vandann með því að flytja nokkrar gamlar skurðgröfur á staðina. Þá mætir fullt af fólki til að passa landið, áhugasamt um að uppfræða gesti og gangandi með ferðaklósett og allar græjur. 

Hábeinn (IP-tala skráð) 8.2.2014 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband