Enginn hefði tekið eftir neinu nema af því að hann fór.

Illugi Gunnarsson fékk orð í eyra hjá mörgum fyrir að þiggja boð íþróttahreyfingarinnar um að koma á Ólympíuleikana í Sotsji.

En nú skulum verið bera saman tvo kosti:

1. Illugi afþakkar boðið og fer ekki til Sotsjí. Enginn tekur eftir því.

2. Illugi fer til Sotsjí, flaggar tákni hinsegin fólks og lætur með því skoðun sína í ljós og er sýnilegur á leikunum eftir því sem unnt er. Erfitt er að sjá annað en að hann hafi tekið rétta ákvörðun. Gott hjá honum.


mbl.is Með regnbogatrefil í Sotsjí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála, en þó má einnig spyrja sig þeirrar spurningar, hvort það væru ekki enn sterkari skilaboð ef allir stjórnmálamenn veraldar hefðu hunsað leikana.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2014 kl. 00:56

2 identicon

En nú skulum verið bera saman tvo kosti:

1. Illugi afþakkar boðið og fer ekki til Sotsjí.

2. Illugi fer til Sotsjí, og sýnir þar með stuðning í verki við stefnu stjórnvalda sem líta á trefilinn innanundir úlpunni sem pólitískan leikaraskap fyrir hans kjósendur. Enda ekki um áberandi skilti eða eitthvað sem tekið er eftir svo auðveldlega.

Svo er náttúrulega 3. möguleikinn, en fyrir hann þarf alvöru hugsjón frekar en pólitíska rétthugsun án mikilla pælinga sem gerir ráð fyrir undantekningum eftir hentugleika.

3. Enginn fer til Sotsjí.

Oddur zz (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 01:18

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til hvers ætti Illugi, ráðherra í ríkisstjórn Íslands, að "flagga tákni hinsegin fólks"?

Hvað koma honum mótmælafundir samkynhneigðra í Rússlandi við? (nánast eini staðurinn þar sem stjórnvöld sjá ástæðu til að skipta sér af þessum hópi). Ætti þá Illugi líka að flagga fána Tjetsena eða annarra minnihluta í rússneska samveldinu, kannski múslima líka?

Og baðst þú, Ómar, Þorgerði Katrínu að flagga tíbezka fánanum í Peking?

Og hvorir heldurðu nú að séu verr settir, Tíbetar eða samkynhneigðir í Rússlandi?

Jón Valur Jensson, 9.2.2014 kl. 02:10

4 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Við höfum Forseta í að sinna svona löguðu...!

Og á meðan við Íslendingar getum ekki haldið úti hjálparstarfi af kristilegusiðgæði og skyldu, hjálpað börnum t.d í að mennta sig o.sv.fr... Þá sé ég eftir því að eyða peningum í montferðalög fyrir ráðherra og þeirra maka...

Sævar Óli Helgason, 9.2.2014 kl. 02:23

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vð gerum þetta nú, Sævar, að "halda úti hjálparstarfi af kristilegu siðgæði", t.d. hafa aðventistar lengi gert það, einnig Hjálparstarf [Þjóð]kirkjunnar og hin kaþólska hjálparstofnun Caritas. Ríkið hefur einnig gert það og gerir enn, þótt ekki sé með jafnmiklum hætti og gert var ráð fyrir í vor. En aths. þín virðist fela í sér kröfu um, að öllum utanferðum ráðherra og embættismanna verði hætt, meðan áætlunin frá í vor er ekki sett aftur í samband, nema þeim utanferðum sem bráðnauðsynlegar séu. Sjónarmið vissulega.

Jón Valur Jensson, 9.2.2014 kl. 02:42

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvað um....:

Íslenskir íþróttamenn rembast eins og rjúpan við staurinn að ná sínum keppnislágmörkum, ...en vegna kynhegðunar, pólitískrar baráttu og annarar alls óskildrar náttúru, miðað við íþróttir, hverfa afrek og annað, sem lagt er af stað á Ólýmpíuleika með, í áróður þeirra sem aldrei komast á Ólympíuleika.

Ekki skemma fyrir fólkinu sem æft hefur árum saman og stendur nú frammi fyrir því, að (meika það, eða ekki) en reyndi og æfði út um alla skanka. Annað en þeir, eða aðallega ÞÆR, sem aldrei gerðu annað en meðhjálpast, samvirkjast og gera eigið líf ömurlegt. Koma síðan og kenna öllum öðrum en sjálfum sér um eigið flopp. Paþetik!

Pikkið í hvort annað, alveg eins og þið viljið.

Æ dónt giv a rat shit:

Halldór Egill Guðnason, 9.2.2014 kl. 04:14

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Bara svo það komi skýrt fram, þá fer nú ekki mikið fyrir kappanum, ráðherfunni, með trefilin innanklæða, en á Twitter ÖR skömmu seinna. Sennilega ekki á honum á leiðini út.

Trefillinn fannst reyndar í ruslinu skömmu seinna, enda Illugi Aldrei á velinum, með ónefndan trefil.

Halldór Egill Guðnason, 9.2.2014 kl. 04:19

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Illugi í útlöndum, fyrri þáttur:

"Ef myndin prentast vel sést að ég er eini maðurinn í Rússlandi með litríkan trefil."

Illugi í útlöndum
, seinni þáttur:

"Ef myndin prentast vel sést að ég er eini maðurinn í Rússlandi með flöt eyru og styð því réttindabaráttu Flateyringa."

Þorsteinn Briem, 9.2.2014 kl. 06:19

9 identicon

Ætli hann hafi ekki stungið honum í vasann að lokinni ljósmyndatökunni....

Grillufangari (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 09:20

10 identicon

Halldór Egill, algjörlega sammála þér. Þessi umræða er komin allt of langt frá tilefninu. Bara sorglegt að íþróttafólkið okkar fái ekki meiri stuðning frá þjóð sinni.

Guðrún J. (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 12:13

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eitt er að styðja íþróttafólkið, annað að heiðra Pútín með nærveru sinni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2014 kl. 15:55

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Voru menn að "heiðra" Zeng eða hvað hann hét í Kína "með nærveru sinni", Gunnar?

Jón Valur Jensson, 9.2.2014 kl. 17:40

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú hefur alveg gleymt að svara manni, Ómar.

Gott og vel.

Jón Valur Jensson, 10.2.2014 kl. 02:29

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þegar ég segi Pútin á ég við rússnesk stjórnvöld. Þar sem þetta er ekki pólitísk eða diplómatísk samkoma, þ.e. stjórnmálamenn eiga í sjálfu sér ekki erindi á staðinn, þá er vel hægt að segja að verið sé að heiðra stjórnvöld með nærveru sinni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.2.2014 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband