Ekki ónýtt fyrir verðandi útvarpsstjóra að hætta með "ticker tape".

Það er ekki ónýtt fyrir verðandi útvarpsstjóra að hætta á toppnum í Borgarleikhúsinu þegar metsölustykkið Mary Poppins hefur runnið sitt skeið. Mary Poppins

Eins og sjá má á mynd á frétt um síðustu sýninguna hefur pappírsmiðum rignt yfir leikhúsgesti í lok 138. og síðustu sýningarinnar. Apollo_11_ticker_tape_parade_1[1]

í Ameríku er slíkt kallað "ticker tape" og er notað um skrúðgöngur, sem eru farnar í stórborgum á borð við New Yourk til að fagna er merkisatburðum og og stórsigrum á borð við lok Heimssstyrjaldarinnar, flug Lindbergs yfir Atlantshafið og komu tunglfaranna Appolo 11 frá tunglingu til jarðar, en meðfylgjandi mynd er af þeirri miklu skrúðgöngu í New York.

Í mars hættir Magnús Geir Þórðarson sem leikhússtjóri og tekur við stöðu útvarpsstjóra á erfiðari tíma fyrir ríkisútvarpið en dæmi eru um í áratugi.

Það bíður hans því sérlega erfitt, krefjandi og ögrandi verkefni.

Raunar getur starf leikhússtjóra verið það líka eins og dæmin hafa margsannað í leikhúsunum okkar sem hafa stundum glímt við mikla fjárhagsörðugleika.

Sveiflur í leikhúsrekstri eru hins vegar stundum mun meiri og ófyrirsjáanlegri, bæði upp og niður en í rekstri ríkisútvarpsins og því rétt að vera hóflega bjartsýnn með það að það verði einhvern tíma "ticker tape" hátíð á Markúsartorginu í Efstaleiti.

En ef hægt er að sjá einhvern sem á von til þess er það eflaust hinn sigursæli leikhússtjóri sem snýr eins og Sesar forðum úr miklu leiðangri bæði fyrir norðan og sunnan til þess að grípa til varna gegn afleiðingumm samfellds niðurskurðar á RUV síðustu árin.   

 


mbl.is Áhorfendur risu úr sætum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Magnús Geir með ticker tape,
talinn einn sá besti,
vinnusamur við sinn keip,
vill nú berja í bresti.

Þorsteinn Briem, 10.2.2014 kl. 08:43

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 12.2.2014 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband