Það er til formúla um þyngdina.

Línan sem Guðríður Torfadóttir dregur varðandi það að hún taki aðeins við fólki í megrunaræfingar sem er 20 kílóum yfir kjörþyngd er vafalaust skynsamleg.

Það er nefnilega til formúla, sem ég man ekki í augnablikinu hvað heitir, en hana má nota til þess að finna þau þyngdarmörk, þar sem komið er upp fyrir þá þyngd sem teljast má eðlileg.

Ég fann þessa formúlu í fyrra á netinu og með því að nota hana kom í ljós að "aukakílóin" hjá karlmönnum á hæð við mig máttu verða 13 án þess að farið væri yfir þessi mörk, sem liggja við skilgreinda offitu.

Nú er það mjög persónubundið hver hin raunverulega kjörþyngd er og þar með óæskileg aukaþyngd, svo að með rúmum skekkjumörkum eru 20 kíló sjálfsagt ekki fjarri lagi þegar hin endanlega bannlína er dregin.

Nokkur atriði má þó nefna varðandi það að best sé að vera nálægt kjörþyngd í stað þess að vera 20 kílóum þyngri.

1. Hvers vegna að vera að rogast með svipaða aukaþyngd og heilan 20 lítra bensínbrúsa alla daga? Hvers vegna að vera yfirleitt að rogast með aukaþunga hvert sem maður fer?  

2. Þungi ístrunnar er á versta stað fyrir hrygginn og bakveika.

3. Líka á versta stað ef um þindarslit og bakflæði er að ræða.

4. Aukaþyngdin reynir á liðamót, einkum hné og mjaðmarliði.

5. Síðan er það persónubundið hvort önnur atriði, eins og hætta á of háum blóðþrýstingi, áunnri sykursýki, of miklu kolesteróli eða hjarta- og æðasjúkdómum vex hjá hinum offeita.


mbl.is Bara fyrir þá sem eru 20 kílóum of þungir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Einnig gott að hafa í huga að BMI er hræðilegt viðmið sem segir þér álíka mikið um heilsu þína og lengd þumals deilt með hversu oft þú hefur farið í sturtu þessa vikuna.

http://en.wikipedia.org/wiki/Body_mass_index#Limitations_and_shortcomings

Frekar spes hvað þetta er notað mikið, miðað við hversu lélegt þetta er.

Ásgeir (IP-tala skráð) 10.2.2014 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband