13.2.2014 | 09:12
Auglýsingagerð skóp framfarir í kvikmyndagerð.
Í upphafi íslensks sjónvarps stóðu menn frammi fyrir þeirri ákvörðun, hvort leyfa ætti auglýsingar í íslensku sjónvarpi eða banna þær. Tregðan gegn ágengni auglýsinga var skiljanleg. Sjálfur tók þá ákvörðun sjö árum fyrr að afþakka alla þátttöku í slíku nema vegna líknarmála og stóð við það bann í 54 ár.
Á stuttu tímabili 1971 gilti bann við að sýna íþróttakappleiki þar sem sjá mátti auglýsingar á keppnisvöllum eða búningum leikmanna !
Í fyrstu röllunum 1975 og 76 vorum við Jón bróðir einir allra keppenda án auglýsingatekna vegna banns fréttastjóra Sjónvarpsins, en vegna þess að auglýsingaranar voru skylda fyrir þátttöku og þóttu öryggisatriði til að bílarnir skæru sig úr í umferðinni, auglýstum við tóbaksbindindi á áberandi hátt á bílnum og tókum ekkert fyrir !
Ákveðið var að leyfa auglýsingar í sjónvarpi frá byrjun og enda þótt ásókn auglýsenda sé sífellt vandamál í dagskrárgerð, kom í ljós að sú nauðsynlega tækni og sá agi, sem verður að vera í gerð hnitmiðaðra auglýsinga og birtist til dæmis í baráttu við sekúndur hvað lengd snertir, reyndist einn af lyklunum í þróun íslenskrar kvikmyndagerðar.
Má nefna nöfn eins og sjónvarpsmennina Snorra Þórisson og Jón Þór Hannesson sem dæmi um menn, sem urðu meðal brautryðjenda á þessu sviði.
Staðreyndin er sú, að fram að þessum tíma vantaði þá áskorun og ögrun sem fólst í því að standast kröfur um agaða og vandaða íslenska kvikmyndagerð.
Þetta sést vel þegar skoðaðar eru myndir sem svissneskur áhugamaður, Hans Nick að nafni, tók hér á landi árið 1965. Hvað gæði snertir bera þær af öðrum heimildarmyndum frá því fyrir daga sjónvarpsins og eru ómetanleg gögn um land og þjóð fyrir tæpri hálfri öld.
13 stofur tilnefndar til Lúðursins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Víðishúsgögn gera alla fjölskylduna hamingjusama - Myndband
Þorsteinn Briem, 13.2.2014 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.