Þótt fyrr hefði verið.

Egil Ólafsson hefur oft lag á að orða hlutina skemmtilega. Á samkomu fyrir nokkrum dögum sagði hann að líklega værum við Íslendingar enn á sama stigi og við landnám og ekki komnir lengra en það.

Það er talsvert til í þessu. Víkingaöldin ýtti undir dýrkun á því að sölsa undir sig verðmæti með hverju því ofbeldi sem tll þess þurfti, "....Standa uppi í stafni, / stýra dýrum knerri / halda svo til hafnar / og höggva mann og annan."

Rannsóknir hafa leitt í ljós að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar var stunduð einhver stórfelldasta rányrkja gagnvart landi sem dæmi eru um í heiminum, þegar skógar og kjarr landsins voru hoggin svo mjög að Ara fróða þótti ástæða til þess að geta þess sérstaklega að land hefði verið viði vaxið milli fjalls og fjöru þegar landið var numið.

Sama hugarfar fór langt með sjávarauðlindina þegar kjörorðið var "togara inn í hvert þorp," og aflakóngstitillinn var eftirsóknarverðasti titill landsins.

Enn meiri græðgi fór í gang með því að skapa nokkurs konar stóriðjutrúarbrögð hér á landi þar sem "orkufrekur iðnaður" varð að skurðgoði og sent bænarbréf til helstu orkubruðlara heims 1995 um að kaupa af okkur "ódýrustu orku í heimi" með "sveigjanlegu á umhverfisárhrifum eftir þörfum."

Þegar fyrsta álverið var reist í Straumsvík var því veifað að rísa myndi stórkostlegur úrvinnsluiðnaður við hlið álversins og þess vegna væri aðalatriðið að hafa orkuverðið eins lágt og þyrfti til að selja orkuna, skítt með það hvort tap yrði á sölunni.

50 árum seinna bólar ekkert á þeim stórbrotnu verksmiðjuhverfum, sem áttu að rísa til að vinna úr álinu, enda er það svo, að erlenda verksmiðjan, sem framleiðir þakplötur úr áli, sem selur okkur mest af slíkum plötum, framleiðir fyrir allar þarfir Íslendinga á hálfum degi og nýtur hagkvæmni stærðarinnar.

Það var því löngu mál til komið að komast út úr græðgisfíkninni og bruðls-hugsunarhættinum sem ráðið hefur ríkjum, og taka upp vinnubrögð verðmætaaukningar eins og Hörður Arnarson stóð fyrir meðan hann stýrði fyrirtækinu Marel.

Ég spurði Egil Ólafsson um einfalt dæmi um þennan hugsunarhátt og hann sagði mér frá því að fyrir skemmstu hefði hann séð mann einn leggja 400 hestafla pallbílsdreka í tvö bílastæði í miðbænum, fara út úr bílnum og reka erindi sín í hálftíma með bílinn í gangi allan tímann.

Ef einhver hefur séð hliðstæðu í erlendri borg er hann beðinn um að gefa sig fram.

 

  


mbl.is Trúir á tvöföldun í orkuiðnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar eru til að mynda stór og fjölbreytt framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki, í ullarvörum, fiskvinnslu, lýsi, veiðarfæragerð, stoðtækjum, hátækni í matvælaframleiðslu, lyfjum og áli, Ístex (áður Álafoss) í Mosfellsbæ, Grandi hf., Lýsi hf., Hampiðjan og Össur hf. í Reykjavík, Marel í Garðabæ, Actavis og álverið í Hafnarfirði.

Þorsteinn Briem, 15.2.2014 kl. 20:38

2 identicon

Byggjum álver við sundahöfn

BMX (IP-tala skráð) 15.2.2014 kl. 21:20

3 identicon

Það sem vantar í Reykjavík er álver það mundi slá verulega á atvinnuleysi þar.í þessu áveri gætu  margir einstaklingar unnið, og þetta er þjóðhagslega arðbært.

BMX (IP-tala skráð) 15.2.2014 kl. 21:26

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er nú ekki útlit fyrir atvinnuleysi í Reykjavík á næstunni.

Stór hótel
verða við Höfðatorg og Hörpu, í Landssímahúsinu við Austurvöll, í húsi Reykjavíkurapóteks við Austurstræti, á Hljómalindarreitnum milli Hverfisgötu og Laugavegar, svo og 100 herbergja hótel á Hverfisgötu 103, þar sem myndasöguverslunin Nexus var til húsa.

Og verið er að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa.

Hátt í eitt hundrað hótel og gistiheimili eru nú þegar vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

CCP
á Grandagarði í Reykjavík seldi árið 2010 áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 15 evrur á mánuði og þá voru erlendir áskrifendur um 300 þúsund.

Gjaldeyristekjur CCP af EVE Online voru samkvæmt því um níu milljarðar króna árið 2010 en erlendir áskrifendur að EVE Online voru um 70% fleiri, eða rúmlega hálf milljón, fyrir ári.

Og gjaldeyristekjur vegna Iceland Airwaves og CCP Fanfest eru nú þegar samanlagt um einn og hálfur milljarður króna í nokkra daga á ári, eða 30 milljarðar króna á 20 árum, en allur byggingarkostnaður vegna Hörpu frá upphafi er 28 milljarðar króna, að meðtöldum fjármagnskostnaði vegna lána til 35 ára.

15.10.2010:


Um 300 manns starfa í höfuðstöðvum CCP í 101 Reykjavík


Hjá Norðuráli á Grundartanga starfa hins vegar um 500 manns og þar af eru um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

Þorsteinn Briem, 15.2.2014 kl. 21:51

5 identicon

En hentar  ekki áll (Anguilla anguilla) til vinnslu,þar gætu td Skaginn, Marel,Baader Ísland, og fleiri tæknifyritæki hannað búnaðin í Álverið,og bílstjórar ekið með afurðina á öll þessi hótel sem eru í byggingu.Góðar stundir

BMX (IP-tala skráð) 15.2.2014 kl. 22:06

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reyktur áll er alla vega herramannsmatur.

Þorsteinn Briem, 15.2.2014 kl. 22:14

7 Smámynd: Tryggvi Helgason

... Þegar fyrsta álverið var reist í Straumsvík var því veifað að rísa myndi stórkostlegur úrvinnsluiðnaður við hlið álversins, ... segir þú réttilega, Ómar, ... en hvers vegna segir þú þá ekki ALLA söguna.

Þegar álverið var í smíðum, þá "BUÐUST ÞEIR TIL ÞESS", ... þeir hjá Swiss Aluminium, að "HJÁLPA ÖLLUM ÍSLENSKUM FYRIRTÆKJUM" ... (sem þess óskuðu), ... á öllu tæknilega sviðinu - til þess að koma upp framleiðslulínum, til þess "AÐ VINNA ÚR ÁLINU", sem þeir myndu bræða í verinu. (þ.e.a.s. - hluta af álinu úr verksmiðjunni.

Og þeir buðu þetta ekki bara einu sinni, heldur margsinnis.

En hver var svo útkoman, ... hvernig voru svo viðbrögð þessara svokölluðu ráðamanna, það er; ráðherra og Alþingismanna ? Hvernig væri nú að einhverjir postular útskírðu það nú fyrir þjóðinni ?

En í stuttu máli sagt var það svo, að áhuginn meðal stjórnmálamanna var "NÁKVÆMLEGA ENGINN" Og það sem meira var, - að einfaldlega þá skyldu þeir bókstaflega ekkert hvað verið var að fjalla um.

Og svo er það spurning dagsins. Eru stjórnmálamenn í dag eitthvað skilningbetri, en þeir voru þá ? Ég læt hverjum og einum að svara fyrir sig.

Tryggvi Helgason, 15.2.2014 kl. 23:03

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Komið nóg af ál framleiðslu.

Sigurður Haraldsson, 15.2.2014 kl. 23:14

9 identicon

Er ekki fréttablaðið álpappírinn prentað á álpappír? Þar er kominn fullvinsla á áli,en á hvað verða fluortíðindi prentuð?

BMX (IP-tala skráð) 15.2.2014 kl. 23:27

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eiga stjórnmálamenn að fara í útfærslu á smáatriðum í atvinnusköpun?

Nei, auðvitað ekki, það er ekki hlutverk þeirra. Hlutverk þeirra er að skapa aðstæður og umhverfi sem er hagstætt fyrir atvinnulífið og þá verða kjör almennings betri.

Ef það væri einfalt að fullvinna smávörur úr áli á Íslandi fyrir heimsmarkað, þá væri löngu búið að því. Til stóð að stofna víraverksmiðju í tengslum við álverið í Reyðarfirði fyrir um tveimur árum síðan en eitthvert hik er á þeim áformum. Veit ekki alveg hvernig það mál stendur núna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.2.2014 kl. 04:03

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þess má geta að víraframleiðsla er mikilvægur þáttur í verksmiðjunni í Reyðarfirði og hefur verið frá upphafi. Vírinn er fullunninn og tilbúinn til notkunar í háspennulínur. Alcoa Fjarðaál vill hins vegar að innlendir aðilar sjái um þessa hlið framleiðslunnar. Það hefur ekki gengið eftir enn sem komið er.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.2.2014 kl. 04:08

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í Vesturbænum sér maður á hverjum degi hvernig traðkað er ér á náttúrunni .Þar sem hægt var fyriri nokkrum árum, að ganga um og njóta friðar og vera jafnframt í nágrenni við borg, er nú bílaumferð, æðandi fólk.Sörlaskjólið og næstu götur virðast hafa orðið einna verst úti hvað þetta varðar og kemur það fram ískrifum íbúanna.

Sigurgeir Jónsson, 16.2.2014 kl. 05:51

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Að sjálfsögðu á að taka á þessu, og friða allan Vesturbæinn.Því miður eru íbúar Vesturbæjarins uppteknari við það að friða grjót uppi á heiðum en að líta sér nær.

Sigurgeir Jónsson, 16.2.2014 kl. 05:56

14 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nú á endanlega að ganga frá Vesturbænum með því troða þar niður óskapnaði í nafni þess að það verði að þétta byggðina.Þvílík ósköp.

Sigurgeir Jónsson, 16.2.2014 kl. 06:06

15 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er margt furðulegt .st.br.sem talið er að bæui í Vesturbænum virðist bara ánægður með þetta.

Sigurgeir Jónsson, 16.2.2014 kl. 06:10

16 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera búi í Vesturbænum.

Sigurgeir Jónsson, 16.2.2014 kl. 06:11

17 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Gjaldþrot fyrirtækjs í verslunar rekstsri og þjónustufyritækja í R.vík er óumflyjanlegt ef ná á fram fram ásættanlegðri framleiðni.Þetta hefur margoft komið fram.árlega bætast við þúsundir ungmenna á höfuðborgarsvæðinu.Þetta fólk fær ekki endalaust vinni við að glápa upp í himinninn.Höldum áfram að virkja og ekkert stopp.XB.

Sigurgeir Jónsson, 16.2.2014 kl. 06:25

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.3.2009:

"Þegar maður renndi yfir helstu íslensku fréttasíðurnar á vefnum í gærkvöldi mátti víða sjá frétt um að hér standi til að reisa "græna kapalverksmiðju".

Þó svo maður rekist oft á ýmislegt skrítið hjá íslenskum fjölmiðlum er Orkubloggarinn á því að þetta sé einhver almesta bjartsýni sem lengi hefur þar sést."

Orkubloggið - Græni kapallinn

Þorsteinn Briem, 16.2.2014 kl. 10:18

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."

"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.

Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu

Þorsteinn Briem, 16.2.2014 kl. 11:52

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Síðan hvenær var Gálgahraun "grjót uppi á heiðum"? 

40 kílómetrar af grónu landi fóru undir miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar. Var það "grjót uppi á heiðum"?

Svipað gróið land fór undir Blöndulón. Var það "grjót uppi á heiðum?

Með Hrafnabjargavirkjun, sem þegar er búið að stofna fyrirtæki til þess að reis og eyða í það hundruðum milljóna króna á að þurrka upp Hrafnabjargafossa og Aldeyjarfoss, en líka að sökkva 25 kílómetra löngum dal sem er grasi gróinn að hálfu? Er það "grjót uppi á heiðum"?

Þeystareykjavirkjun felst í því að umturna grónu landi, þar sem fyrrum stóð sveitabær. Er það "grjót uppi á heiðum"?

Ómar Ragnarsson, 16.2.2014 kl. 14:58

21 identicon

það komu mótvægisaðgerðir við blöndulón ræktað upp land á móti. að vísu er eithvert sandfok þar.

kárahnjúkar vrðast vera stöðugt til vandræða.en eyjabökkum var hlíft.

verður fólk ekki að reina vinna í að reina takmarka þann skaða sem virkjanir valda enn ekki að stöðva þær þær er ekki eini spillivaldurin heldur koma rafínur líka til.

en það vantar rafmagn á áhveðinn svæði á landinu eiga þau ekki að fá sömu þónustu og höfuðborgarsvæðiðhvort sem mönum líkar það vel eða ílla ef ekki væri fyrir stóriðjuna væri landið senilega ekki alt rafvætt í dag.

en einhverstaðar eru mörk en þau eru ekki einsog rammaáætlun er í dag.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 16.2.2014 kl. 16:32

22 identicon

Ertu að grínast Kristinn? Var sem sagt engin rafvæðing um landið á undan stóriðjunni, sem mestöll er byggð upp á allra síðustu áratugum.
Aumingja Austfirðingar,  -fengu ekki rafmagn þá fyrr en um 2000 líklega.
Ég held að þetta sé nú öfugt, - með vaxandi stóriðju getum við byrjað að hafa áhyggjur af því hvort að nóg verði handa okkur.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.2.2014 kl. 16:44

23 identicon

22. það sagði ég ekki. en það eru nú ekki allir rafvædir í dag það var nú virkjað fyrir austan af rarík ef ég man rétt. landsnet var hluti af landsvirkjun leingi vel gét vel ímindað mér að gjaldið frá álfyrirtækjunum hafi hjálpað til þarna fyrir austan og ekki er það nú merkilegt rakerfið þarna fyrst að þeir géta ekki flutt alla þá orku sem þeir þurfa í loðnubræðslurnar

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 17.2.2014 kl. 16:26

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Álverinu á Reyðarfirði er nú gert skylt að draga úr framleiðslu sinni til að auka afhendingaröryggi annars staðar á landinu. Kárahnjúkar eru þar með að framleiða rafmagn fyrir aðra landshluta sem leiðir hugan að bull fullyrðingu Ómars um að Kárahnjúkar væru eyland og einungis fyrir álverið.

Það sem Ómar vitnaði í var misskilningur hjá honum, eins og í mörgu öðru þegar virkjanir eru annars vegar. Það sem átt var við var að byggðalínan er svo lítil að ekki er hægt að nýta virkjanir á landinu að fullu með því að veita því rafmagni sem þarf á milli landshluta.

Þess vegna er nauðsynlegt að gera öfluga byggðalínu yfir hálendið og þar með verður orkunýtingin betri. En á það vilja Ómar og félagar ekki heyra minnst.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.2.2014 kl. 22:35

25 identicon

Nota Reyðfirðingar eingöngu álfelgur undi bíla?Og þurfa ekki að kaupa fluor hann er í boði hins há risa á Rf?

BMX (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband