Ný mynd af Íslandi blasir við, því Akureyri er VBS.

Stundum er talað um að Ísland sé orðið borgríki með einni borg og landsbyggð umhverfis. Þetta má draga í efa miðað við nýjustu sýn manna á það hvað sé hægt að skilgreina sem borg.

Alþjóðlega er notað hugtak undir heitinu FUA, sem er skammstöfun fyrir Functional Urban Area, eða VBS á íslensku, Virkt Borgar Samfélag.

Til að falla undir það hugtak verður að uppfylla eftirtalin skilyrði:

Þéttbýli með meira en 15 þúsund íbúa.

Ferðatími frjá jaðri samfélagsins inn til miðju þess innan við 45 mínútur.

Samkvæmt þessu er Ísland borgríki með tveimur borgarsamfélögum og landsbyggð umhverfis.

Annars vegar Reykjavíkursvæðið frá Sandgerði og Borgarnesi í vestri til Þjórsár í austri  - 

- og hins vegar Akureyrarsvæðið frá Öxnadalsheiði í vestri til Lauga í Reykjadal í austri og frá Ólafsfirði í norðri til botns Eyjafjarðardals í suðri.

Hella og Bifröst eru rétt við jaðar VBS Reykjavíkur,  -  og Siglufjörður, Húsavík  og Mývatn rétt við jaðar VBS Akureyrar.  

Og vegna þess að innan við 45 mínútur tekur að fara í flugi á milli miðju Akureyrar og miðju Reykjavíkur eru þessi tvö svæði á mörkum þess að vera eitt Virkt Borgar Svæði. Sem styður það enn frekar að Akureyri sé virkt borgarsamfélag.

Í starfi stjórnlagaráðs lagði ég mikið upp úr því að leggja þessa nýju sýn til grundvallar, því að hún gerir úrelt mörg af ríkjandi viðhorfum til kjördæmaskipanar og fleiri mikilvægra þátta og tefur fyrir því og torveldar að unnið sé á raunhæfan hátt úr viðfangsefnum nýs tíma.  

Það er auðvitað út í hött að tala um þorpið Voga á Vatnsleysuströnd sem "landsbyggð" og fráleitt að Vogar eigi sameiginlega landsbyggðarhagsmuni með Höfn í Hornafirði.


mbl.is Akureyri þenst út - MYNDIR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.

Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.

Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.

Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.

Og á svæðinu frá Reykjavík til Hafnarfjarðar er einnig gríðarlega mikil framleiðsla.

Þorsteinn Briem, 15.2.2014 kl. 15:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.

Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."

En það skilur Sjálfstæðisflokkurinn engan veginn.

Þjónusta
- Vörur

Þorsteinn Briem, 15.2.2014 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband