Gerðist líka í Vestfjarðagöngunum.

Þegar Vestfjarðagöngin voru boruð milli Flateyrar, Súgandafjarðar og Ísafjarðar, kom upp mikið vatn í göngunum.

Slíkt þarf ekki að vera bagalegt heldur jafnvel nytsamlegt ef hægt er að koma vatninu í leiðslur og nýta það utan ganganna. Vatnið í Vestfjarðagöngunum var kalt og ef ég man rétt var það nýtt sem slíkt utan ganganna.

Sennilega er vatnið, sem nú kemur upp í Vaðlaheiðargöngum, ekki nógu heitt til þess að verða leitt út úr göngunum og til hitunar í hús þar.

Nema að þarna sé komin leið til að hita upp gjaldskýlið, sem verður við enda ganganna.


mbl.is Gufubað í Vaðlaheiðargöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband