Vanræksla og vannýting minja of algeng.

Seljavallalaug er dæmi um merkar minjar, sem vanræktar eru víða um land og liggja ekki aðeins undir skemmdum, heldur kosta tekjutap af ferðamönnum.

Það tap getur bæði verið beint og óbeint, því að illa hirtar minjar með óviðunandi þjónustu eru slæm auglýsing fyrir Ísland.

Sama á við um fjölmörg ferðamannasvæði, sem bjóða upp á vanrækt náttúruverðmæti sem liggja undir skemmdum og þvílíka forsmán í formi aðstöðu fyrir ferðafólk, að það er skömm fyrir land og þjóð.   

Sem dæmi um minjar, sem ekki næst samkomulag hvort og hvernig skuli hirt um, er bænahúsið á Núpsstað í Skaftafellssýslu. Fyrir bragðið hefur ekki verið hægt að nýta þetta merka hús til að laða að sér ferðafólk til að skapa bæði tekjur og gott orðspor fyrir landið.   


mbl.is Seljavallalaug þarfnast viðhalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það væri helst ef hægt væri að gera gat á laugarvegginn og virkja sprænuna, sem stjórnvöld myndu vakna og setja pening í þetta. Allt er verðlaust nema ál sé lokatakmarkið.

Villi Asgeirsson, 18.2.2014 kl. 08:45

2 identicon

Nákvæmlega. Þetta snýst um peninga. Laugin er ekki auglýst af heimamönnum fyrir ferðamenn. Þeir koma bara á eigin ábyrgð. Ekki er peningur fyrir gæslumanni og allt sem gert hefur verið við búningaklefana á vegum heimamanna, hefur verið eyðilagt jafnóðum af óaldalýð. Aðkomufólk fer líka sumt með hundana ofan í. Svo sitja hálaunaðar sikihúfur í Reykjavík og gagnrýna! Leggið fram fjármagn fyrst. Verði þeim annars af  baði í Seljavallalaug! Heimamenn hafa lítinn áhuga á sundspretti með hundunum!

Þjóðólfur (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 11:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir selja valla laugina.

Þorsteinn Briem, 18.2.2014 kl. 11:45

4 identicon

Þar lá hugmynd undir - Steini!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 12:16

5 identicon

Kannski við  Steini fáum okkur líka viðhald - alveg kominn tími á það....

Einfari (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 12:21

6 identicon

Já, já, látið bara skrá ykkur hjá  Minjastofnun - þeir grafa eitthvað upp....

Þjóðólfur (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 12:28

7 identicon

Almáttugur! Er virkilega einhver staður eftir á Íslandi sem er ekki í umsátri feitra þýskra túrista? Megi hinn sósíalíski alvaldur á himnum hjálpa okkur. Það má ekki vera svo.

Við skulum virkilega gera þjóðarátak í því að finna hvern þann stein sem hægt er að umkringja og hverja þá holu sem hægt er að fylla með ferðamönnum. Við skulum gera það ómögulegt fyrir Íslendinga að njóta náttúrunnar. Það er sko náttúruvernd í lagi.

Sem betur fer, miðað við daglegt röfl vinstrimanna (sumra), þá er búið að eyðileggja hluta Íslands með virkjunum. Það gefur manni von um að hægt sé að breiða út teppið og bjóða fjölskyldunni nesti við Kárahnjúka, án þess að þessar helvítis ferða-engisprettur geri manni lífið leitt.

Hilmar (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 13:16

8 identicon

...."selja valla laugina"....Góður, Steini Briem!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 13:26

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi og er þar í 235. sæti.

Að meðaltali voru um 12.500 erlendir ferðamenn á degi hverjum hér á Íslandi árið 2012.

Og um ellefu þúsund íslenskir ferðamenn á degi hverjum á því ári.

Ferðaþjónusta hér á Íslandi í tölum árið 2012 - Ferðamálastofa í apríl 2013

Þorsteinn Briem, 18.2.2014 kl. 13:37

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn mærir sífellt ríkisfyrirtækið Landsvirkjun og Leifur Þorsteinsson hefur ásamt fjölmörgum sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum fundið íslenskri ferðaþjónustu allt til foráttu.

Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á Íslandi eru hins vegar einkafyrirtæki.

Þorsteinn Briem, 18.2.2014 kl. 13:59

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landsvirkjun er ríkisfyrirtæki og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja láta reisa hér á Íslandi erlendar verksmiðjur, svo stórar að enginn komist yfir þær nema fuglinn ljúgandi og taka verði með sér nesti þegar menn fara þar í ferðalög stafna á milli, eins og í sovéskum verksmiðjum.

Fasistar
sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju.

Þorsteinn Briem, 18.2.2014 kl. 14:04

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.5.2013:

"Þetta ætti að segja manni, sem vill kenna sig við hægristefnu eða markaðshyggju, að stóriðjustefna sé eitthvað sem hann á að láta eiga sig."

"Hvernig stendur á því, í ljósi alls þess sem að ofan greinir, að það hafa verið hægrimenn sem hafa barist fyrir stóriðju en vinstrimenn gegn henni?

Er þetta ekki allt saman einn stór misskilningur?
"

"Og ættu umhverfissinnar ekki að taka upp markaðshyggju sem vopn í sinni baráttu?"

Opið bréf til hægrimanna: Hættum stóriðjustefnunni - Ungir sjálfstæðismenn

Þorsteinn Briem, 18.2.2014 kl. 14:13

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ein af forsendunum fyrir stofnun Íslandshreyfingarinnar - lifandi lands, 2007, var að rökin fyrir umhverfis- og náttúruvernd eru þverpólitísk ef miðað er við hægri-visnstri í pólitík og að margir af öflugustu baráttumönnum í þessum málum hafa komið alls staðar að úr hægri-vinstri-litrófinu.

Ómar Ragnarsson, 18.2.2014 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband