20.2.2014 | 00:09
Menn vissu nóg 1942 en þögnin var ærandi.
Eftir að nasistar höfðu tapað stríðinu 1945 og heimsbyggðin stóð frammi fyrir hinum dæmalausu og hrikalegu morðum þeirra vaknaði spurningin um það, af hverju hefði ríkt jafn mikil meðvituð eða ómeðvituð fáfræði og þögn um voðaverkin og raunin varð.
Margt var dregið fram sem verið hefði á vitorði ótrúlega margra án þess að það væri gert uppskátt eða brugðist við á viðeigandi hátt. Strax árið 1942 hefðu nógu margir vitað nógu mikið til þess að taka fastar á málinu.
Ein afsökunin var sú að engan hefði órað fyrir umfangi glæpanna, - að um skipulegasta, "skilvirkasta" og algerasta þjóðarmorð allra tíma hefði verið að ræða.
Menn hefðu viljað hafa í höndum fullkomin sönnunargögn fyrir hörðum ásökunum og vitnisburðum um hryllinginn.
Ástandið í Norður-Kóreu minnir óhugnalega á þetta og því miður virðist svipað verða uppi á tengnum nú og 1942-45.
Lýst sem helvíti á jörðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vegna þess að heimstyrjöldin síðari var eitt risa stórt MATRIX, til að koma efnahagslífi heimsins á siglingu. Ertu ekki löngu búinn að fatta það?
Serious (IP-tala skráð) 20.2.2014 kl. 00:22
Kínverjar, einkavinir mörlenska presidentsins og Framsóknarflokksins, halda hlífiskildi yfir böðlunum í Norður-Kóreu.
Þorsteinn Briem, 20.2.2014 kl. 00:27
Hvernig fastar átti að taka á málinu i miðju stríði? Það tók nú sinn tíma að yfirvinna Þjóðverja, bæði frá vestri og austri. Hvað átti menn að gera?
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.2.2014 kl. 00:48
Já, ÓmAR þögnin er oft ærandi. Hér á Íslandi er okkur oftast tíðrænara um hryðjuverk Hitlers, en t.d. Stalíns, þrátt fyrir að Stalín berai ábyrgð á fleiri morðum en Hitler. Getur það verið af því að það henntar ákveðinni stöguskýringu? Getur það verið vegna þess að hér hafa menn verið hallir undir alræði kommónúsmans lengur en undir alræði fasismans? Í Þýskalndi tókust menn á við söguna með virkari lýðræði. Það var sennilega gert hvað vikast í Skandinavíu. Við erum eftirbáatar annarra Norðurlandaþjóða hvað þetta varðar. Hér dafnar þöggunin. Skoðum Icesave. Við sendum Svavar Gestsson sem var jú alinn upp í Austurþýska alræðisríkinnu og lærði fræðin. Síðan er komið heim og skrifa á undir þennan nýðingsamning ólesinn. Fulltrúrar Íslenska alþýðulýðveldissin ætluðu að troða samningum upp á þjóðina, sem hefði þýtt endanlegt gjaldþrot. Forseti Íslands stóð i lappirnar og þjóðin hafnaði þessum afarsamningum með 97% atkvæða. Það er ekki von á öðru en kommúnistasnúðar eins og Steini Briem rífi kjaft. Samningur sem liggur fyrir varðandi Kín a er gerður af fýlupúkastjórninni, með Össur Skarphéðinsson sem utanríkisráðherra. Hún var áhugaverð greinin hans Árna Snævarr um ESB http://blog.pressan.is/arnisnaevarr/, það stóð aldrei til að fara í ESB. Sú vegferð var bara farin í flótta frá því að taka á stóru málunum.
Sigurður Þorsteinsson, 20.2.2014 kl. 06:34
Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar 2009:
"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.
Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."
Þorsteinn Briem, 20.2.2014 kl. 08:25
Samviskubitið yfir þögninni má m.a. sjá í lagsetningu víða í Evrópu þar sem fólk er dæmt til fangelsisvistar ef það opinberlega afneitar helförinni.
Grímur (IP-tala skráð) 20.2.2014 kl. 08:34
Þjóðverjum og Japönum hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við aðrar þjóðir en ekki með því að leggja undir sig lönd þeirra.
Og það væri nú harla einkennilegt ef Vestur-Evrópuríkin, sem flest áttu aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 og Sovétríkin hrundu árið 1991, hefðu ekki átt nokkurn þátt í hruni kommúnismans í Austur-Evrópu.
Austur-Evrópubúar vissu að sjálfsögðu að efnahagsleg lífsgæði í Vestur-Evrópu, og þar með ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, voru mun meiri en í Austur-Evrópu.
Þeir vildu því öðlast svipuð efnahagsleg lífsgæði og íbúar Vestur-Evrópu.
Og að sjálfsögðu einnig lýðræði, þannig að þeir gætu kosið fleiri en einn stjórnmálaflokk í þingkosningum.
Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu snerist því engan veginn fyrst og fremst um trúarbrögð.
Og Austur-Evrópuríkin vildu sjálf fá aðild að Evrópusambandinu, fyrst og fremst til að auka sín lífsgæði.
Þorsteinn Briem, 20.2.2014 kl. 08:35
Þorsteinn Briem, 20.2.2014 kl. 08:37
Þjóðin getur þakkað það Íhaldsmönnum eins og þessum Sigurði, að í dag er Ísland láglaunaland í samanburði við nágrannalöndin. Tímakaup á Íslandi er svipað og í löndum Balkanskagans, heilbrigðiskerfið stór laskað sem og menntakerfið. Spillingin hinsvegar mikil og klíkuskapurinn óþolandi. Og fer versnandi undir stjórn innherja- og braskara-strákanna.
Og að troða Icesave inn í umræðuna um Norður Kóreu og Helförina er "tær snilld". Sigurður Þorsteinsson virðist ekkert vita um "Holocaust".
http://www.youtube.com/watch?feature=endscreen&NR=1&v=pfn-G_AjvlQ
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.2.2014 kl. 08:46
Sjálfstæðisflokkurinn mærir sífellt ríkisfyrirtækið Landsvirkjun og Leifur Þorsteinsson hefur ásamt fjölmörgum sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum fundið íslenskri ferðaþjónustu allt til foráttu.
Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á Íslandi eru hins vegar einkafyrirtæki.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja láta reisa hér á Íslandi erlendar verksmiðjur, svo stórar að enginn komist yfir þær nema fuglinn ljúgandi og taka verði með sér nesti þegar menn fara þar í ferðalög stafna á milli, eins og í sovéskum verksmiðjum.
Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.
Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju.
Þorsteinn Briem, 20.2.2014 kl. 08:46
Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.
"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans í Bretlandi og Hollandi."
"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.
Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."
28.8.2009:
"Alþingi. 137. löggjafarþing, 59. fundur. Atkvæðagreiðsla, 136. mál. Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-samningar). Þskj. 346, svo breytt.
Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 34 en 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði og einn var fjarverandi."
"Sátu hjá: Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari."
Þar að auki veit ég ekki til að Sigurður Þorsteinsson hafi farið með mér í kjörklefann í alþingis- og sveitarstjórnakosningum eða þjóðaratkvæðagreiðslum.
Og veit heldur ekki til þess að ég hafi lagt til að íslenska ríkið greiddi eitthvað vegna Icesave-reikninganna eða verið félagi í stjórnmálaflokki.
Þeir sem tapað hafa fé vegna Icesave-reikninganna ættu að senda reikninginn í Valhöll og til Vestmannaeyja.
Þorsteinn Briem, 20.2.2014 kl. 09:28
Hvernig fastar á málinu? Þeir hefðu t.d. getað dúndrað út fleiri kjarnorkusprengjum og rústað hnettinum. Skömm að þessu liði sem gerði ekkert - segi og skrifa ekkert - annað en að afsaka sig.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.2.2014 kl. 09:46
Á faðir minn ekki einnig að hafa verið kommúnisti?!
Hann opinberaði skrif nokkurra Íslendinga sem stundað höfðu nám austan Járntjalds, Sósíalistafélags Íslendinga Austantjalds.
Þessi skrif voru gefin út hér á Íslandi undir heitinu Rauða bókin - Leyniskýrslur SÍA.
Faðir minn var í Sjálfstæðisflokknum, mikill vinur Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og ólst upp hjá föðurbróður sínum, ráðherra Framsóknarflokksins og syni fyrsta formanns flokksins.
Og sjálfur var ég blaðamaður á Morgunblaðinu þegar sonur Bjarna Benediktssonar var þar aðstoðarritstjóri.
En hver er virðing Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins núna fyrir stjórnarskránni og eignarréttinum, til að mynda eign Reykjavíkurborgar á meirihluta Vatnsmýrarsvæðisins?!
Þorsteinn Briem, 20.2.2014 kl. 11:46
Ég er að fjalla um þöggun í pistli mínum, um mótsögn sem kannski felst í erindi í gamanpistli, sem Brynjólfur Jóhannesson á sínum tíma og ég hef gert viðbótartexta við undir sérstöku lagi með þessu viðlagi, textanum sem Brynjólfur flutti:
Svona gengur það, - svona er það.
Allir vitað það, - en enginn sér það.
Ómar Ragnarsson, 20.2.2014 kl. 12:51
Biðst afsökunar á augljósum innsláttarvillum í athugasemdinn hér að ofan.
Ómar Ragnarsson, 20.2.2014 kl. 12:52
Í Pforsheim í Svartaskógi er manngert fjall, það er gert úr rústum Pforsheim eftir stríðið, þá gerðu Bandamenn loftárás á borgina, eftir að stríðinu lauk, þeir voru að hefna þess að þar var verksmiðja sem fremleiddi varahluti í þýsk stríðstól, á einni nóttu voru drepnir 17 þúsund saklausir borgarar, börn konur og karlar, en þetta er ekki eini glæpurinn, því borgaryfirvöld vissu af árásinni og komu sínu fólki undan í skjóli nætur, kvöldið fyrir árásina. Þarna uppi á þessu manngerða fjalli eru svona fyrir og eftir myndir, sem er algjörlega hrikalegt að skoða. Þannig að illmennskan á þessum tíma reið ekki við einteyming.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2014 kl. 12:54
Pforzheim, en ekki Pforsheim.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.2.2014 kl. 13:04
„...þá gerðu Bandamenn loftárás á borgina, eftir að stríðinu lauk,...“. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr villimennsku Breta, en árásin sem drap 17000 manns var framin 23. febrúar 1945. Þá var stríðinu ekki lokið.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 20.2.2014 kl. 13:33
Því var ef til vill ekki formlega lokið, en þetta segja íbúar Pforzheim, takk fyrir að leiðrétta mig Haukur. Og sagan stendur þarna stimpluð í myndir og ártöl. Eftir því sem mér skilst þá voru ekki lengur loftárásir til staðar, sennilega verið að semja um friðin. Það segir sína sögu að stjórnarmenn borgarinnar vissu af árásinni en gerðu ekkert til að verja almenna íbúa heldur einungis að forða sínum ættingjum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2014 kl. 16:40
Við erum ekkert betri, og vitum ekkert meira núna en við vissum fyrir seinna stríð. Ef við hefðum eitthvað lært væri ástandið í Norður Korea ekki með þeim hætti sem það er í dag.
Lönd á borð víð Bandaríkin sem heyja endalaus stríða út um allan heim, yfirleitt í nafni mannréttinda og lýðræðis eru eingöngu að þessu til að stuðla að sínum eigin hagsmunum og skapa átyllu til að halda vopnaiðnaði gangandi. Ef mannréttindi og lýðræði skiptu einhverju máli, þá væru þeir fyrir löngu búnir að leiðrétta ástandið í Norður Kóreu.
Hörður Þórðarson, 20.2.2014 kl. 19:16
Sammála því Hörður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2014 kl. 20:27
Ég áttaði mig ekki á því til fulls hvers eðlis árásin á Hamborg í júlí 1943 var, fyrr en við gerð bókar/kvikmyndahandrits um þýsku jarðvísindakonuna Emmy Todtmann.
Þessi árás var fyrsta risaloftárás sögunnar, því að í henni voru meira en 40 þúsund Þjóðverjar drepnir, meira að segja fleiri en drepnir voru í kjarnorkuárásinni á Nagasaki, og meira en tvöfalt fleiri en drepnir höfðu verið í árás Þjóðverja á Belgrad í apríl 1941.
Ef sú árás var stríðsglæpur voru árásir Bandamanna á Hamborg og Dresden það líka
Hamborg var að sönnu Hafnarborg en Bandamenn réttlættu þessa villimannlegu árás utan við hafnarsvæðið með því að telja upp háan fjölda af verksmiðjum sem hefðu verið eyðilagðar.
Auðvelt var að fá út slíkar tölur með því að telja hvaðeina, sem framleitt var í smáum og stórum fyrirtækjum til hluta, sem nota mættu til hernaðarþarfa.
Sem dæmi má nefna, að eitt það mikilvægasta sem flutt var til Sovétríkjanna sem hernaðaraðstoð voru hermannastígvél, sem Rússa skorti og flutt voru til þeirra í stórum stíl.
Ómar Ragnarsson, 20.2.2014 kl. 22:14
Finnst engum það skrýtið að meðal þeirra sem vinna stríð eru aldrei neinir sem eru fundnir sekir um stríðsglæpi?
Auðvitað var árás þessi stríðsglæpur, eins og margt annað sem bandamenn gerði í seinni heimstyrjöldinni. Þeir unnu stríðið og geta þess vegna komist upp með glæpina. Þeir geta líka að miklu leiti skrifað söguna eftir sínum geðþótta.
Hörður Þórðarson, 21.2.2014 kl. 02:47
Já, ég held að þessi vitneskja yfirvalda hafi verið skráð, það var bara þannig að maður þekkti mann og sumir létu vini sína vita og þeir gátu sett lokur fyrir glugga og dyr. Síðan komst þetta auðitað á almæli, held að þeim hafi svo verið refsað fyrir þetta seinna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2014 kl. 10:07
Hafi ALdrei verið skráð átti þetta að vera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2014 kl. 10:07
All Wars Are Bankers' Wars
http://www.youtube.com/watch?v=5hfEBupAeo4
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.