Innistæða fyrir lengingu Egilsstaðaflugvallar.

Það hlýtur að vera innstæða fyrir lengingu brautar Egilsstaðaflugvallar fyrst hann skilar meira en milljarði króna í þjóðarbúið á hverju ári og er sexfalt arðbærari en nokkur annar flugvöllur á landinu.

Völlurinn er afar mikilvægur sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll og gæti nýst betur ef brautin yrði lengd til suðurs og þjóðvegurinn færður sem því næmi.

Eins og nú er eru um 200 metrar á suðurenda vallarins ónothæfir við lendingu og sjálfur hef ég verið frammi í fullri Boeing 757 þotu, sem vegna misvindis þurfti hvern einasta metra brautarinnar við lendingu úr suðri til að stöðva lendingarbrunið.

Lenging brautarinnar er ekki aðeins öryggisatriði heldur eykst notagildi vallarins mjög við það að nýta möguleikana til lengingar hans.

Endurbætur á vellinum þyrftu að haldast í hendur við endurnýjun brúarinnar yfir Lagarfljót, sem ber ekki lengur alla þá umferð sem um hana fer. Kæmi jafnvel til greina að gera alveg nýja brú skammt sunnan við þá gömlu, og hnika stefnu hennar til, þannig að vegurinn kæmi í eðlilegum og þægilegum sveig suður fyrir nýjan brautarenda flugvallarins.


mbl.is Egilsstaðaflugvöllur sá arðbærasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Er einhver her að hugsa um hvað er arðbært- eða skapar öryggi Landsmanna !

Erla Magna Alexandersdóttir, 19.2.2014 kl. 21:07

2 identicon

Mæli með Vestmannaeyjar-Hvolsvöllur

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.2.2014 kl. 22:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á milli Framsóknarflokksins á Suðurlandi og Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum liggja gagnvegir og Árni Johnsen.

Þorsteinn Briem, 19.2.2014 kl. 22:54

4 Smámynd: Hvumpinn

Rétt Ómar, Egilsstaðaflugvöllur þarf helst að komast í 2300-2400m eins og Akureyri.

Hvumpinn, 19.2.2014 kl. 22:55

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vestmannaeyjar hafa sérstöðu eins og Grímsey vegna þess að ekki er hægt að komast þangað né þaðan landveg. Það þyrfti að reikna út þjóðhagslega hagkvæmni útgerðar og ferðaþjónustu i Vestmannaeyjum og leggja þær tölur á borðið.

Þá grunar mig að koma myndi í ljós, að hagkvæmni byggðar í Vestmannaeyjum og framlegð Vestmannaeyinga geri meira en að vega upp óhagkvæmni af flugi til og frá Eyjum.  

Ómar Ragnarsson, 20.2.2014 kl. 00:15

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það ætti sem sagt að reikna út hvaða bæir og þorp hér á Íslandi eru þjóðhagslega hagkvæm og leggja þau niður sem ekki teljast vera það.

Og leggja niður flugvellina í Vestmannaeyjum og Hornafirði.

Þorsteinn Briem, 20.2.2014 kl. 00:42

7 identicon

Hvers vegna eru 200 metrar af suðurenda Egilsstaðaflugvallar ónothæfir til lendingar Ómar?

Er það satt að öryggisstaðall Akureyrarflugvallar sé einum öryggisflokki ofar en innistæða er fyrir vegna aðflugsskilyrða, tækjabúnaðar og aðstæðna við flugvöllinn?

Sigurður Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 20.2.2014 kl. 09:33

8 identicon

Steini! geta ekki tyrkir séð um samgöngumál eyjamanna?Þeir fluttu fólk þaðan áður

BMX (IP-tala skráð) 20.2.2014 kl. 12:11

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eyjamenn hafa sjálfir komið sér þaðan undanfarið.

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.

Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.

Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.

Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.

Og á svæðinu frá Reykjavík til Hafnarfjarðar er einnig gríðarlega mikil og fjölbreytt framleiðsla.

Þorsteinn Briem, 20.2.2014 kl. 12:45

10 identicon

Briem bendir á athygliverðar staðreyndir og spurningar. Hvað hafa höfuðborgarsvæðið (25% fjölgun) og Akureyrar-Eyjafjarðarsvæðið (16,5% fjölgun) sem hin svæðin hafa ekki? Lítið einnig á randsvæði þessara byggða.

Auðvitað á að lengja flugbrautina á Egilstöðum. Það er með það eins og hafnarmannvirkin á Seyðisfirði. Það lendir enginn ef það er ekki hægt.

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 20.2.2014 kl. 13:02

11 identicon

Briem:

"Á milli Framsóknarflokksins á Suðurlandi og Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum liggja gagnvegir og Árni Johnsen"

Bara fatta þennan ekki.

En Hornarfjörður, lenging Egilsstaðarvallar, og svo skoðun á Aðaldal finnst mér tímabær, - sérstaklega í ljósi þess að Keflavík er alltaf á límingunum, og Reykjavík hálfpartinn heldur sínum flugvelli í gíslingu, - t.a.m. með Færeyjaflugið! Má ekki skipta út 4ra hreyfla vél fyrir tveggja....það þarf enginn að segja mér að það sé bara þrýstingur frá ISAVIA.
Þá getur túrisminn byrjað annars staðar en mest í 101, og tími til kominn.

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.2.2014 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband