23.2.2014 | 12:39
Margbreytileiki mannlífsins.
Þráin eftir því að falla inn í staðalímynd samtímans hefur alltaf verið rík. Börn, sem bekkurinn eða umhverfið telja "öðruvisí" og síðar fullorðið fólk, sem svipað er háttað um, - þetta fólk er oft lagt í einelti og lendir ögöngum svipuðum þeim, sem Jón Gnarr lýsir á facebooksíðu sinni.
Ég ólst upp á þeim tímum sem þjóðfélagið hafði ekki vaknað til vitundar um það að það sé eðlilegt að menn og mannlíf séu margbreytilegt.
Þegar ég lít til baka allt aftur til æsku minnar, kemur upp í hugann fjöldi fólks sem þannig var háttað um eins og Reynir Pétur, Gísli á Uppsölum, bræðurnir á Guðmundarstöðum og ótal fleiri sem mér fannst mér bera skylda til síðar að varpa ljósi á fyrir alþjóð, af því að á yngri árum moraði allt af ekki síður merkilegu fólki allt í kringum mig, fólki sem átti skilið virðingu og skilning og auðgaði lífið og lifsskilninginn.
Þess vegna verð ég í Gaflaraleikhúsinu í kvöld til að skila frá mér þeirri vitneskju og minningum um þatta fólk, sem ég man svo vel eftir frá æskkuárum, fólk, sem ég hefði fjallað um í sjónvarpi ef ég hefði verið 30 ára árið 1950 og sjónvarp verið komið til sögunnar þá.
Við þurfum öll á því að halda að huga að margbreytileika mannlífsins og forðast draga fólk í dilka og dæma það hart, því að hvað sagði ekki meistarinn mikli frá Nasaret: "Dæmið ekki, því að þér munið sjálfir dæmdir verða."
Jón opnar sig um sjálfsvígstilraunir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þær mistókust báðar? Eee já ok. Sennilega rétt þar sem hann er enn á lífi..
ólafur (IP-tala skráð) 23.2.2014 kl. 13:10
Enn kemur athyglisþörf Gnarrsins fram...
Hvumpinn, 23.2.2014 kl. 18:00
Verum ekki hvumpin. Jón Gnarr skrifaði á sína eigin bloggsíðu -og það á ensku. Það er ekki meiri athyglisþörf en þín eða mín, þegar við skrifum á okkar bloggsíður.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 23.2.2014 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.