24.2.2014 | 08:24
Meiri truflun í stjórnmálunum en hermálið.
Allt frá því er við Íslendingar gerðumst aðilar að EES hefur deilan um ESB valdið meiri truflun í íslenskum stjórnmálum en stærsta deilumálið fram að því, sem var hermálið.
Ástæðan er sú að skoðanakannanir sýna að allir flokkar eru meira eða minna klofnir í málinu og þessi klofningur hefur orðið flóknari og mótsagnkenndari þegar skoðaðar eru fylgistölur, annars vegar yfirgnæfandi meirihluti fyrir atkvæðagreiðslu um það hvort halda eigi viðræum við ESG áfram og hins vegar yfirgnæfandi meirihluti, sem er fráhverfur aðild að ESB, miðað við núverandi ástand.
Þetta kann að þykja mótsagnakennt en þarf ekki að vera það, því að það sýnir glöggt að fólk skynjar hverning deilurnar um þetta mál hafa eitrað íslensk stjórnmál æ meir.
Hinn mikla meirihluta fyrir því að klára viðræðurnar er ekki hægt að skýra öðruvísi en svo að þessi meirihluti, sem er þverpólitískur, vilji láta klára samningaviðræðunnar svo að hægt sé að taka afstöðu til hugsanlegs samnings, fá þannig almennilegan botn í málið og höggva með því á hnútinn, þannig að þetta riðli ekki flokkum og trufli stjórnmálalífið svo mjög sem raun hefur verið á.
Það yrði gert eins og í Noregi með þjóðaratkvæðagreiðslu um fyrirliggjandi aðildarsamning.
Málið virðist hins vegar flóknara hér en í nokkru öðru Evrópulandi þar sem sótt hefur verið um aðild, því að hvergi hefur þurft að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu sérstaklega um það að hefja aðildarviðræður.
Það er vegna þess að í Noregi og annars staðar var það nokkuð samhentur stjórnarmeirihluti á þingi sem stóð að umsókn, en vegna klofnsingsins og ruglingsins hér, hefur það ekki tekist.
Nú telja sumir að með því að hætta við aðildarumsóknina sé í raun verið að koma í veg fyrir það í mörg ár, kannski 10-15 ár, að hægt yrði að taka upp þráðinn á ný ef aðstæður kölluðu á það.
Og þar með mætti segja að búið sé að höggva á hnútinn.
En er það nú víst? Miðað við þann mikla meirihluta, sem hefur í öllum skoðanakönnum lýst yfir vilja til þess að greitt yrði þjóðaratkvæði um áframhald viðræðna eða að minnsta kosti um það að viðræðum yrði slegið á frest fram að næstu kosningum, er óvíst að öldurnar lægi.
Og ef þær lægir ekki sitjum við uppi með sömu sundrungina innan flokkakerfsins og hefur verið svo bagaleg og eitrað íslensk stjórnmál síðustu 20 ár.
Erfiðara fyrir Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú telja sumir að með því að hætta við aðildarumsóknina sé í raun verið að koma í veg fyrir það í mörg ár, kannski 10-15 ár
Helstu kratarökin fyrir því að borga Icesave án þjóðaratkvæðis voru að það væri svo mikilvægt að "losna við þetta mál til að koma því frá". Hér hljóta sömu rök að eiga við og það ætti því að vera ykkur mikið fagnaðarefni að þetta mál verði brátt líka "úr sögunni".
Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2014 kl. 09:03
Eiríkur Bergmann greip það úr lausu lofti að Ísland yrði kannski útilokað frá aðild í 15-20 ár ef umsóknin verður dregin til baka og Stöð tvö segist hafa það sama eftir ónafngreindum huldumönnum í Brussel.
Þetta er tómur hræðsluáróður. Ísland er óumdeilanlega Evrópuland og uppfyllir óumdeilanlega öll grunnskilyrði sem gerð eru til aðildarríkja. Við fáum að vera með ef við viljum það og erum tilbúin að undirgangast reglur klúbbsins. Hendur komandi stjórna verða ekki bundnar.
Það er hins vegar ekki víst að það verði hægt að sækja um pakkakíkingar. Ef til annarrar umsóknar kemur er viðbúið að ESB-ríkin krefjist þess að Íslendingar fari í gegn um ferlið eins og ætlast er til og ákveði sig áður en sótt er um. Sem er hið besta mál.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 10:03
"In 1963, Norway and the United Kingdom applied for membership in the European Economic Community (EEC). When France rebuffed the UK's application, accession negotiations with Norway, Denmark, Ireland and the UK were suspended. This happened twice.
Norway completed its negotiations for the terms to govern a Norwegian membership in the EEC on 22 January 1972.
Following an overwhelming parliamentary majority in favour of joining the EEC in early 1972, the government decided to put the question to a popular referendum, scheduled for September 24 and 25.
The result was that 53.5% voted against membership and 46.5% for it."
"Norway entered into a trade agreement with the community following the outcome of the referendum. That trade agreement remained in force until Norway joined the European Economic Area in 1994.
On 28 November 1994, yet another referendum was held, narrowing the margin but yielding the same result: 52.2% opposed membership and 47.8% in favour, with a turn-out of 88.6%."
Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 10:12
Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.
Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 10:26
Undirskriftasöfnun - EKKI draga umsóknina til baka
Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 11:50
Í sjálfshólsbókum Össurar og Steingríms er ekki að finna skýringu á hversvegna einu kaflarnir sem einhverju skipta voru ekki opnaðir.
Það er umhugsunarvert
Kíktu þeir félagnir ef til vill í pakkann og fölnuðu yfir þeim réttum sem ESB hugðist bjóða
Grímur (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 12:51
Talsmenn ESB hafa sagt að ESB málið sé alfarið í okkar höndum. Þeir hafa ekki hótað neinu, enda ólíklegt að ESB hendi frá sér möguleikanum á innlimun Íslands síðar. Þessi 10-20 ár sem er jafn áreiðanlegur spádómur, eins og spádómarnir um n-Kóreu og Kúbu norðursins.
ESB sinnar fá aftur tækifæri eftir rúm 3 ár. Ef þá fá nægjanlegan þingstyrk, geta þeir samþykkt nýja þingsályktun sem kveður á um að Ísland sæki um aðild að fengnu samþykki þjóðarinnar.
Eftir tíma og peningasóun vinstristjórnarinnar í fjögur ár, getur það varla verið harla erfitt að bíða í rúm 3 ár, svona í ljósi þess að mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki inn?
Hilmar (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 12:51
23.11.2010:
"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.
"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."
"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.
Eignarhlutur Kínverjanna er um 44%, beint og óbeint.
Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."
Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 13:01
"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."
"Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."
Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 13:04
"Valio Ltd is a company owned by 18 Finnish dairy co-operatives whose procurement share of Finnish raw milk is around 86%.
Valio Group comprises 9 dairy co-operatives with around 9,000 milk producers, while the total number of milk producers in Finland is a little over 10,000."
[Valio Group greiddi hverjum mjólkurframleiðanda að meðaltali um 16 milljónir íslenskra króna árið 2010, miðað við 1. janúar 2010, og fyrirtækið er með um 90% finnskra mjólkurframleiðenda.]
"In 2010, Valio paid 40.9 euro cents per litre of raw milk [73,42 íslenskar krónur, miðað við 1. janúar 2010], which is 0.5 cents higher than in 2009."
[En hér á Íslandi var "afurðastöðvarverð mjólkur 1. nóv. 2008 - 31. jan. 2011: 71,13 kr./l."]
Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 13:06
"Fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%."
Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 13:07
Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 13:09
Annars er ég með tillögu sem gæti leyst hnútinn.
Við segjum okkur frá þessum viðræðum með formlegum hætti, svo íslenskt þjóðlíf geti snúist um eitthvað uppbyggilegra næstu árin.
Samfylkingin, sem hvort eða er hefur engan annan tilgang í lífinu en ESB, fær það hlutverk að semja við ESB um undanþágur fyrir Ísland, og getur lagt fullbúinn samning fyrir Alþingi, fyrir næstu kosningar.
Þetta getur varla verið erfitt að koma þessu fyrir, ef það er satt að þetta séu ekki aðlögunarviðræður. Það er nefnilega alltaf hægt að semja um hluti, er það ekki?
Hilmar (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 13:10
"Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:
"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."
Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:
"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."
Og daginn eftir á Stöð 2:
"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."
Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 13:11
76,3% Íslendinga vildu kjósa um hvort ætti að senda inn umsókn til ESB.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/06/10/meirihluti_vill_thjodaratkvaedi_um_adildarumsokn/
Fólkið sem meinaði Íslendingum um að kjósa, bera sig nú aumlega og tala um svik ef þeir fá ekki að kjósa.
Hilmar (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 13:20
Lagfærðar leiðinlegar ritvillur
-------------------------------
76,3% Íslendinga vildu kjósa um hvort ætti að senda inn umsókn til ESB.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/06/10/meirihluti_vill_thjodaratkvaedi_um_adildarumsokn/
Fólkið sem meinaði Íslendingum um að kjósa, ber sig nú aumlega og talar um svik ef það fær ekki að kjósa.
Hilmar (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 13:22
Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland nú þegar 80% í Evrópusambandinu og kjör íslenskra bænda væru ekki verri ef Ísland væri að öllu leyti í sambandinu.
Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.
Ostar frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri.
Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.
Tollar á öllum vörum frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum, 20% á sætabrauði og kexi, 15% á fatnaði og 7,5% á heimilistækjum.
Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.
Þar að auki eru dráttarvélar, kjarnfóður, tilbúinn áburður, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og olía seld hingað til Íslands frá Evrópu.
Vextir myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis.
Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 13:31
Ef verðtryggingin yrði aflögð koma að sjálfsögðu óverðtryggð lán í staðinn fyrir verðtryggð.
Enginn hefur hins vegar hugmynd um hver verðbólgan hér á Íslandi yrði næstu árin ef við yrðum áfram með íslenskar krónur.
Og lánveitendur vilja að sjálfsögðu hafa vexti af óverðtryggðum lánum í íslenskum krónum hærri en sem nemur hugsanlegri verðbólgu hérlendis á lánstímanum.
Í löndum þar sem verðbólgan hefur lengi verið mun lægri en hér á Íslandi og nokkuð stöðug í langan tíma treysta lánveitendur sér hins vegar til að lána fé með lágum föstum vöxtum til nokkuð langs tíma.
Húsnæðislán í Svíþjóð:
Handelsbanken - Aktuella boräntor
Finnland fékk aðild að Evrópusambandinu árið 1995:
"Fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%."
Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 13:44
Lýðræðisþenkjandi ESB sinnar (nýbúnir að finna lýðræðið í sér) geta varla verið ósáttir við að ESB umsókn sem byggð er á svikum VG, skuli afturkölluð?
Það væri náttúrulega helber hræsni að halda áfram með umsókn sem 76,3% landsmanna vildu fá að greiða atkvæði um, en fengu ekki.
Hilmar (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 14:23
Þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.
Pólland er einnig Evrópusambandsríki og þúsundir Pólverja hafa haldið íslenskri fiskvinnslu gangandi, enda er Evrópska efnahagssvæðið sameiginlegur vinnumarkaður.
Hér á Íslandi var 5,2% atvinnuleysi í september síðastliðnum, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, sem er sama atvinnuleysi og í evruríkinu Þýskalandi, þar sem 80 milljónir manna búa.
Atvinnuleysi 5,2% hér á Íslandi - Hagstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 14:41
Ótrúlegt hvað menn eru illa að sér varðandi þetta mál allt saman.
ESB tekur það fram sjálft á heimasíðu sinni að það eru ekki "samningaviðræður" heldur er talað um AÐLÖGUNARVIÐRÆÐUR þar sem taka skal fram hvenær umsóknarríki getur uppfyllt þær kröfur að hafa tekið upp allt regluverk sambandsins án undanþága. Ef hinsvegar koma til einhverjar undanþágur þá vara þær í stuttann tíma eða, þar til umsóknarríki hefur aðlagað sitt kerfi að reglum ESB.
Kanski herra Ómar Ragnarsson taki þetta til sín ásamt öllum hinum sem hafa viljað selja land og þjóð til Brusselklíkunnar.
Ólafur Björn Ólafsson, 24.2.2014 kl. 15:36
"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."
Schengen-samstarfið
Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 15:41
"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.
Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."
(Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.)
Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 15:43
Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:
"Svíþjóð er aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.
Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."
Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 15:45
Nú hafa verið gjaldeyrishöft hér á Íslandi í rúmlega fimm ár og ekki sér enn fyrir endann á þeim.
Í fjórfrelsinu, sem á að gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES), felast hins vegar frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsir fjármagnsflutningar og sameiginlegur vinnumarkaður.
Þar að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna í meðal annars félagsmálum og jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum.
Íslensk stjórnvöld verða því að aflétta gjaldeyrishöftunum eins fljótt og auðið er.
Á meðan hér eru gjaldeyrishöft getur Seðlabankinn hins vegar að töluverðu leyti stjórnað gengi íslensku krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði.
Falli hins vegar gengi krónunnar eftir að gjaldeyrishöftunum verður aflétt hækkar hér verð á innfluttum vörum, aðföngum og þjónustu, eins og margoft hefur gerst.
Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 15:54
Kosningin í Noregi var fyrir breytingu ESB.
Í dag er ekki hægt að klára aðlögun, og kjósa í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB í lokin. Hvers vegna ekki að segja þetta eins og það er?
Það vita allir hvernig ó-bindandi þjóðar-skoðanakönnun er afgreidd á Íslandi. Það ætti stjórnlagaráðs-fólk að vita manna best.
Þess vegna er þessi umræða mjög villandi og blekkjandi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.2.2014 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.