Tvö nýyrði: "Afglæpavæðing" og "afglapavæðing".

Umræða um nýyrði, svonefnda afglæpavæðingu fíkniefna, er nú í gangi á sama tíma og deilt er um afglöp í stjórnmálum. Það kallar á annað nýyrði, samanber þessa vísu:  

 

Ofarlega mér er í sinni  /

afglæpavæðing, sem þarf að kanna, /

en enn meiri nauðsyne er að linni  /

afglapavæðingu stjórnmálanna.


mbl.is Þrennt var aðallega gagnrýnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Asnalegi afglapinn,
ístrubelgur mesti,
á Hraunið fer þó allur inn,
með óteljandi lesti.

Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 22:04

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Helgi Magnússon framkvæmdastjóri 3.9.2013:

"Mikill meirihluti landsmanna vill ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið samkvæmt nýrri Gallupkönnun sem birt var nú í lok ágúst.

Í Fréttablaðinu kom fram að 54% svarenda vilja ljúka viðræðunum, 35% vilja slíta þeim en 11% taka ekki afstöðu.

Og ef einungis er horft til þeirra sem tóku afstöðu vill 61% svarenda ljúka viðræðunum en 39% slíta þeim.

Þetta gengur þvert á þann síbyljuáróður sem einangrunarsinnar hafa haldið uppi á undanförnum vikum um að landsmenn vilji slíta viðræðunum.

Þessi nýja könnun Gallup svarar því skýrt hver þjóðarviljinn í þessum efnum er núna.

Og ljóst er að vanstilltur áróður andstæðinga aðildarviðræðnanna að undanförnu hefur ekki virkað á kjósendur."

"Þá er það í fersku minni - og hefur ítrekað verið rifjað upp í fjölmiðlum - að formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði því hátíðlega fyrir alþingiskosningarnar í vor að kosið yrði um framhald aðildarviðræðnanna."

"Þjóðin á að segja til um framhald málsins og efna þarf til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hið fyrsta."

Mikill meirihluti landsmanna vill ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband