Hvað um VW rúgbrauð, Fiat Multipla og Lloyd LT600 ?

Á mbl.is er frétt um það að Brubaker Box hafi verið fyrsti fjölnotabíllinn (minivan).

Þetta er hæpin fullyrðing. Volkswagen_Bus_(Hudson)[1]

Á sjötta áratugnum komu fram tvær bílgerðir, sem varla er hægt að flokka sem annað en "minivan" og ollu byltingu.

Það voru Volkswagen T1 (Transporter), sem seldur var bæði sem sendibíll og undir heitinu Microbus seða Smárúta, nefndur Rúgbrauð á Íslandi, -  og Fiat Multipla. fiat_600_multipla_2_55-601[1]

Báðir voru frambyggðir og tók Rúgbrauðið 9 manns í sæti þótt það væri aðeins 10 sentimetrum lengra en Bjallan, sem var með sömu driflínu og fjöðrun og Bjallan.

Ég minnist þess enn hve ég hreifst af þessum bílum þegar Hekla auglýsti þá í fyrsta sinn 1955. Rúgbrauðið var með deilingu í drifhjólunum sem gerði það að verkum að það var 5 sentimetrum hærra undir hann en er á hæstu jepplingum nútímans, og vegna þess að vélin var fyrir aftan drifhjólin að aftan var hann mjög duglegur upp brekkur og í snjó og ófærum. Renault Estafette

Einfaldleikinn, vélin og driflínan úr Bjöllunni og létt smíði gerði hann einstakan og það er 60 ára gamall draumur minn að eiga svona bíl, sem varð að tákni hippatímansi og neyddi GM og Ford til að framleiða Corvair Greenbrier og Ford Econoline á sjöunda áratugnum.  

Fiat Multipla var byggður á sama undirvagni og örbílinn Fiat 600 og var aðeins 3,54 metrar á lengd, 1,45 á breidd og 1,58 á hæð, en tók samt sex manns í sæti í þremur sætaröðum.

Upp úr 1960 kom Renault fram með Estafette sem var svipaður í laginu og VW Rúgbrauð en með vélina frammi í og framhjóladrifi. Dodge Caravan

Á Íslandi var hann kallaður Franskbrauð.

Estafette var í raun fyrirrennari nútíma "minivan" því að útfærslan á honum reyndist vera sú tilhögun sem síðar varð almenn í gerð svona bíla og hafði þann kost að gólfið fyrir aftan framhjól gat verið flatt alveg afturúr, en í Rúbrauðinu var stallur aftast ofan á vélinni.

Meira að segja urðu Volkswagen verksmiðjurnar að játast undir þessa tilhögun og færa vél og drif úr afturenda Rúgbrauðsins fram í þá minivan bíla sem VW hefur framleitt. Renault_Espace_1_en_France_azure[1]

Almennt er rætt um það að fyrstu nútíma "minivan" bílarnir hafi verið Dodge Caravan/Chrysler Voyager sem komu fram 1983 og Renault Espace, sem kom fram ári seinna, en þeir voru með vélina þversum frammi í og framhjóladrif, en Rúgbrauðið og Franskbrauðið og aðrir "minivan" bílar höfðu fram að því verið með vélar og driflínur langsum að aftan eða framan.

Þess má geta að á sjötta áratugnum, frá árinu 1953, var framleiddur í Vestur-Þýskalandi fjölnotabíllinn Lloyd LT 600 sem var afar svipaður nútíma fjölnotabílum í laginu, til dæmis Dodge Caravan. Lloyd_600_LT[1]

Hann var framdrifinn, að með vélina frammi í, tveggja strokka og loftkælda, en setið var fyrir aftan framhjólin á þessum bíl í þremur sætaröðum, í stað þess að í Rúgbrauði, Franskbrauði og Fiat Multipla voru fremstu sætin á milli framhjólanna og fætur þeirra, sem þar sátu, alveg frammi í nefi bílsins og dyrnar líka.

Þegar litið er á mynd af Lloyd LT 600, sést vel, að hann var 30 árum á undan samtíð sinni. Hann var boðinn i tveimur lengdum og hét sú lengri Kleinbus eða Smárúta. Lloyd_Kleinbus[1]

Rýmisnýtingin var frábær, sæti fyrir sex í bíl, sem var styttri og mjórri en Kia Picanto, Hyondai i10 og Volkswagen Up!/Skoda Citigo, og lengri gerðin bauð upp á 50 sentimetrum lengri bíl.

Lloyd LT600 er með öll aðalatriði nútíma fjölnotabíla, flatt gólf afturúr, vélin þversum frammi í og framhjóladrif. Volkswagen Multivan

Lítið á hinn vinsæla VW Multivan okkar tíma og berið hann saman við Lloyd LT600 og það sést hve langt á undan tímanum Kleinbus var.

Þess má geta að þegar Mini kom fram á sjónarsviðið 1959 voru framdrifnir bílar með þverstæðum tveggja strokka tvígengisvélum búnir að vera í framleiðslu í 17 ár.

En snilldin í Mini fólst í því að vélin í honum var vatnskæld fjórgengisvél, framm í.   

 

 


mbl.is Upprunalegi fjölnotabíllinn innblásinn af brimbrettalífsstíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rúgbrauð og konur fara ágætlega saman.

Og hönnunin sígild.

Þorsteinn Briem, 25.2.2014 kl. 03:54

2 identicon

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 09:16

3 identicon

athugasemd nr 2

Ég reyndi að líma eina mynd af flottum Rúgbrauð með sambyggðu hjólhýsi inn í athugasemdina, hún kom inn en þegar ég vistaði hana þá hvarf hún.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 09:19

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þakka þér fyrir, Rafn. Ég veit ekki hvað gerðist tæknilega þegar þú gerðir þetta, en þú getur sent mér myndina á netfangið omarr@ruv.is og þá skal ég setja hana inn í pistilinn sjálfan með ánægju.

Ómar Ragnarsson, 25.2.2014 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband