Samt er snjóþekja á landinu minni en venjulega.

Undanfarin misseri hefur verið breytt veðurfar víða á landinu frá því sem áður var.

Undanfarnar vikur og mánuðir hafa verið einstakar hvað það snertir að vikum saman eru aðeins austlægar og norðaustlægar áttir og sú vindátt hefur raunar verið nær einráð í meira en tvo mánuði.

Svo einhæft veðurfar er frekar sjaldgæft að vetrarlagi hér á landi.  

Á Austfjörðum og vestur á Vestur-Öræfi vestan Snæfells hefur verið meiri snjór en ég man eftir í þá tvo áratugi sem ég hef flogið um það svæði nánast alla mánuði ársins. Í fyrra og þó einkum í hitteðfyrra var miklu meiri snjór í Snæfelli og umhverfi þess en ég minnist að hafa séð í meira en 20 ár.

Og í fyrra var óvenju mikill snjór allt fram í maí vestur um Brúaröræfi og Dyngjufjöll en að mestu auð jörð  

Á hálendinu vestan Vatnajökuls hefur snjórinn hins vegar verið minni, en það gefur til minni úrkomu en venjulega og útskýrir kannski að einhverju leyti það að minna er í miðlunarlónum Landsvirkjunar síðustu vetur en áður, þótt loftslag hafi hlýnað.

Ef allt væri með felldu ætti hlýnandi veður og meiri bráð jökla en áður að auka vatnsmagn í jökulám landsins, en af einhverjum ástæðum er vatnsskortur í miðlunarlónunum að plaga Landsvirkjun.

Trausti Jónsson veðurfræðingur upplýsir á vefsíðusinni að snjóþekjan á landinu sé í heild minni en venjulega á þessum tíma og virðist það skjóta nokkuð skökku við, miðað við fréttir af fannfergi og lokuðum fjallvegum á Austfjörðum og á einstaka svæðum, svo sem í nágrenni Svartárkots.

En snjó getur verið mjög misskipt eins og sjá má glögglega í nágrenni Reykjavíkur, þar sem enn er hvít jörð að hluta beint austur af borginni um Hellisheiði og Mosfellsheiði en að miklu leyti auð jörð á láglendi í uppsveitum Suðurlands og frá Hvalfirði upp í Borgarfjörð.


mbl.is Lokaðir í firðinum í 50 daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hálendi austurlands og einhverjir aðrir snjóamiklir staðir, svo sem Svartárkot, eru aðeins lítill hluti landsins. Eftir veðurlagi eru snjóalög mjög í ætt við það sen búast mætti við. Austurland tekur að mestu leyti við úrkomunni í linnulaustri austanáttinni, rigningu á láglendi en snjó til fjalla.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.2.2014 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband