Talað skýrt um málið?

Bjarni Benediktsson margítrekar þessa dagana að hann vilji berjast fyrir því að þjóðin komi sem oftast beint að ákvörðunum í mikilsverðum málum í þjóðaratkvæðagreiðslum.

Þau ummæli hans virðast eiga að útskýra það að hann gaf loforð fyrir kosningar um að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna um aðildarumsókn að ESB  á fyrri hluta kjörtímabilsins.

En þeir sem eru óánægðir með svik hans á því loforði segjast hafa greitt flokknum atkvæði í síðustu kosningum út á það loforð.

Nú segir maðurinn, sem er svona mikill baráttumaður fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum, að síðustu þingkosningar hafi í raun verið þjóðaratkvæðagreiðsla.

Og þá vaknar spurningin: Ef svo er, af hverju gaf hann loforð um sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður fyrir kosningar ef vitað var að þess þyrfti ekki eftir kosningar, en þá bentu allar skoðanakannaniar til þess að Sjallar og Framsókn færu í stjórn ?

Af hverju sagði hann ekki fyrir kosningar að slík þjóðaratkvæðagreiðsla yrði óþörf?

Af hverju segir hann að vilji þjóðarinnar sé skýr varðandi aðildina en ekki skýr þegar yfir 60% vilja ekki slíta aðildarviðræðum?

Af hverju ítrekar hann stöðugt að hann sé baráttumaður fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum en er samt í forystu flokks sem gerði allt sem mögulegt var á þingi til þess að koma í veg fyrir að ákvæðið í frumvarpi stjórnlagaráðs um þjóðaratkvæði fengi framgang?

Ég hélt að stjórnmál snerust um traust, traust á því að stjórnmálamenn komi hreint til dyranna. Og að stjórnmálamenn í lýðræðisþjóðfélagi legðu sig eftir því að vinna eftir því sem vilji fólksins stæði til.  

Afsakið, ég næ þessu ekki alveg.  


mbl.is „Vilji þjóðarinnar skýr“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Hann er bundinn af landsfundarsamþykkt varðandi ESB. Hvernig heldur þú að sú hafi hljómað?

Helgi (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 13:20

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa ekki umboð frá íslensku þjóðinni til að hætta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

Flokkar sem fengu um helming atkvæða (51,1%) í síðustu alþingiskosningum.

Þeir vilja greinilega stríð við þann helming þjóðarinnar sem kaus þá ekki og þúsundir manna í eigin flokkum.

Þorsteinn Briem, 25.2.2014 kl. 13:30

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

Þetta er augljóst. Það verða bara þjóðaratkvæðagreiðslur um mál þar sem niðurstöður eru líklegar sem passa við skoðanir ríkjandi valdahafa.

Jón Ragnarsson, 25.2.2014 kl. 13:42

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það heyrðist ekki múkk í landsfundarfulltrúum fyrir kosningar þegar hann gaf loforðin, sem núna eru túlkuð sem brot á samþykkt landsfundar.

Út á þessi loforð sem komu fram fyrir kosningar kusu þúsundir manna hann og sem ráðherra er hann þjónn allra sem kusu hann, en ekki bara landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Ómar Ragnarsson, 25.2.2014 kl. 13:50

7 identicon

Íslenska þjóðin er ekki tilbúin fyrir þjóðaratkvæðagreislur eins og tíðkast í Sviss, þar sem ég skrifa þessar línur. Bæði er þjóðin ílla upplýst og þá eru átök á milli pólitískra afla svo hatrömm, að menn svífast einskis, sérstaklega er lýgin það vopn sem menn beita.

Útkomur yrðu hundsaðar eða sviknar, með þrasi og útúrsnúningum, en í slíku standa Íslendingar flestum fremur. Bíðum í ca. hálfa öld og sjáum þá hvenig stendur með pólitíska þroska innbyggjara. Hvort manneskjur eins og Bjarni Ben, Sigmundur Davíð eða Vigdís Hauks verði óskabörn þjóðarinnar.

Allt þetta kjaftæði um þjóðaratkvæði er orðið hundleiðinlegt og "indeed", þjóðinni til skammar. "Moratorium, please."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 14:07

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alþingi getur ekki hundsað vilja meirihluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning við Evrópusambandið.

Og meirihluti kjósenda allra flokka á Alþingi vill halda áfram viðræðum við Evrópusambandið til að geta kosið um aðildarsamning.

Þorsteinn Briem, 25.2.2014 kl. 14:40

9 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Sko! Ég er ekki fylgjandi dauðarefsingum. Ég er alveg sérstakur áhugamaður um endurupptöku máls dauðadæmdra fanga. Enduruppataka slíkra mála eftir að dómi hefur verið framfylkt er akkúrat eitt af aðalatriðunum í þessari tillögu...!

Haraldur Rafn Ingvason, 25.2.2014 kl. 16:47

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þið hljótið að sjá að ríkisstjórn og þing sem alls ekki vill inn í ESB - hernig á þá að halda um aðlögunina í sambandið sem dr. Össur var með í gangi ?

Ríkisstjórn og þing að stjórna aðlögunarferli inn í samband sem það vill alls ekki inn í ? Það er risastór þversögn í því. Nánast eins og að kona sem ekki vill láta nauðga sér - láti sig hafa nauðgun á sér, svo tekin sé ósmekkleg en kröftug samlíking.

Það sem Bjarni á við í raun er að hann mun láta fara fram þjóðaratkvæði óski þjóðin eftir inngöngu í Evrópusambandið, nokkuð sem flugfreyjan og jarðfræðineminn neituðu þjóðinni ítrekað um. Þetta stendur þar að auki skýrum stöfum í þingsályktuninni sem hefur verið lögð fram.

Hvers vegna haldið þið að dr. Össur hafi aldrei látið opna fiskveiði- og landbúnaðarhlutana í upphafi í aðlögunarferlinu sem við vorum að borga milljarða fyrir ? Það er vegna þess að þá hefði komist upp um það sem hann vissi allan tímann að Evrópusambandið gefur ekki undanþágur og jarðfræðineminn var búinn að segja að VG myndi falla frá umsókninni ef undanþágur fengjust ekki.

Dr. Össur taldi sjálfum sér og hluta þjóðarinnar trú um að viðræðurnar snerust um að fá undanþágur á meðan það er kristaltært að sambandið veitir ekki umsóknarríkjum undanþágur, heldur er verið að semja um dagsetningar sem á að taka allt laga- og regluverk Evrópusambandsins inn hjá okkur.

Líttu nú á hvernig toppar Evrópusambandsins ráku ofan í kokið á dr. Össuri þegar hann talaði um að hann teldi að við værum að kíkja í pakkann og myndum fá eftirgjöf af aðlögun okkar að laga- og regluverki Evrópusambandsins.

Skrítið - eða not- að engin fjölmiðill sagði frá þessum fjölþóðlega og fjölmenna blaðamannafundi dr. Össurar úti í Brüssel - kíktu á dr. Össur tekinn í bakaríið með klisjuna sína um að semja um undanþágur á þessari slóð :

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1358739/

Þetta er allt mjög skýrt á hemasíðu sambandsins hérna um hvaða reglur gilda í aððlögunarferlinu :

http://ec.europa.eu/enlargement/policy/conditions-membership/index_en.htm

Þarna er talað um að umsóknarþjóð skuli taka allt laga- og regluverk ESB inn í sitt eigið og samið verði um tímapunktana. Þeir segja : „They are not negotiable” og ekki nóg með það þeir feitletra inni í setningunni „not negotiable” alveg eins og þeir leiðrétta dr. Össur með í myndbandinu hér að ofan.

Helgi Seljan, og aðrir fjölmiðlamenn, hefði átt meiri þakkir skildar hefði hann komið dr. Össuri og þeim sem trúðu honum um aðlögunarferlið að það væri umsemjanlegt. Pakkinn lá fyrir frá upphafi í heilu lagi á heimasíðu sambandsins, sem og kröfurnar í aðlöguninni eins og hér var bent á.

Þá væri ekki þessi hávaði í mörgum, enda mun þriðjungur þjóðarinnar ekki skilja skrifaða né talaða ensku virðist vera.

Fyrir ykkur sem enn berjið höfðinu við steininn ættuð að lesa leiðbeiningarbækling Evrópusambandsins sem er á heimasíðu þess og í honum er ferlinu lýst fyrir umsóknarríkjum :

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf

Málið er bara að það getur enginn beðið eftir góðum samningi. Samningurinn/pakkinn liggur fyrir á heimasíðu Evrópusambandsins, ewinungis um 100.000 blaðsíður af laga- og regluverki ESB. Þetta vilja fullveldisafsalsmenn akki skilja, kannski af því þeir lesa ekki ensku eða skilja hana ekki.

Aðlögun sú sem búið er að stöðva felur í sér að samið er um tímapunkta hvenær allt regluverkið er tekið upp hjá umsóknarríkinu Íslandi.

HVAÐ SEGIR RÁÐHERRARÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS UM ÞETTA ?

Ráðherraráð ESB ítrekaði á fundi sínum í desember 2012 að Íslandi bæri að taka upp allt laga- og regluverkið án undantekninga og má lesa um það á íslensku hér :

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/12/12/radherrarad-esb-adildarvidraedur-ganga-vel-en-island-tharf-ad-samthykkja-allan-lagabalk-esb/

Dr. Össur skildi þetta ekki einu sinni eftir að toppar í Evrópusambandinu leiðréttu hann á blaðamannafundinumn, nema hann hafi verið með leikrit í gangi því hann setti dreyrrauðan þegar Füle setti ofan í við hann eins og sést upptökunni á blaðamannafundinum. En allt bendir þó til að dr. Össur hafi vitað allan tímann en haldið leikritinu gangandi í bjölluati sínu úti í Brüssel.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.2.2014 kl. 18:08

11 identicon

 Fulltrúar ESB hafa bent á að þetta sé aðlögunarferli sem endi með aðild.

Meirihluti þjóðarinnar er sagður  vilja  halda aðildarviðræðum áfram, meiri hluti þjóðarinnar vill ekki ganga í ESB sem er þó markmiðið með áframhaldandi viðræðum.

Fyrirgefið en ég átta mig bara ekki alveg á þessum meirihluta.

Ef meiri hluti þjóðarinnar er svona óháður staðreyndum og eigin þversögnum er þá ekki bara tilvalið að kjósa í leiðinni um að pí sé  3?    

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 18:14

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HAHAHAHA Já Bjarni Gunnlaugur - Þessir snillingar munu eiga mun auðveldara með að muna töluna 3 en 3,14 hvað þá 3.14159265359 !

Við þurfum bara að fá flugfreyjuna, jarðfræðinemann og dr. Össur til að segja þjóðinni nógu oft að pí sé 3 og punktur og basta. Það mun virka þvi við sjáum árangurinn um „aöildarsamninga” og undanþágurnar sem ráðherraráð Evrópusambandsins hefur þrátt fyrir það sagt að engar undanþágur séu veittar - þá trúir þesi merihluti skötuhjúunum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.2.2014 kl. 18:22

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Landbúnaðarmál:


"Meirihlutinn telur eðlilegt að horft verði til þess hvort skynsamlegt geti verið að fara fram á takmarkanir á rétti þeirra sem ekki hafa lögheimili og fasta búsetu á landinu til að eignast fasteignir hér á landi með tilliti til þess að viðhalda búsetu í sveitum.

Bendir meirihlutinn hvað þetta varðar meðal annars á samsvarandi sérreglur Möltu og Danmerkur."

Þorsteinn Briem, 25.2.2014 kl. 20:10

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:

"Varanlegar undanþágur og sérlausnir:"


"Komi upp vandamál vegna ákveðinnar sérstöðu eða sérstakra aðstæðna í ríki sem sækir um aðild að Evrópusambandinu er reynt að leysa málið með því að semja um tilteknar afmarkaðar sérlausnir.

Eitt þekktasta dæmið um slíka sérlausn er að finna í aðildarsamningi Danmerkur árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku.

Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur."

"Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku."

Í þessu tilviki "er í raun um að ræða frávik frá 56. grein stofnsáttmála Evrópusambandsins, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns."

"Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarsamningar að Evrópusambandinu hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar sambandsins og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal undanþágum eða sérákvæðum, sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkjanna [í þessu tilviki einnig Danmerkur]."

Þorsteinn Briem, 25.2.2014 kl. 20:17

15 identicon

Takk fyrir Predikarinn og Bjarni.

Og svo kemur það fram á RUV rétt áðan (þriðjudagskvöld 25.2) að í loftinu liggi umræða (Frakkland og Þýskaland) um annan og öllu kröftugri samning eða samkomulag fyrir ESB löndin þar sem miðstýring verður mun meiri en nú þegar er.

Við eigum að fá að kjólsa um áframhald eða stöðvun viðræðna en að halda að um pakka sé að ræða sem okkur verður leyft að kíkja í og þá taka ákvörðun er erfitt að sjá því pakkinn mun líta út á þann veg að Ísland er tilbúið að ganga inn í ESB án frekari breytinga, öll aðlögun hefur átt sér stað og við orðin einsleit, samningaviðræður eru bara aðlögunarferli.

Í góðu bókinn (Biblíunni) í draum Nebúkadnesar er talað um líkneskið gert af ýmsum góðmálmum sem tákna ýmis ríki eða völd sem koma munu og svo hverfa (þau eru öll komin fram nema það síðasta) ... en fæturnir voru af járni og leir, blanda sem aldrei fer saman. Margir telja þetta vera Evrópusambandið, járnið og leirinn, blandan af fjölda þjóðríkja sem aldrei munu tolla saman og að lokum liðast í sundur. Ef þetta er svo, viljum við Íslendingar virkilega taka þátt.

Ólafur Einarsson (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 20:18

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Malta samdi um svipaða sérlausn í aðildarsamningi sínum að Evrópusambandinu og samkvæmt bókun við aðildarsamningin má Malta viðhalda löggjöf sinni um kaup á húseignum á Möltu og takmarka heimildir þeirra sem ekki hafa búið á Möltu í að minnsta kosti fimm ár til að eignast fleiri en eina húseign á eyjunni.

Rökin fyrir þessari bókun eru meðal annars að á Möltu sé takmarkaður fjöldi húseigna og takmarkað landrými fyrir nýbyggingar og því sé nauðsynlegt að tryggja að nægilegt landrými sé til staðar fyrir búsetuþróun núverandi íbúa.

Í þessu tilviki er í raun einnig um að ræða frávik frá 56. grein stofnsáttmála Evrópusambandsins, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns."

Þorsteinn Briem, 25.2.2014 kl. 20:19

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002


Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.

Þorsteinn Briem, 25.2.2014 kl. 20:24

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 25.2.2014 kl. 20:27

19 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Steini Briem.

Þú lemur enn höfðinu við steininn. Þetta eru álitsgerðir íslenskra manna um það sem eir halda að geti orðið í villtustu draumum sínum - sem samt verður ekki. Ekki lemja hausnum svo mikið við að hann molni allur af hálsinum.

1. Ég er búinn að benda þér og öðrum á það sem sjálft ráðherraráð Evrópusambandsins hefur sagt 12. desember 2012 um að það eru engar undanþágur í boði fyrir Ísland og við eigum að samþykkja allt laga- og regluverk sambandsins.

2. Ég sýndi ykkur reglurnar á heimasíðu Evrópusambandsins um aðlögunina þar sem segir feitletruðum stöfum að rreglurnar séu ekki umsemjanlegar.

3. Ég sýndi ykkur leiðbeiningarbækling fyrir umsóknarríki á heimasíðu Evrópusambandsins um hvernig aðlögunarferkið fer fram.

4. Ég sýndi ykkur myndbandsupptöku frá fjölþjóðlegum blaðamannafundi í Brüssel þr sem dr. Össur virtist alveg kunna ensku og ræddi um að hann væri bjartsýnn á undanþágu þá var hann snupraður af stækkunarstjóra Evrópusambandsins sem enn eina ferðina ítrekaði að það væru engar undanþágur.

Áður en höfuð ykkar molnar af og þið fullveldisafsalssinnar gerið ykkur að meiri fíflum en orðið er - gerið ykkur þann greiða að hlusta á blaðamannafundinn með dr. Össuri og lesa leiðbeiningar Evrópusambandsins sjálfs um hvernig aðlögun eins og við höfum verið í í 4 ár fer fram og að undanþágur eru ekki í boðiþ

Hættið að semja nýjar reglur fyrir Evrópusambandið ! Lesið reglurnar sem það hedur sig við sjálft og hefur sjálft samið og gefur að eigin sögn ekki undanþágur frá !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.2.2014 kl. 20:57

20 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ólafur Einarsson.

Hárrétt hjá þér. Draumur sá sem Nebukadnesar mundi ekki, en Guð opinberaði fyrir Daníel, sem síðan sagði Nebukadnesar og útskýrði hann fyrir honum eftir leiðbeiningum sem Guð opinberaði honum. Nebukadnesar mundi drauminn um leið og Daníel endursagði honum hann.

Menn hafa löngum talið í ljósi heimssögunnar að draumurinn þar sem komið er í líkneskinu sem sundurleitir fæturnir voru - tákni einmitt Evrópusambandið.

Ég hef ekki löngun til að vera hluti af þeirri ólánsbræðslu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.2.2014 kl. 21:02

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:

"Varanlegar undanþágur og sérlausnir."

"Komi upp vandamál vegna ákveðinnar sérstöðu eða sérstakra aðstæðna í umsóknarríki er reynt að leysa málið með því að semja um tilteknar afmarkaðar sérlausnir.

Eitt þekktasta dæmið um slíka sérlausn er að finna í aðildarsamningi Danmerkur árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku.

Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur.

Malta
samdi um svipaða sérlausn í aðildarsamningi sínum en samkvæmt bókun við aðildarsamninginn má Malta viðhalda löggjöf sinni um kaup á húseignum á Möltu og takmarka heimildir þeirra sem ekki hafa búið á Möltu í að minnsta kosti fimm ár til að eignast fleiri en eina húseign á eyjunni.

Rökin fyrir þessari bókun eru meðal annars að takmarkaður fjöldi húseigna, sem og takmarkað landrými fyrir nýbyggingar sé til staðar á Möltu og því sé nauðsynlegt að tryggja að nægilegt landrými sé til staðar fyrir búsetuþróun núverandi íbúa.

Í þessum tveimur tilvikum er í raun um að ræða frávik frá 56. gr. stofnsáttmála Evrópusambandsins, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns.

Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku og fleiri en eina húseign á Möltu.

Á sama hátt þurfa Danir einnig að uppfylla búsetuskilyrðin til að geta keypt sumarhús í Danmörku og Möltubúar til að geta keypt fleiri en eina húseign á Möltu.

Finna má ýmis dæmi um sérlausnir í aðildarsamningum sem taka tillit til sérþarfa einstakra ríkja og héraða hvað varðar landbúnaðarmál.

Í aðildarsamningi Finnlands og Svíþjóðar 1994 var fundin sérlausn sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu [og allt Ísland er norðan hennar].

Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd.

Í aðildarsamningi Finnlands er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins og Finnar hafa nýtt það ákvæði til að semja við Evrópusambandið um sérstuðning fyrir Suður-Finnland.

Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til við inngöngu Bretlands og Írlands í Evrópusambandið en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var samið um sérstakan harðbýlisstuðning til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu.

Finnland
, Svíþjóð og Austurríki sömdu einnig sérstaklega um þannig stuðning í aðildarsamningi sínum og sem dæmi má nefna að 85% Finnlands var skilgreint sem harðbýlt svæði."

aðildarsamningi Möltu er ákvæði um að Malta verði skilgreint sem harðbýlt svæði, auk þess sem í sérstakri yfirlýsingu er fjallað um eyjuna Gozo og meðal annars tiltekið að hún verði flokkuð sérstaklega með tilliti til styrkja vegna sérstakra aðstæðna á eyjunni.

Þegar Grikkir gengu inn í Evrópusambandið var sérákvæði um bómullarframleiðslu sett inn í aðildarsamning þeirra en bómullarrækt var mjög mikilvæg fyrir grískt efnahagslíf.

Ljóst þótti að landbúnaðarstefnan gæti að óbreyttu stefnt þessum mikilvæga atvinnuvegi í hættu og tókst Grikkjum því að fá sérstöðu bómullarræktunar viðurkennda í aðildarsamningi sínum.

Hið sama gerðist þegar Spánverjar og Portúgalar gengu í Evrópusambandið og þessi ákvæði hafa nú almennt gildi innan landbúnaðarstefnunnar.

Í aðildarsamningi Finnlands
, Svíþjóðar og Austurríkis er viðurkennt að svæði sem hafa átta eða færri íbúa á hvern ferkílómetra skuli njóta hæstu styrkja uppbyggingarsjóða Evrópusambandsins en í þeim flokki eru að öðru leyti svæði sem verg landsframleiðsla á mann er undir 75% af meðaltali Evrópusambandsins.

Malta og Lettland sömdu einnig um
tilteknar sérlausnir í sjávarútvegi í aðildarsamningi sínum sem fela í sér sérstakt stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum og þær lausnir byggja á verndunarsjónarmiðum."

"Þá er í aðildarsamningi Möltu að finna bókun um að Malta megi viðhalda löggjöf sinni um fóstureyðingar og sambærilegt ákvæði varðandi Írland er að finna í bókun með Maastricht-sáttmálanum 1992.

Einnig gilda sérákvæði um Álandseyjar sem eru undir stjórn Finnlands.

Lagaleg staða undanþágu eða sérlausnar
sem er í aðildarsamningi er sterk því aðildarsamningur hefur sama lagalega gildi og stofnsáttmálar Evrópusambandsins.

Hið sama gildir um bókanir en þær eru hluti af aðildarsamningum og hafa því sama gildi og þeir.

Og í 174. gr. aðildarsamnings Austurríkis, Finnlands, Svíþjóðar og Noregs er til dæmis sérstaklega tiltekið að bókanir séu óaðskiljanlegur hluti af samningnum."

"Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarsamningar að Evrópusambandinu hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar sambandsins og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal undanþágum eða sérákvæðum, sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkjanna [og í þessu tilviki einnig Íslands]."

Þorsteinn Briem, 25.2.2014 kl. 21:51

22 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Nema bara að það eru ENGAR UNDANÞÁGUR frá laga- og regluverkinu veittar lengur.

Heimild :

Ráðherraráð Evrópusambandsins

Stækkunarstjóri Evrópusambandsins

Heimasíða Evrópusambandsins vítt og breitt.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.2.2014 kl. 21:57

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég ætla nú ekki að þvarga hér við einhvern nafnleysingja um staðreyndir.

Þorsteinn Briem, 25.2.2014 kl. 22:16

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef einhverjar útgerðir í Evrópusambandsríkjunum ættu að fá ókeypis aflakvóta hér á Íslandsmiðum yrðu þau að fá hluta af aflakvóta sem er í eigu íslenskra útgerða.

Eignarrétturinn er hins vegar friðhelgur
, bæði hér á Íslandi og í Evrópusambandsríkjunum.

Útgerðir og aðrir í Evrópusambandsríkjunum geta hins vegar nú þegar keypt hluti í útgerðarfyrirtækjum hér á Íslandi, rétt eins og Samherji hefur keypt hluti í útgerðarfyrirtækjum í Evrópusambandsríkjum.

Þorsteinn Briem, 25.2.2014 kl. 22:28

25 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Steini Briem !

Þetta eru staðreybndir frá eftirfarandi stofnunum sem ekki eru nafnleysingjar.

Þú ert greinilega alveg við það að mölva höfuð þitt af hálsinum.

TAKTU MARK Á STAÐREYNDUM FRÁ ÞEIM SEM SETTU REGLURNAR OG RÁÐA ÞEIM OG ER ENGINN ÞEIRRA NAFNLEYSINGI OG NEFNDIR HÉR AÐ NEÐAN :

Það eru ENGAR UNDANÞÁGUR frá laga- og regluverkinu veittar lengur.

Heimild :

Ráðherraráð Evrópusambandsins

Stækkunarstjóri Evrópusambandsins

Heimasíða Evrópusambandsins vítt og breitt.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.2.2014 kl. 23:05

26 identicon

Hérna er Össur að reka sig á það:

http://prakkarinn.blog.is/blog/prakkarinn/

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 13:37

27 identicon

Var G B S ekki pakkhúsmaður á Króknum? Held að einn fyrrverandi ráðhr frammara hafi einng verið pakkhúsmaður á Austurlandi

B M X (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 19:20

28 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Stundum er sagt að heimsku er ekki unnt að lækna.

Tillaga svonefnds umhverfisráherra, ó fyrirgefið utanríkisráðherra byggist meira og minna á fáfræði og heimsku sem ekki verður fyrirgefin. Maðurinn er mjög grunnhygginn og ætti að finna sér aðra vinnu hvort sem er að reka sjoppu eða eitthvað annað. Að dubba hann upp í embætti svonefnds umhverfisráherra, ó fyrirgefið utanríkisráðherra, er jafnvel enn meiri heimska sem heldur verður ekki fyrirgefin.

Hvað vakir fyrir svonefndum fjármálaráðherra og svonefndum formanni Sjálfstæðisflokki er ekki gott að segja. hvers vegna hann brennjir allar brýr og tengsl við Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og sennilega Samtök ferðaþjónustunnar sem og Viðskiptaráðs eru með öllu ókunn. En hagsmunirnir eru greinilega miklir. Tengist það hugsanlega viðskiptasamningi við svonefnt „alþýðulýðveldi“ Kína og vaxandi umsvif þess á Íslandi? Þess má geta að Kína er eitt svæsnasta einræðisríki heimsins þar sem mannréttindi eru ekki talin upp á marga fiska.

Í Kastljósi fyrr í vikunni talaði Bjarni sem sumir eru farnir að nefna „Vel-lygni Bjarni“ að það gengi ekki af ríkisstjórnin hefði aðra skoðun en þjóðin. Venjulega myndi þjóðin skipta um ríkisstjórn en hefur Bjarni hugmynd um að skipta um þjóð? Það gengi eftir ef hann heimilaði búsetu 50.000 Kínverja næstu 5 ár og þeir væru strax komnir í meirihluta! Kannsi að Bjarni elur þann draum að verða kínverskur landsstjóri á Íslandi.

Við skulum minnast þess að um miðja síðustu öld innlimaði Kína Tíbet og fór létt með. Ísland væri jafnvel enn auðveldari bráð en Tíbet, sérstaklega með ríkisstjórn og forseta sem hafa sérstakt dálæti á annarri þjóð en sinni eigin!

Guðjón Sigþór Jensson, 26.2.2014 kl. 20:40

29 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Vel gæti eg trúað ef Kínverjar yfirtæku Ísland með aðstoð Bjarna Benediktssonar yrði honum ekki boðin staða landshöfðingja. Kannsi honum væri boðið að verða aðstoðarmaður hafnarstjóra Finnafjarðar sem hefur verið sérstakt gæluverkefni núverandi ríkisstjórnar sem veitt hefur leyfi í allar áttir til olíuleitar svo grafa megi sem fyrst undan öllum öðrum náttúruauðlindum eins og fiskveiðum fyrir norðan og austan land.

Einn af stærstu leyfishöfum er kínverskt braskafyrirtæki, hvað annað?

Svo vilja menn semja við og skreyta hugmyndir sínar með Bremen Export GmbH en það fyrirtæki sætir nú opinberri rannsókn vegna meintra svika og blekkinga í Þýskalandi.

Hvað er að gerast á Íslandi?

Guðjón Sigþór Jensson, 26.2.2014 kl. 20:47

30 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðjón Sigþór !

Gott og gamalt máltæki segir að margur haldi mig sig og virðist mér sem þar hafir þú fengið að kenna á því með fúkyrðum og meiðyrðum á utanríkisráðherrann sem og fjármála- og efnahagsráðherrann.

Þú hefur sjálfur gert þig opinberan af því að lemja höfði þínum við granítsteininn í sambandi við það að vita betur um reglur ESB um aðlögun en sjálft Evrópusambandið. Ekki treystir þú ráðherraráði ESB fyrir því né heldur stækkunarstjóra ESB né heldur reglur sem ESB heldur úti á heimasíðu sinni þar um. Er hægt að gerast öllu heimskari ? Spyr maður bara.

Ber kannski að taka það sem þú skrifar á þína eigin bloggsíðu með sama fyrirvara um að þú vitir ekki hvað þú vilt sjálfur að standi þar, þó þú hafir sjálfur skrifað það og þar að auki kannski ítrekað það annað slagið við þá sem segja að allt annað standoi þar en þú skrifaðir sjálfur þar og hefur marg ítrekað það við þá sem fara vitlaust með það sem þú hefir skrifað þar ? En allir aðrir en þú vita auðvitað betur en þú hvað stendur þar þó þú ítrekir að það sem flestir segja að þar standi sé ekki það sem flestir segja ? Við verðum miðað við málflutning þinn um ESB að gagnálykta það að flestir aðrir en þú viti viti betur hvað stendur eftir þig sjálfan á eigin bloggsíðu ef menn treysta því að þú sért samkvæmur málflutningi sjalfs þíns. Ergo : Allir aðrir en þú vita betur um það sem þú skrifaðir á bloggsíðu þína en þú sjálfur að sjálfsögðu og sömuleiðis hvað átt er vð af þinni hálfu þar einnig ! Svo mörg voru þín eigin orð og skrif undanfarnar vikur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.2.2014 kl. 21:19

31 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Í nafni sleggjudómara göturæsisins og hinna skinhelgu vitsmunabrekkna almannaróms hinnar vanheilögu Gróu á Leiti - AAAAAAMEEEEEN !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.2.2014 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband