Öruggasta þota heims breyttist í þá hættulegustu á nokkrum sekúndum.

Þeir Sjónvarpsmenn, sem áttu þess kost að stilla sér upp á besta stað á Keflavíkurflugvelli til þess að ná sem bestum myndum af flugtaki Concorde-þotu þegar hún kom hingað til lands, gleyma því aldrei.

Hvílík fegurð, hvílkt afl, hvílíkt tækniundur!

Aðeins einu sinni síðan hefur svipaður atburður hrifið mig. Það var þegar tækifæri gafst til að vera á besta stað á Canaveralhöfða 1999 á svölum íbúðar forstjóra NASA, til að verða vitni að flugtaki geimferjunnar sem bar Bjarna Tryggvaon út í geiminn.

Engar myndir geta lýst þeirri upplifun vegna þess að hávaðinn, drunurnar, titringurinn og höggbylgjurnar skila sér ekki í gegnum myndatökuvélarnar.

Þær voru að vísu eitthvað magnaðri en frá Concorde, en fegurð Concorde var meiri.

Orsök hins hörmulega slyss árið 2000 var afar einföld og ætti að vera hægt að fyrirbyggja slíkt. Vélin hafði verið öruggasta farþegaþota heims í 31 ár og ætti að eiga möguleika á að verða það aftur.  

Ég hef því aldrei efast um að endurbættur jafnoki hennar muni hefja sig til flugs svo framarlega sem fyrirsjáanleg orkukreppa hefur ekki dunið yfir þannig að enginn hafi efni á slíku.

Það var lengi draumur minn að fljúga einu sinni á ævinni með Concorde frá París til kjötkveðjuhátíðar í Ríó de Janero. Engin goðgá fyrir almúgamann með flugáhuga að veita sér slíkt einu sinni á ævinni að því gefnu að vera búinn að vinna sér inn fyrir því með fábreytni og sparneytni í daglegu lífi.

Hæpið er héðan af að sá draumur rætist, en vonandi rætist hann hjá einhverjum öðrum.  


mbl.is 45 ár frá fyrsta flugi Concorde
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mig minnir að ástæða slyssins hafi verið brak á flugbraut úr annarri flugvél. Eftir þetta voru gerðar breytingar m.a. Á eldsneytistönkum vélarinnar. Hún var hinsvegar of dýr í rekstri og það held ég að hafi verið meginástæða þess að henni var lagt. Vélarnar voru einnig komnar til ára sinna.

Það hafði áður orðið slys í rússnensku útgáfu vélarinnar ef ég man rétt. Sá einhverntíma ágætis heimildamynd um Concorde ævintýrið.

Menn eru enn að hanna svona supersonic þotur og maske verða Þær í loftinu innan tíðar. Það er þó ekki á hvers manns færi að veita sér þann munað frekar en aður.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 23:32

2 identicon

Hvernig gat öruggasta þota heims breyst í þá hættulegustu ef að slysið varð vegna braks sem var á brautinni?. Ertu að meina að þessi tegund véla breyttust í þær hættulegustu eða bara þessi eina vél ?.

Ármann Birgisson (IP-tala skráð) 2.3.2014 kl. 00:40

3 identicon

Ég flaug nokkrum sinnum - og einu sinni með konu minni - á Concorde frá Washington til London og til baka.

Það sem helzt situr eftir í minningunni er tvennt:

 1. Þegar maður leit út um gluggann í 60,000 feta hæð, þá sá maður inn í svart himinhvolfið fyrir ofan.

2. Og á þeim 3 klukkutímum sem flugið tók á tvöföldum hljóðhraða blasti við bogalína sjóndeildarhringsins. 

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 2.3.2014 kl. 01:03

4 identicon

Þetta var statistík. M.v. flug fjölda og/eðar farþegafjölda var Concorde sú öruggasta, þar sem aldrei varð slys um áratuga skeið.
En eitt slys með svona lítið fólksmengi á bakvið sig breytti öllu.
Ómar, - mannstu ekki eftir Concord í rólegu æagflugi yfir Farnborough 1998?

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.3.2014 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband