Bölvaldur evrópskrar sögu.

Þegar Seinni heimsstyrjöldinn lauk var ærlega tekið til hendinni í Evrópu til þess að losna við þann bölvald álfunnar sem endalausar deilur og styrjaldir um landamæri og yfirráð yfir löndum hafði ðöldum saman leitt yfir álfuna.

Þetta var gert með hreinni valdbeitingu Bandamanna, sem gekk upp vegna þess að Þjóðverjar voru fyrirlitnir vegna ógnarverka nasismans að þeir fengu engu um neitt ráðið.

14 milljónir mann urðu að flytjast nauðugar af þýsku landi, einkum frá Póllandi og Súdetahéruðum Tékkóslóvakíu.   

Reynt hafði verið að leysa þetta í Versalasamningunum eftir Fyrri heimsstyrjöldina, en Frakkar og Bretar gátu ekki samþykkt til fulls hugmynd Wilsons Bandaríkjaforseta um að þjóðir álfunnar tækju um þetta ákvarðanir sjálfar á lýðræðislegan hátt í hvaða ríki þær vildu vera.

Með því var safnað í eldsneyti fyrir áframhaldandi deilur sem leiddu til annarrar heimsstyrjaldar, sem í raun var framhald þeirrar fyrri.

Í Slésvík-Holstein fékk fólk að ráða því sjálft eftir Fyrri heimsstyrjöldina hvort það vildi vera innan vébanda Þýskalands eða Danmerkur og íbúar Saar-héraðs fengu að sameinast Þýskalandi eftir atkvæðagreiðslu 1935.

En Austurríki-Ungverjaland var limað í sundur og meðal ríkjanna, sem urðu til, voru Tékkóslóvakía og Júgóslavía með ólíkar þjóðir og þjóðarbrot innan vébanda sinna.

Þar að auki var Þýskaland hoggið í tvennt og Pólland fékk sjálfstæði að nýju með aðgangi að sjó í gegnum hið fyrra Þýskaland.

1938 munaði minnstu að styrjöld skyli á vegna þýskumælandi þegna Tékkóslóvakíu sem bjuggu við landamærin að Þýskalandi og vildu sameinast því.

Með Munchenarsamningnum var þeim leyft að gera það en það kippti fótunum undan möguleikum Tékka til að verja land sitt með heppilegum landamærum frá náttúrunnar hendi og í framhaldinu hernámu Þjóðverjar Tékkóslóvakíu alla aðeins fimm og hálfum mánuði seinna án þess að hleypt væri af skoti.

Þetta kemur upp í hugann þegar svipaðir atburðir eru að gerast á Krímskaga þar sem rússnekumælandi íbúar hans eru í svipuðu hlutverki og Súdetaþjóðverjar voru 1938.

Helsti munurinn er sá að Rússar gáfu Krímskagann viljandi frá sér 1964 yfir til Úkraínu en hins vegar fengu Þjóðverjar og Austurríkismenn engu ráðið um örlög Súdetahéraðanna í Versalasamningnum.

Tító tókst að halda Júgóslavíu saman eftir 1945, en eftir lok Kalda stríðsins sundraðist ríkið í mesta ófriði í Evrópu eftir 1945.

Af því sést hve erfitt er að fullyrða um það að óbreytt ástand geti haldist til langframa í álfunni þrátt fyrir alla viðleitnina til að halda friðinn.

Ýmsar þjóðir Vestur-Evrópu, svo sem Spánverjar, eiga svolítið erfitt með að dæma um málin á Krímskaga vegna þess að svipuð vandamál eru víðar í álfunni.

Á Spáni hafa Baskar lengi barist fyrir sjálfstæði sínu og meðal Katalóníumanna er líka öflug hreyfing sem berst fyrir sjálfstæði hennar.    

Á tímum yfirráða Rússa yfir Krímskaga og á meðan Sovétríkin voru við lýði, leit landsfólkið þar á Krím svipuðum augum og Bandaríkjamenn líta á Flórída.

Til dæmis fengu allir íbúar Rússlands, sem bjuggu norðan við heimskautsbaug eina fría ferð til Krím í gjöf frá ríkissjóði Sovétríkjanna meðan þau voru og hétu.

 

   


mbl.is Gjöfin gæti reynst afdrifarík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef Úkraína væri í Atlantshafsbandalaginu (NATO) er harla ólíklegt að rússneski herinn réðist inn í landið.

"Kjarni Atlantshafsbandalagsins er 5. grein stofnsáttmála bandalagsins, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.

En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."

Ríki sem fengið hafa aðild að Atlantshafsbandalaginu frá árinu 1982, þegar Spánn fékk aðild að bandalaginu:

Þorsteinn Briem, 1.3.2014 kl. 23:30

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi 5. grein stofnsáttmála NATO var svo brotin í október 2008 þegar Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn öðru aðildarlandi bandalagsins, til þess meðal annars að gera gullforða þess upptækan, og ekkert hinna aðildarríkjanna kom til varnar. Í öll skipti sem slíkar aðgerðir hafa verið framkvæmdar áður í mannkynssögunni hefur án undantekninga verið litið á þær sem jafngildi stríðsyfirlýsingar, og slíku háttalagi eftir atvikum svarað með vopnavaldi. Engra viðbragða hefur hinsvegar orðið vart frá NATO vegna október 2008.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.3.2014 kl. 14:02

3 identicon

Hvað var þetta Guðmundur? Áttu link á þetta?

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.3.2014 kl. 15:33

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég geri ráð fyrir að Guðmundur Ásgeirsson vilji að Bandaríkin og Ísland ráðist inn í Bretland, líkt og þegar Ísland sendi allan sinn herafla inn í Írak, og hertaki til að mynda verslunina The Norman Brothers, 5 Oxford Street, London, ef Bretar gera allar skuldir íslenska ríkisins upptækar.

Þorsteinn Briem, 2.3.2014 kl. 17:54

5 identicon

Tíhí, - víst er að herafli vor ulli usla í Írak, hvar fremstir fóru sprengjusérfræðingar og hjúkrunarfólk, og jafnvel voru slíkir eitthvað að bisast í Afganistan.
Við gætum ráðist á Breta......með hjúkkum :D

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.3.2014 kl. 20:17

6 identicon

Og já, - Guðmundur, - link á afdrif gullforðans meina ég.

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.3.2014 kl. 20:19

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um tíma var ég öryggisvörður í Seðlabanka Íslands.

Í gullgeymslu Seðlabankans er handleggsþykk stálhurð og einungis tveir menn kunna á talnalásinn.

Á milli útveggja geymslunnar er lofttæmi og komist loft þar inn hringja viðvörunarbjöllur með svo miklum látum að Breiðhyltingar myndu þeytast upp úr lúxusrúmunum sínum frá Víðishúsgögnum, sem smíðuð voru á sjöunda áratugnum.

Ég fór í gullgeymsluna ásamt yfirmönnum bankans, lyfti þar einum hinna meintu gullklumpa til að að kanna hvort hann væri ekki úr plasti og því enn ein töfrabrögð Mörlendinga í efnahagsmálum.

Þungur var hann en ég gæti hins vegar best trúað að hið meinta gull sé í raun brennisteinskís og því í raun glópagull.

Og veit ekki betur en að það ennþá á sama stað.

Þorsteinn Briem, 2.3.2014 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband