3.3.2014 | 06:01
Helmingi dæmisins sleppt og síðan bullað út í eitt.
Ég sé langar umræður um það á netinu að jafnvel þótt manneskjum hefði "verið raðað upp á rönd eins og sardínum" á Austurvelli, eins og það er orðað, hefðu ekki komst fleiri þar fyrir en um 2700 manns.
Er þetta nefnt sem dæmi um það hvernig RUV / Samfylkingin / ESB-sinnar skáldi upp töluna 8000. Talan 8000 kom reyndar frá lögreglunni en RUV er kennt um það.
En það er alvarleg ásökun að lögreglan margfaldi mannfjóldatölur, því að sé þessi ásökun rétt, kollvarpar hún öllum fréttum sem fyrr eða síðar hafa verið fluttar af útisamkomum í Reykjavík og felur í sér ásökun um vísvitandi lygar hjá laganna vörðum í áratugi.
Þetta fá menn út með því að reikna út flatarmál vallarins, ná því niður í 5000 fermetra og segja sem svo að 6000 manns komist þar ekki fyrir, jafnvel þótt þeim "sé staflað upp á rönd eins og sardínum" í dós.
En þeir gleyma að reikna út það flatarmál, sem ein standandi manneskja þarf. Til einskis er að finna út flatarmál auðs vallarins ef ekki er vitað um hve mikið flatarmál hverstandandi manneskja tekur.
Hvernig hefði nú verið að hafa þær tölur á hreinu? Þær eru svo sannarlega til og alþjóðlega viðurkenndar, auk þess sem hver maður getur mælt þetta á sjálfum sér.
Meðalmaður er 45 sentimetra breiður og þykkt hans er innan við 30 sentimetrar. Það þýðir að hver standandi maður þekur 0,135 fermetra og að sex menn komast fyrir á fermetra ef staðið er þétt saman og auðveldlega fjórir á fermetra án þess að nokkur snerting sé á milli manna.
Maður, sem er telur sig þurfa heilan fermetra á fundarstað, þekur sem sé 0,135 af þessum heila fermetra, en 0,865 af fermetranum eru auður.
Enn hlálegri verður þessi umræða ef við reiknum út hve mikið rými fólk sitjandi í sætum þyrfti á Austurvelli, því að þar höfum við tiltækar enn nákvæmari tölur, alveg óhrekjanlegar.
Í reglugerð um bifreiðar er talið nægilegt að hver sitjandi maður í aftursæti hafi 43 sentimetra af breidd þess til umráða.
Í flugvélum er þessi breidd yfirleitt um 45 sentimetrar og þar er talað um "pitch" á milli sætaraða, og þykir 31 tommu "pitch" ágætt rými, en það eru 78 sentimetrar.
Þetta þýðir að í því rými flugvélar þar sem sætaraðirnar eru, nægir að hver maður hafi 0,35 fermetra til umráða, sem þýðir að á einum fermetra geti 2,8 menn setið og haft það nógu gott til að ferðast í einum áfanga í allt að sex klukkustundir.
Þessar nefndu staðreyndir um sitjandi fók má allar finna í gögnum um flugvélar og bíla og er aldeilis kostulegt þegar menn fara út í mikla útreikninga á dæmi, sem byggist á einhverjum algerlega fráleitum ágiskunum um aðra hlið staðreyndanna sem þarf í útreikninginn, en með slíku fimbulfambi er hægt að fá út fáránlegar niðurstöður og alvarlegar ásakanir.
Ef raðað væri í sæti á Austurvelli fyrir fólk á sama hátt og í flugvélum, þrír menn í hverri sætaröð og gangur á milli, er dæmið auðvelt.
Innanmál skrokksins á Boeingþotum Icelandair er 3,53 metrar en það nægir fyrir 2x3 sæti með gangi á milli, og fólkið í þessari sætaröð þarf brúttó flatarmál, (auði gangurinn meðtalinn) sem er 3,53 x 0,78 = cirka 2,7 fermetrar eða 0,45 fermetrar á mann.
Á 5000 fermetra svæði eins og Austurvelli gætu því hæglega setið með sömu þægindum og aðgengi og í farþegaþotum 11 þúsund manns, fjórum sinnum fleiri í sætum en bloggað er um að sé hámark hjá standandi fólki.
Af því sést að auðvitað gætu enn fleiri staðið þar, eða allt að 20 þúsund manns ef þétt væri staðið, en þó án þess að nokkur maður snerti annan.
Athugasemdir
Ómar Það hefur lengi vafist fyrir mönnum hversu margir englar gætu staðið á nálaroddi.Þú værir nú vís til að reikna það í snatri og enda allar deilur um það.
geirmagnsson (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 08:21
Ómar, þú skilur eftir helstu forsendur þess sem sett er fram. Í fyrsta lagi voru viðraðar efasemdir og beðið um leiðréttingu. Í öðru æagi var skiptingunni dreift yfir allan völlinn út í ystu kima. Alla 6000 fermetrana sem þar er að finna.
Í þriðja lagi er kannski megin ástæða skrifanna, en það eru misvísandi mannfjölda tölur sem segja mér að ég geti ekki twkið mark á neinni. Í sumum tilvikum er um að ræða mun upp á 400%. Hér varieraði þetta frá 4000 í 6000 í 9000 og síðast í 10.000. Voru menn svona lengi að telja? Er nokkur möguleiki á því að fá traustverða opinbera tölu? Jafnvel ætlast til þess frá lögreglunni.
Hér tyggur þú aftur mögulegar þéttleikatölur upp á það hve margir komist á fermetra. Geturðu tekið fyrir þennan viðburð, fyrst þú varst þarna nú? Veist þú hvað þeir voru margir í þessum klösum sem spönnuðu 1/5 af svæðinu? Stóðu þeir allir tá í hæl?
Nú er það þitt að gera rannsókn á þessu. Spjallaðu við lögregluna og faðu gögnin. Spjallaðu við fjölmiðlana og þá sem rokkuðu með tölur um fimm þúsundir eftir hvernig lá á þeim.
Ég spyr enn: Hvað voru margir á austurvelli á laugardaginn? Veist þú það með vissu? Hvaða tala er rétt?
Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2014 kl. 08:26
Niðurstaða þín er sú að Austurvöllur taki 11.000 manns í sæti. Þ.e. Ef flugvélasætum væri raðað á allan völlinn. Leit þetta þannig út?
Þú gagrýndir menn fyrir rökvillur hérna um daginn. Þær voru í þeim flokki sem kallast red herring. Hér ert þú líkast til sekur um nokkrar í þeim flokki. Non sequitur allavega og jafnvel þá villu að færa markið. Hötta að ræða það sem um er fjallað og fara að tala um theoretical crowd density og flugvélar.
Haltu Ig á Austurvellii og þá helst við þennan viðbúrð. Aflaðu gagna um hann og finndu rétta tölu. Sýndu fram á noðurstöðuna með gögnum og rökum og þa er ég sattur.
Það er hin visindalega nálgun.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2014 kl. 08:35
Liklega hefur ykkur annars tekist að fa að halda umsókninni áfram í pækli, svo það verður aldrei kosið um það hvort þessi vegferð er að vilja þjoðarinnar yfirleytt. Þið hafið fengið fólk til að trúa sögunni um pakkann.
Þið takið kannski að ykkur að dreifa bæklingnum "Understanding Enlargement" og hvetjið folk til að lesa bls. 9 vel og vandlega.
http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf
Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2014 kl. 09:00
Allt að tíu þúsund manns á Austurvelli þegar aðild Íslands að NATO var samþykkt á Alþingi
Þorsteinn Briem, 3.3.2014 kl. 09:25
Þorsteinn Briem, 3.3.2014 kl. 09:29
23.11.2010:
"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.
Eignarhlutur Kínverjanna er um 44%, beint og óbeint.
Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."
Ef einhverjar útgerðir í Evrópusambandsríkjunum ættu að fá ókeypis aflakvóta hér á Íslandsmiðum yrðu þau að fá hluta af aflakvóta sem er í eigu íslenskra útgerða.
Eignarrétturinn er hins vegar friðhelgur, bæði hér á Íslandi og í Evrópusambandsríkjunum.
Útgerðir og aðrir í Evrópusambandsríkjunum geta hins vegar nú þegar keypt hluti í útgerðarfyrirtækjum hér á Íslandi, rétt eins og Samherji hefur keypt hluti í útgerðarfyrirtækjum í Evrópusambandsríkjum.
"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."
"Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."
"Valio Ltd is a company owned by 18 Finnish dairy co-operatives whose procurement share of Finnish raw milk is around 86%.
Valio Group comprises 9 dairy co-operatives with around 9,000 milk producers, while the total number of milk producers in Finland is a little over 10,000."
[Valio Group greiddi hverjum mjólkurframleiðanda að meðaltali um 16 milljónir íslenskra króna árið 2010, miðað við 1. janúar 2010, og fyrirtækið er með um 90% finnskra mjólkurframleiðenda.]
"In 2010, Valio paid 40.9 euro cents per litre of raw milk [73,42 íslenskar krónur, miðað við 1. janúar 2010], which is 0.5 cents higher than in 2009."
[En hér á Íslandi var "afurðastöðvarverð mjólkur 1. nóv. 2008 - 31. jan. 2011: 71,13 kr./l."]
Finnland fékk aðild að Evrópusambandinu árið 1995:
"Fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%."
Þorsteinn Briem, 3.3.2014 kl. 09:34
Ef þessar tölur stemma þá kæmust auðveldlega 50.000 manns á Þingvelli þegar þar að kemur.
Því eins og allir vita, fæddist þjóðin á sumarsólstöðum 930, en þann dag var fyrsta Alþingi (Allsherjarþing héraðsþinga) sett, og ævinlega síðan fram undir 1400.
Því miður hefur fólk meiri áhuga á spuna stjórnmálamanna og fjölmiðlaslefs en að endurreisa beint lýðræði, eða þá að hún hefur misst trúna á sjálfa sig.
Jæja, ekki allir hafa misst trúna, því Íslenzka þjóðveldisfélagið endurvakti þessa hefð sumarið 2013 og vill halda því áfram í ár og héðan í frá. Við erum svo skrýtin að vilja endurvekja það sem skapaði þjóðina.
Guðjón E. Hreinberg, 3.3.2014 kl. 12:20
"Lýðræði er vítt hugtak yfir þær stjórnmálastefnur sem byggja á þátttöku almennings í ákvörðunum sem hann varðar.
Grunnútgangspunkturinn er því að valdið í tilteknu samfélagi manna eigi sér frumuppsprettu hjá fólkinu."
"Almenningur lét ekki til sína taka fyrr en franska byltingin var gerð.
Í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna er vísað til sameiginlegs "réttar fólksins" sem ekki hafði áður spurst til."
"Hér á Íslandi fengu konur fyrst kosningarétt árið 1915 en í Sviss þurftu þær að bíða til ársins 1975."
Þorsteinn Briem, 3.3.2014 kl. 12:46
3.3.2014 (í dag):
"Þegar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ákvað að vísa hinni umdeildu Icesave-löggjöf til þjóðarinnar í febrúar 2011 færði hann rök fyrir ákvörðun sinni með þeirri staðreynd að rúmlega fjörutíu þúsund kjósendur hafi formlega óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og kannanir hafi sýnt að meirihluti þjóðarinnar hafi viljað kjósa um málið.
Nú hafa rúmlega fjörutíu og fjögur þúsund manns skrifað undir áskorun þess efnis að Alþingi setji ákvörðun um að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu og skoðanakannanir sýna að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill fá að tjá vilja sinn í slíkri kosningu."
Fjörutíu þúsund undirskriftir nægðu í Icesave-málinu
Þorsteinn Briem, 3.3.2014 kl. 13:20
5 ferfet á einstakling er þétt, en ekki óbærilegt. 2.5 ferfet er sardína.
Þetta er tæpur 1/2 fermeter á mann og svo 1/4 (Það er svona eins og í London Underground á pallinum við boarding í jólaösinni,- fór einu sinni um borð án þess að snerta gólfið.)
Jón Logi (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 15:06
Þetta er bara einfaldlega rétt hjá Ómari. Það segir kanski meira en mörg orð hverslu lélegir menn eru í reikningi margir og að flestir þeirra eru á móti ESB :) Hvað komast marigir á tónleika í Laugardalshöll ??? Ég hef verið þar á þrennum tónleikum, Led Zeppelin, Deep Purple og Clash. Það var áður en húsinu var breytt. :) Sá salur kemst fyrir margfalt á Austurvelli.
Til að reikna út fjölda á svona samkomu, eins og lögreglan gerir eru mögulegar 2 aðferðir. Önnur er hreinlega að telja eftir ljósmyndum, hin er að gera "úrtök" eftir ljósmyndum, telja á þeim, og reikna svo út. Með seinni aðferðinni getur skeikað þetta 2-300 manns, ekki meira.
Svo er þriðja aðferðin að reikna út, miðað við sirka þéttleika, á mismunandi svæðum á Austurvelli. Líkleg frávik + / - 4-500 manns.
Fabúleringar um að þarna hafi verið 2.700 manns eru dæmi hugarfar þeirra fattlausu, eins og einhver kallar þetta ágæta fólk. Auðvitað er hægt að vita þettað. Þó það nú væri.
Guðmundur R. Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 16:23
Rúmlega þriðjungur af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljarðar evra, [54 þúsund milljarðar íslenskra króna á núvirði] fóru til byggðamála á tímabilinu 2007-2013:
Byggðaþróunarsjóður.
Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.
Samstöðusjóður.
Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.
Aðlögunarsjóður.
Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.
Félagsmálasjóður.
Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.
Landbúnaðarsjóður.
Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.
Styrkir til sjávarbyggða.
Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:
• Aðlögun flotans.
• Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.
• Veiðistjórnun og öryggismál.
• Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.
Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 3.3.2014 kl. 17:13
Hvernig væri að fólk "raði sér upp á rönd" hér og mótmæli...KRÖFTUGLEGA.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/03/03/nybygging_skyggir_a_sjonlinuna/
Anna Grétarsdóttir, 3.3.2014 kl. 21:05
Og hver borgar í sjóðinn? Kemur kannski að himnum ofan.....
Jón Logi (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 08:32
Um 86% af tekjum Evrópusambandsins fara sem styrkir til aðildarríkjanna, þar af um 46% til landbúnaðar, um 34% til uppbyggingarverkefna og um 6% til rannsóknar- og þróunarverkefna.
Þorsteinn Briem, 4.3.2014 kl. 10:23
Og tekjulind styrkjanna er peníngur frá aðildarríkjunum mínus umsýslukostnaður sem tekst ekki að meika það í ársskýrslu.....
Jón Logi (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.