Twitter-hrunið segir allt sem segja þarf.

Það segir allt sem segja þarf um fyrirbærið "selfie" eða sjálfsmynd tekna með farsíma af eigandanum sjálfum af sjálfum sér í hópi frægs fólks eða á flottum stað að samskiptasíðan Twitter hafi hrunið um tíma vegna einnar sjálfsmyndar.

Þykir fyrirbærið heldur ómerkilegt og mikil hneykslun í gangi hjá mörgum.

Og í annað skipti á skömmum tíma verður allt vitlaust út af svona myndatöku, - fyrra skiptið var þegar forsætisráðherra Dana tók sjálfsmynd af sér með Obama og Cameron.

Þeir, sem "leggja Twitter-samskiptavefinn á hliðina" segja þó allt sem segja þarf um það, að kastað er úr glerhúsi þegar býsnast er yfir sjálfsmyndatökum sem hámark hégómleikans.

Nógu margir virðast forvitnir um fyrirbærið til þess að taka þátt í því sjálfir á óbeinan hátt.

Hver vill ekki eiga mynd af sér með foreldrum sínum, fjölskyldu, vinum eða þekktu fólki, - á hátíðarstundum eða merkisstöðum?

Slíkar myndir eru hluti af því að fólk rækti góðar minningar.

Ég fæ ekki séð að það skipti öllu máli hver tekur slíka mynd þegar almenn tækni gerir það mögulegt, þótt mörgum sýnist það greinilega vera aðalatriðið hver er myndatökumaðurinn.  

 


mbl.is Myndin sem gerði allt vitlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Hef aldrei skilið þetta Ómar.

Maður tók mynd af sjálfum sér á gömlu instmatic myndavélina, og hló svo 6 vikum seinna þegar það kom úr framköllun frá Danmörk.

Það var 1965. Það er eins og hver kynslóð þurfi að finna jólið upp á nýtt.

En, ef fólk skemmtir sér yfir þessu þá er það fínt.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 14:39

3 identicon

Ég efast raunar um að Ómar Ragnarson hefði viðhaft þau vinnubrögð sem nú tíðkast á RUV.

 http://www.ruv.is/frett/setur-skilyrdi-fyrir-vidtali?sid=76815

 Hvað er því til fyrirstöðu að ráðherran fái allt viðtalið í hendur eða að það sé sent beint? Er það ekki í anda upplýsingar? Þarf viðtalið að vera klippt og skorið a la óðinshanana Híðar&Hólm? Þetta fésbókarslef lyktar illa og og gefur orðrómi um hlutdrægni fréttastofu RÚV  rækilega undir fótinn!

Þjóðólfur (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 15:30

4 identicon

Hvað eru menn að æsa sig útaf viðtali eða ekki viðtali við Gunnar Braga.

Maðurinn er eins "uninteresting" og hugsast getur.

Að gera einfeldning eins og Gunnar Braga að utanríkisráðherra er glórulaust með öllu. Það mætti alveg eins leggja embættið niður.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 16:12

5 identicon

Haukur"... voru það ekki óðinshanarnir á RUV sem byrjuðu tístið? Þú gefur sem sagt lítið fyrir þá fugla!

 Ps: Góð myndlíking....óðinshanar;)

Hrúturinn (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 17:08

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fréttamenn ráða sjálfir hvernig þeir birta fréttir og viðtöl og taka það yfirleitt ekki í mál að viðmælendur þeirra lesi yfir viðtölin áður en þau eru birt.

Þannig var það þegar ég var blaðamaður á Morgunblaðinu og þannig er það auðvitað enn.

Viðmælendur fjölmiðla eiga að sjálfsögðu ekki að skrifa viðtöl við sjálfa sig eða fréttir sem á þeim eru byggðar en geta fengið birtar greinar sem þeir hafa sjálfir skrifað og athugasemdir ef þeir telja að rangt hafi verið eftir þeim haft í viðtali eða frétt.

Þorsteinn Briem, 3.3.2014 kl. 17:33

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

6.12.2013:

"Fréttastofa RÚV nýtur mest trausts samkvæmt nýrri könnun MMR. Af þeim fréttamiðlum sem kannaðir voru báru svarendur mest traust til fréttamiðla RÚV.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 76,5% bera mikið traust til Fréttastofu RÚV og 71,1% sagðist bera mikið traust til ruv.is."

"Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 50,2% bera mikið traust til mbl.is.

Traust til mbl.is hefur dregist nokkuð saman frá því í desember 2008 þegar 64% aðspurðra sögðust bera mikið traust til mbl.is."

RÚV nýtur mests trausts

Þorsteinn Briem, 3.3.2014 kl. 17:42

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

6.12.2013:

Bera lítið traust til Fréttastofu RÚV: 7,2%,

bera lítið traust til Ruv.is: 7,4%,

bera lítið traust til Mbl.is: 20,7%,

bera lítið traust til Morgunblaðsins: 26,1%.

RÚV nýtur mests trausts

Þorsteinn Briem, 3.3.2014 kl. 17:44

9 identicon

Það traust var að fara til andskotans!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 18:41

10 identicon

Kanntu ekki að skammast þín brimsorfni steingervingurinn þinn að vera að flagga tölum frá síðasta ári! Væntanlega ertu að grínast....

NKL (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 18:46

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að Andskotinn væri í Framsóknarflokknum.

Þorsteinn Briem, 3.3.2014 kl. 18:47

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag keypti ég ís í ísbúð hér í vesturbæ Reykjavíkur og hann kostaði 350 krónur, stór í brauði og með lúxusdýfu.

Og hefur kostað það árum saman, enda verðbólgan fundin upp annars staðar í veröldinni.

Á Selfossi
, gæti ég best trúað, eins og flest sem er vont í þessum heimi, enda er þar sendiráð og erindreki Andskotans.

Þorsteinn Briem, 3.3.2014 kl. 18:56

13 identicon

 sambandi við útgáfu manntalsins, vann Hagstofa Íslands tölfræðilegar upplýsingar um mannfjölda á Íslandi.

  • Mannfjöldi: 50.358
    • Karlar: 22.867
    • Konur: 27.491
  • Sunnlendingafjórðungur: 15.564
  • Vestfirðingafjórðungur: 17.831
  • Norðlendingafjórðungur: 11.777
  • Austfirðingafjórðungur: 5.186

Ég mun leka fleiri viðkvæmum upplýsingum úr marnntalinu 1703 áður en árið er liðið....

Þjóðólfur (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 18:56

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

RÚV ósátt við klippingu utanríkisráðherra Mörlendinga, næstbesta vinar Pútíns og Kínverja:

Þorsteinn Briem, 3.3.2014 kl. 19:42

15 identicon

Þetta er búið. "Fun is over".

Gunnir Bragi, Hanna Birna og Vigdís Vitlausa eiga ekkert, sko ekkert erindi í pólitík á Íslandi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 19:49

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og samt segir Páll Vilhjálmsson að rannsókn hafi leitt þveröfugt í ljós.

Ómar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband