Enn er von um skynsamlega lausn.

Með nýju hverfi við Hlíðarenda verður varabraut Reykjavíkurfluvallar að vísu lokað. Hún er hins vegar það lítið notuð, en samt á afar mikilvægum dögum, að verði látið staðar numið nú, er áfram möguleiki á að nota hana eða örlítið skekkta braut við lendingar til suðvesturs þannig að hún endi nokkurn veginn þar sem oliustöð hefur verið við enda hennar, enda þyrfti þá að rífa .

Miðað við að völlurinn hefur verið þarna í rúm 70 ár er furðulegur sá asi sem er á mönnum við að raska stórlega við umhverfi hans í stað þess að bíða eftir því að nefnd undir forsæti Rögnu Árnadóttur ljúki starfi sínu.  

Ef brautin yrði endurbætt, þá þyrfti að lengja hana til suðvesturs um minnsta kosti 300 metra vegna þeirrar hindrunar, sem fyrirhuguð húsabyggð við norðausturenda hennar mun skapa.

Ennfremur er enn opinn möguleiki til að gera nýja norður-suðurbraut sem myndi lagfæra þann annmarka flugvallarins að hornið á milli núverandi norður-suðurbrautar og austur-vesturbrautarinnar er of stórt í suðvesturátt og þess vegna hefur verið þörf á litlu varabrautinni.

Frumskilyrði við að breyta flugvellinum í betra horf og gera hann öruggari og stuðla að minni hávaða af honum, en jafnframt að losa byggingarland ef það yrði lokalausnin, er að lengja austur-vesturbrautina til vesturs og gera hana að aðalflugbraut vallarins.

Það þarf að halda vökunni í þessu máli, því að fyrirætlanirnar um að gera nýtt hverfi þar sem suðvesturendi núverandi varabrautar er, mun eyðileggja alla möguleika á því að nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur hafi nauðsynlega valmöguleika í hendi og verða brot á því samkomulagi sem fólst í skipun hennar.

Þess vegna er full ástæða til að halda vöku í flugvallarmálinu.


mbl.is Borgin hafi reynst úlfur í sauðargæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki ber Sjálfstæðismaðurinn Friðrik Pálsson mikla virðingu fyrir eignarréttinum og stjórnarskránni frekar en fjölmargir aðrir í Sjálfstæðisflokknum, til að mynda Davíð Oddsson.

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins
, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.

Ríkið hefur hins vegar ekki greitt Reykjavíkurborg leigu fyrir þetta land.

Og ef ríkið vildi taka þetta land eignarnámi þyrfti það að greiða Reykjavíkurborg tugmilljarða króna í eignarnámsbætur.

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.

Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65


Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.

Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007-2018


Þar að auki er engin ástæða fyrir Reykjavíkurborg að búa til landfyllingu í Skerjafirði undir íbúðabyggð, þar sem borgin á nú meirihluta Vatnsmýrarsvæðisins ásamt einkaaðilum.

Þorsteinn Briem, 7.3.2014 kl. 10:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykjavíkurborg ræður því einnig hvort fyrirferðarmikil aðflugsljós á stálbitum fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar yrðu reist á útivistarsvæði Reykvíkinga vestan Suðurgötu.

Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.

Þar að auki er svæðið sunnan norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:

Þorsteinn Briem, 7.3.2014 kl. 10:19

3 identicon

Djöfull er ég ánægður með þig núna Steini minn.....burt með þennan adsk. flugvöll.

Flugvöllurinn er Reykjavíkur böl

hann má mín vegna fara

þó það lengi aðeins för

landslýður þarf þá bara að spara.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 7.3.2014 kl. 11:04

4 identicon

Tuhh, - flugvöllurinn er skemmtilegur staður, og væri hægt að gera hann enn skemmtilegri sem FLUGVÖLL.

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.3.2014 kl. 15:36

5 identicon

Mér finnst flott að hafa flugvöll í miðborg Reykjavíkur, "cool"!

Án hans yrði höfuðborgin bara eitt lítið þorp. Leiðinlegt og hallærislegt 101 hverfi. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.3.2014 kl. 16:10

6 identicon

En að leggja alvöru austur/vestur braut í staðin fyrir suð-austur/norð-vestur brautina sem nú er kölluð austur/vestur?

ls.

ls (IP-tala skráð) 7.3.2014 kl. 16:32

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er venja í Reykjavík að tala um austur-vestur um stefnuna, sem umrædd braut og helstu götur í sömu stefnu liggja, hefur og er í mesta lagi hægt að segja að brautin og þessar götur liggi í austsuðaustur-vestnorðvestur, en slíkt myndi enginn segja.

Ómar Ragnarsson, 7.3.2014 kl. 16:38

8 identicon

En hefurðu skoðun á lagningu slíkrar brautar burtséð frá málvenjum?

ls.

ls (IP-tala skráð) 7.3.2014 kl. 16:47

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Allt frá árinu 1956 þegar Agnar Koefoed-Hansen reifaði í Morgunblaðsviðtali nauðsyn lengingar austur-vesturbrautarinnar hef ég talið það forsendu fyrir öllum uppstillingum þessa flugvallar. Rökin eru mörg:

1. Langalgengasta vindáttin og jafnfram oftast sú hvassasta stendur eftir brautinni.

2. Aðflug og fráflug fyrir vestan brautina er yfir sjó og í hina áttina yfir auð svæði í Fossvogi. Það eru ekki margir sambærilegir flugvellir erlendis með slíkan kost.

3. Ef austur-vesturbrautin er gerð sýnu lengsta braut vallarins mun notkun annarra brauta hrapa niður í það að verða eingöngu þegar vindátt krefst þess. Notkun norður-suðurbrautar myndi minnka um allt að 70% vegna þess að flugstjórar velja helst lengstu braut vallar ef mögulegt er.

4. T-braut, ný norður-suðurbraut, möguleiki sem ég hef bent á, myndi nýtast í miklu hvassviðri af norðri og suðri en ekki verða notuð nema við slík skilyrði og þá eru ferlar flugvélar afar brattir. Slík braut ásamt ríflega langri austur-vesturbraut (2000 metrar) myndi leggja að mestu af flug yfir Kvosina og leggja af allt flug yfir Kársnesið.

Ómar Ragnarsson, 7.3.2014 kl. 22:16

10 identicon

Ertu þá að tala um að halda núverandi stefnu eða 'rétta hana af'?

ls (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 01:16

11 identicon

þ.e.a.s. myndi þá ný norður/suðurbraut vera í núverandi stefnu eða þvert á núverandi austur/vesturbraut?

ls (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 01:20

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef austur-vestur braut flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu yrð lengd til vesturs þyrfti brautin að liggja yfir núverandi Suðurgötu og útivistarsvæði Reykvíkinga vestan flugvallarins, þar sem nú eru meðal annars knattspyrnuvellir.

Og stúdentagarðar verða byggðir við austurenda brautarinnar.

Suðurgatan yrði að liggja undir brautina og göng fyrir gangandi, hjólandi og akandi fólk yrðu undir bæði austur-vestur brautinni og nýrri norður-suður braut, sem lægi einnig út í sjó og þá á milli núverandi austur-vestur brautar og núverandi norður-suður brautar.

Og ný og þétt íbúðabyggð, sem fljúga þyrfti yfir, meðal annars á Hlíðarendasvæðinu, yrði skammt norðan nýju norður-suður brautarinnar og hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.

Þorsteinn Briem, 8.3.2014 kl. 01:25

13 identicon

Væri ekki bara best að leggja niður háskólann? Þá þarf enga stúdentagarða, og þeir sem ætla að læra geta farið í aðra háskóla, jafnvel með flugi. Nú eða í flugskóla, - það vantar flugmenn um allt, en offramboð er af lögfræðingum, guðfræðingum og allslags fræðingum...

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband