Endalaust álitamál og deilu- og ófriðarefni.

Það virðist engu máli skipta hver öldin er, deiluefni eins og þau sem núna eru uppi á Krímskaga, hafa ævinlega verið tilefni deilna, ófriðar og manndrápa og líklega hefur ekkert af þeim ríkjum sem vilja hafa afskipti að Krímdeilunni verið laust við slíkt.

Í Bandaríkjunum var háð stríð sem kostaði hundruð þúsunda mannslífa fyrir tveimur öldum þegar Suðurríkin sögðu sig úr lögum við Bandaríkin og stofnuðu eigið ríkjabandalag.

Það er því hefð fyrir því í ríki Baracks Obama að láta vopn tala til að koma í veg fyrir "stjórnarskrárbrot" varðandi það að hluti ríkisins slíti sig frá heildinni.

Í Kanada hafa aðskilnaðarsinnar í hinum frönskumælandi hluta landsins í Quebeck talað fyrir daufum eyrum ráðamanna þjóðarinnar varðandi aukið eða algert sjálfstæði þess hluta landsins.

Ekki þarf að fjölyrða um ótal deilur og styrjaldir í flestum löndum Evrópu í gegnum aldirnar, nú síðast á Balkanskaga á níunda áratug, þar sem deiluefnin voru mörg orðin 6-700 ára gömul.

Ófriðarástand ríkti á Norður-Írlandi frá 1968 og fram yfir 1980 og í Baskalandi og Katalóníu eru sterkar hreyfingar sem berjast fyrir sjálfstæði.

Í nágrenni okkar Íslendinga er öflug hreyfing í Skotlandi sem gerir spurninguna um sjálfstæði Skota raunhæfa.

Það var að sumu leyti mótsögn fólgin í tillögum Wilsons Bandaríkaforseta í lok Fyrri heimsstyrjaldarinnar um sjálfsákvörðunar rétt þjóða og þjóðarbrota í ljósi þess að alríkisstjórnin í Bandaríkjunum hafði barið niður aðskilnaðarstafnu Suðurríkjanna hálfri öld fyrr.

Ekki er víst að við Íslendingar hefðum fengið fullveldi 1918 nema vegna þess að Danir vildu þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrrum dönskum héruðum í Slésvik og Holstein um það hvað fólkið þar vildi og urðu að sýna það í verki gagnvart Íslendingum að þeir væru ekki í mótsögn við sjálfan sig.

Meirihluti íbúa í Norður-Slésvík kaus að sameinast Danmörku á ný, en í Suður-Slésvík kaus meirihlutinn að vera áfram hluti af Þýskalandi, þótt Danir hefðu ráðið yfir þeim fyrir stríðið við Þjóðverja 1864.  

Það gerir Krímdeiluna erfiðari að Rússar "gáfu" Úkraínu skagann fyrir hálfri öld eftir langvarandi yfirráð sín yfir honum og sjá áreiðanlega mjög eftir því nú. En í ljósi þessa er auðveldara að skilja kröfu hins rússneskumælandi meirihluta Krímverja um að fá að sameinast Rússlandi á ný og verða hluti af rússneska sambandsríkinu.

Sú krafa er ekki ólík þeirri kröfu Úkraínumanna við fall Sovétríkjanna að skilja sig út úr Sovétsambandinu og fá að verða sjálfstætt ríki.   


mbl.is Skýrt brot á stjórnarskrá landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 6.3.2014 kl. 21:08

2 identicon

var ekki skírt brot á stjórnaskrá þegar vopnaður múgur var að kasta molotov kokteilum, skjóta á og drepa óvopnaða Berkut-lögreglumenn og fremja valdarán í lýðræðisríki? hvar voru bandaríkin og obama þá?

af hverju fá ráðamenn evrópu og bna að komast upp með svona hræsni og lygar? er almenningur virkilega það heiladaufur og blindur að hann sér ekki í gegnum þetta?

VAT (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 21:38

3 identicon

þetta eru nú meiri skíta liðið þessir heimsku bandaríkjamenn ! þeir eiga ekki einusinni að hafa skoðunar rétt á ástandinu þarna. evrópusambandið er líka að skíta upp á bak .  eina ástæðan fyrir þessu brjálaðslega miklu yfirgángi bandaríkjana, nato og eu , er öruglega að þau sáu eithvern hag í þessum skaga og að ukrania færi í samstarf við eu.   og með þessa samkynhneigðu lög þá eru rússar engin glimmer þjóð. og við getum ekki neit upp á þau sátt við samkynhneigð á einni nóttu.  

ragnar (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 22:04

4 identicon

Krímskagi tengist Úkraínu landfræðilega, þar sem tengingin við Rússland liggur í raun í gegn um Úkraínu.
Aðal borgin, Sevastopol er ef ég man rétt hálf-sjálfstætt apparat, og höfuð-bækistöð rússneska (og fyrrum sovéska) flotans. Þetta er umsamið milli ríkja.
Sá partur skagans (sem allur er er svona 1/4 Íslands að stærð) er og hefur alltaf verið gífurlega herfræðilega mikilvægur. Má minna á Krímstríðið á 19. öld, og svo heiftarleg átök Rússa og Þjóðverja í seinna stríði.
Það er því eðlilegt að Rússar séu svolítið hvumpnir yfir róstrinu, en þó ekki, því þeir eru herveldi langt umfram Úkraínu.
En þarna eru samt gömul særindi úr sögunni, - Úkraína átti áður í stríði við Rússa um tíma byltingarinnar, og á sama tíma og Pólverjar að hluta. Svona 1919 eða svo. Það er ekki gróið yfir þetta frekar en hjá mörgum gömlum sovétum....

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 22:31

5 identicon

Úkraína, hefur frá því á miðöldum... verið undir Rússum.  Þetta ætti hvaða kjaftur sem er að vita ... allt frá endalokum Kænugarðs.  Þeir bókstaflega myrtu að stórum hluta, forvera þeirra á þessum hluta álfunar.  Það fólks sem nú telur sig "Úkraínu" búa, er aðeins brotaskurn frá þessum tíma.  Stærsti hópur fólks þar, eru af öðrum hluta komnir og stórum hluta Rússar, hvort sem manni líkar það betur eða verr.

Og hvað varðar Dani og 1918, þá hafði sjálfsstjórn Íslands álika mikil áhrif um fullveldi Íslands, og Færeyja eða Grænlands.  Ísland væri í dag, áfram í eigu Dana, ef ekki hefði til komið að Bandaríkjumenn þyrftu þarna herstöð og aðlægi eftir stríðið.  Fullveldi Íslands, var pólitískt mál fyrir aðrar þjóðir en Íslendinga og Íslendingar áttu þar í raun, afar lítið í pokahornið að leggja.  Eða, hvað sögðu ekki gárungarnir á sínum tíma ... voru þið þarna á fróni ekki allir á laxveiðum þegar tjallin óð í land, og reykjavík færðist úr stað vegna lúsafaraldurs frá Bretlandi.  Það að telja að Íslendingar hafi eitthvað lagt til málana, er eins og kvæðinu til forna ... "hreikja sér á háum steini".

Það sama á við Krímskaga ... á þessum skaga er aðal herbækistöð rússa.  Ekki Úkraínu.  Þarna eru kjarnavopn, kjarnabúnir kafbátar og skip.  Eitthvað sem Pútin er í miklum mun að láta ekki falla í hendurnar á Nató.

Rússar munu því verða þarna, hvað sem Rassapúti í Danmörku baular.  Án þess að vita þetta, en ég tel afar ólíklegt að Pútin sé svo vitlaus að fara útí landvinninga yfir Krímskaga.  Þeir ganga þarna um, á skítugum skónum yfir ákveðin tíma ... og Evrópa hrópar og skakar hnefum.  Á meðan rússar hreinsa burtu allt það sem finnst á krímskaga, og er "viðkvæmt mál".  Síðan láta þeir í minni pokan, og láta sig fara á braut ... með einhverjum klækjum og brögðum, og fortölum um að hafa eitthvert lið til að verja rússneska borgara.  Rassamussi öfugi í Danmörku kemur fram í danska sjónvarpinu, og sýnir nýja mynd af dönskum hermönnum myrða fólk á för í afghanistan, ásamt asnanum þeirra, með nýjustu drónatæknini og allir í Evrópu hrósa og hrópa "Heil Obama, Heil Obama" ... yfir þessum rosalega stórsigri yfir Rússneska villidýrinu ... sjálfum Kommúnistunum.

Þetta er það sem gerist, og við skulum vona að stríðsæsingamennirnir á báðum hliðum takist ekki að skapa eitthvert lægi þar sem verði stærri árekstrar, en bara orðaleikir í æsifréttadálkunum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 23:10

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslendingar hafa verið íslenskir ríkisborgarar frá 1. desember 1918 og Ísland ekki í danska ríkinu frá þeim tíma.

Færeyjar og Grænland eru hins vegar í danska ríkinu og Færeyingar og Grænlendingar eru danskir ríkisborgarar.

Og 1. júlí 1941 gerði Ísland samning við Bandaríkin um varnir landsins.

"The attack on Pearl Harbor by the Empire of Japan on Sunday, December 7, 1941 brought the United States into World War II."

Þorsteinn Briem, 6.3.2014 kl. 23:31

7 identicon

Allt rétt hjá Steina.En Bjarne, - Úkraína var ríki um árþúsundir og undir rússum einhver hundruð ára. Þetta er auðugt land og fallegt. Kornkista mikil. Og svo hangir þarna við Krímskagi, sem er herfræðilega mikilvægur rússum.
Mig grunar, og ég vona, að rússar séu aðallega að halda utan um sit þarna á meðan ósköpin ganga yfir.
Sé þar eitthvað meira í gangi, t.a.m. að búa til afsökun fyrir innlimun eða hernámi, þá getur fjandinn verið laus. Vonum ekki.

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 23:49

8 identicon

Krím skagi, en er Ógrímskagi á Álftanesi?

Hr mabel (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband