10.3.2014 | 01:20
Afsprengi sovétkerfisins rísa gegn því.
Á tímum Sovétríkjanna sálugu framleiddi ríkiskerfið afreksfólk í íþróttum á skipulegan hátt. Leitað var að hæfileikum meðal barna og þau "prógrammeruð" til þess að verða afreksfólk, sem varpaði ljóma á Sovétríkin um allan heim í áróðurstríðinu, sem þá geysaði um þjóðfélagsskipan.
Hér á Íslandi eru tveir tónlistarsnillingar, sem teknir voru sem börn í Eistlandi og alin skipulega upp til að verða undrabörn.
Þeir fengu óbeit á þessu og una sér vel í frelsinu í Þingeyjarsýslu sem leiðbeinendur og tónlistarmenn.
Rússneska fimleikakonan Olga Korbut og hin rúmenska Nadia Comanechi lýstu því vel um síðir hvernig þær voru meðhöndlaðar eins og í þrælabúðum til að verða að alheimsstjörnum.
En þessi framleiðsla á stórstjörnum hefur í sumum tilfellum reynst vera tvíbent og snúist í höndum valdamanna.
Þannig flýði píanósnillingurinn Vladimir Askenazy til Vesturlanda og kom Ísland þar við sögu.
Hann, Garry Kasparov skáksnillingur og Vitaly Klitschko fyrrum yfirburðamaður og heimsmeistri í þungavigt í hnefaleikum, eru dæmi um afburðamenn sem hafa snúist gegn spilltum valdhöfum í fyrrum Sovétlýðveldum.
Hefur slíkt stundum verið orðað á þann hátt að segja að skepnan hafi risið gegn skapara sínum.
Þessir menn hafa komið valdhöfunum eystra í bobba, því að á sama hátt og allt hugsanlegt var gert fyrir þá til að gera þá að yfirburðaíþróttafólki, er erfitt að fara að snúa þessu alveg við.
Það er fallegt hjá Kasparov að sýna Bobby Fisher heiður, því að slíkt var ekki sjálfgefið. Á síðari árum var það margt miður fallegt sem Fisher hélt fram og sagði, en hitt verður þó ekki af honum tekið, að þegar hann stóð á hátindi getu sinnar, var hann hugsanlega öflugasti skákmaður allra tíma eða að minnsta kosti jafnoki Kasparovs þegar hann stóð á sínum hátindi.
Og á þessum blómatíma sínum bauð Fisher hinu mikla veldi Sovétríkjanna á sviði skákarinnar byrginn, nánast einn síns liðs.
Kasparov er því að heiðra fyrirrennara sinn í því að hræðast ekki hið mikla vald, heldur skora það á hólm.
Ég hef dáðst að framgöngu Vitalys Klitschko í Ukraínu, einkum vegna þess, að hann er ekki aðeins óhræddur við að ganga á hólm við spillt vald, heldur ekki síður óhræddur við að standa gegn ofstopamönnum í röðum stjórnarandstæðinga.
Hann og bróðir hans Wladimir, tveir langbestu þungavigtarboxarar heims síðustu tíu ára, hafa vakið aðdáun fyrir vitsmuni og menntun og bæði andlegt og líkamlegt atgerfi.
Þessir menn taka áhættu, sem þeir hefðu ósköp vel getað leitt hjá sér að taka með því að hvíla sig á lárviðarsveigum afreka sinna í staðinn.
Þeir vita hins vegar af því hve dýrmætu hlutverki þeir geta gegnt umfram marga aðra, því að jafnvel spilltir og valdamiklir menn hika við að ráðast að þeim vegna þess ljóma sem um þá leikur.
Kasparov fór að leiði Fischers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
http://www.theguardian.com/commentisfree/2014/mar/06/us-greatest-threat-to-peace-asia-survey
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.3.2014 kl. 10:00
Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands
"65. gr. Hvern þann, sem tekinn er fastur, skal án undandráttar leiða fyrir dómara. Sé hann eigi jafnskjótt látinn laus, skal dómari, áður sólarhringur sé liðinn, leggja rökstuddan úrskurð á, hvort hann skuli settur í varðhald. ..."
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands í upprunalegri mynd
"131. gr. Ef dómari eða annar opinber starfsmaður, sem á að halda uppi refsivaldi ríkisins, beitir ólöglegri aðferð til þess að koma manni til játningar eða sagna, framkvæmir ólöglega handtöku, fangelsan eða leit eða leggur að ólögum hald á skjöl eða aðra muni, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 árum.
132. gr. Ef opinber starfsmaður, sem í 130. gr. eða 131. gr. getur, gætir ekki af ásetningi eða stórfelldu gáleysi lögmætra aðferða við meðferð máls eða úrlausn, handtöku, hald, leit, fangelsan eða framkvæmd refsingar, eða við beitingu annarra áþekkra úrræða, þá skal hann sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári, nema brot hans varði þyngri refsingu að lögum."
"134. gr. Misnoti opinber starfsmaður stöðu sína til þess að neyða mann til að gera eitthvað, þola eitthvað eða láta eitthvað ógert, þá skal hann sæta fangelsi allt að 3 árum."
Almenn hegningarlög nr. 19/1940
Þorsteinn Briem, 12.3.2014 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.