Brýnt fyrir fjölmiðla að kafa ítarlega ofan í makrílmálið.

Heilmikið hefur skýrst í dag varðandi makrílsamninga ESG, Norðmanna og Færeyinga og makríldeiluna yfirleitt. Þó er mörgum spurningum ósvarað og mönnum ber ekki saman.

Annars vegar er fullyrt að Norðmenn, ESB og Færeyingar hafi bolað Íslendingum burtu frá samningaborðinu en hins vegar fullyrt að Íslendingar hafi sjálfir rokið burt frá Edinborg í fússi fyrir viku og hefðu betur verið þar áfram, þótt illa horfði um líkur á samningum, sem Íslendingar gætu sætt sig við.

Er hugsanlegt að hvort tveggja sé samt rétt, að í raun hafi hinir samningsaðilarnir verið svo frekir og ósveigjanlegir, einkum Norðmenn, að sjálfhætt hafi verið fyrir okkur ?

Þótt íslenskir sjávarútvegsráðherrar hafi oft á tíðum um áratuga skeið farið fram úr veiðiráðgjöf Hafró, hefur það þó verið rauður þráður að vera sem næst henni, enda erfitt að rökstyðja það, einkum út á við, að við séum ábyrg þjóð varðandi sjálfbæra nýtingu fiskistofna, ef ráðgjöfin, hversu umdeilanleg sem hún kann að virðast, er hunsuð, enda ekki hægt að benda á aðra ráðgjöf, sem frekar ætti að styðjast við.

Á hinn bóginn er nauðsynlegt að fylgjast vel með öllum hræringum á því sviði og í fyrirspurnum Íslendinga til hinna aðilanna þriggja, einkum Norðmanna, þarf að heimta útskýringar og rök fyrir því að svo gróflega verði farið fram yfir veiðiráðgjöfina sem samningurinn ber vitni um.

Var það vegna þess að ný gögn, viðhorf eða álit hafi komið fram, en á bloggsíðu Kristins Péturssonar eru nefndar tilgátur varðandi það, sem ég bendi mönnum og fjölmiðlum á að skoða og bera síðan saman við þau svör, sem þarf að fá frá Norðmönnum, ESB og Færeyingum varðandi ástæðuna fyrir makrílveiðistefnu þeirra.

Þetta mál er svo stórt að stjórnmálamenn, samingamenn, sérfræðingar og þó einkum fjölmiðlar verða að hreinsa það upp og útskýra eins og kostur er.


mbl.is Ísland láti Norðmenn heyra það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er td. til fyrirmyndar. DV ræðir við sjávarútvegsráðherra færeyja. Ljóst er að samningurinn er alveg í línu við það sem Sigurður Ingi segist hafa viljað semja um. Ennfremur sem íslandi býðst alvg að gerast aðili að samkomulaginu. Þetta lítur þannig út - sem einmitt Ísland vilji ekki semja.

,,Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, hafnar því að makrílsamkomulag ESB, Noregs og Færeyja sé óábyrgt. „Ég tel þetta vera ábyrgt. Ég tel það þar sem ICES [Alþjóðahafrannsóknarráðið] vissi ekki hversu stór makrílstofninn væri,“ segir hann í samtali við DV og bætir við að aðeins fyrsta ár samningsins af fimm verði farið umfram ráðleggingar ráðsins. „Á næsta ári munum við fylgja ráðleggingum ICES."

http://www.dv.is/frettir/2014/3/13/eg-tel-thetta-vera-abyrgt/

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.3.2014 kl. 00:35

2 identicon

Mér sýnist að ítarleg skoðun sýni

að óskir Norðmann hafi verið uppfylltar til hins ýtrasta

Grímur (IP-tala skráð) 14.3.2014 kl. 08:24

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Getur verið að yfirlýst stefna Framsóknarflokksins gagnvart Evrópusambandinu hafi aukið tortryggni gagnvart íslenskum stjórnvöldum? Þeir hafa ekki sýnt neinn áhuga fyrir samningum, vilja einu ráða í einu og öllu nema: að semja við einræðisríkið Kína um viðskipti!

Guðjón Sigþór Jensson, 14.3.2014 kl. 12:56

4 identicon

Það er nú margt fleira til en Kína. ESB gremst kannski að við getum samið um allt án þess að þeir ráði því? En hitt er annað, að þeir ráða ekki úthlutun innan okkar landhelgi ef út í það er farið, - sýna það hins vegar mjög vel hverju þeir vilja ráða.
Það er því ekkert annað í stöðunni en að....fiska á fullu.

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.3.2014 kl. 15:27

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Makríll er einn af mörgum flökkustofnum í fiskveiðilögsögu þessara ríkja og að sjálfsögðu geta þau einnig samið um veiðar úr makrílstofninum eins og öðrum flökkustofnum og eiga að gera samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum.

Þorsteinn Briem, 14.3.2014 kl. 15:45

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flökkustofnar fara á milli fiskveiðilögsagna, til að mynda úthafskarfi, makríll, kolmunni og norsk-íslensk síld.

Íslensk fiskiskip hafa veitt úr flökkustofnum í erlendri lögsögu samkvæmt samningum við önnur ríki.

Og margar þjóðir hafa veitt úr norsk-íslenska síldarstofninum í samræmi við samning Noregs, Rússlands, Færeyja, Evrópusambandsins og Íslands.

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Þorsteinn Briem, 14.3.2014 kl. 16:15

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

RÚV 14.3.2014 (í dag):

"Í samningi Evrópusambandsins, Færeyja og Noregs um makrílveiðar er ákveðið hlutfall af heildarkvóta skilið eftir fyrir önnur strandríki.

Ljóst virðist að Íslendingar gætu gengið inn í samkomulagið og fengið tæplega 150 þúsund tonna kvóta á þessu ári."

"Samningurinn er til fimm ára þar sem fara á eftir fiskveiðiráðgjöf í framtíðinni."

"Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að í samningi Evrópusambandsins, Færeyja og Noregs sé ákvæði um að á næstu árum eigi að veiða samkvæmt fiskveiðiráðgjöf og þá væri möguleiki að samþykkja hlutdeild Íslendinga."

Þorsteinn Briem, 14.3.2014 kl. 18:37

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

RÚV 14.3.2014 (í dag):

"Í samningi Evrópusambandsins, Færeyja og Noregs um makrílveiðar er ákveðið hlutfall af heildarkvóta skilið eftir fyrir önnur strandríki.

Ljóst virðist að Íslendingar gætu gengið inn í samkomulagið og fengið tæplega 150 þúsund tonna kvóta á þessu ári, 2014."

Íslensk skip veiddu tæplega 150 þúsund tonn af makríl árið 2012 - Hafrannsóknastofnun

Þorsteinn Briem, 15.3.2014 kl. 00:32

9 identicon

Nú, þá er bara að drífa í þessu og veiða 150.000 tonn. No Problemo :D

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.3.2014 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband