15.3.2014 | 17:48
Grundvallaratriði fyrir borð borin.
Eins og ég hef áður komið inn á, eru helstu þjóðgarðar og þar með náttúruvermæti Bandaríkjunum, "ríki frelsisins", í eigu ríkisins. Vandamál, lík þeim sem nú virðast í uppsiglingu um allt Ísland, hafa því ekki verið til lungann úr síðustu öld í Bandaríkjunum.
Í öllum þjóðgörðunum vestra kemur ferðafólk að myndarlegum og fallegum inngönguhliðum, borga þar fyrir aðgang og fá samstundis í hendur fallegan og ítarlegan, en fyrirferðarlítinn kynningarbækling með upplýsingum um þjóðgarðinn eða friðaða svæðið og náttúruverðmæti hans, og í bæklingnum eru líka nauðsynlegustu leiðbeiningar um það hverng best sé að njóta þess, sem borgað hefur verið fyrir.
Auðséð er að á öllum þessum umbúnaði að ferðamaðurinn fær strax að finna og sjá, hvað hann er að borga fyrir, fyrst með aðbúnaðinum og þjónustunni í innganginum og með bæklinginn í höndunum og síðan með öllum öðrum ráðstöfunum, afturkræfum göngustígum og fleiru, sem blasa við honum og hann notar á ferð sinni um svæðið.
Ekkert af þessu virðist vera á döfinni varðandi þá bylgju sem nú rís vítt og breitt um landið varðandi gjaldtöku. Menn virðast ætla að æða af stað með ekkert í höndunum. En grundvallaratriðið ætti að vera að áður en gjaldtaka byrjar sé sé búið að gera nógu mikið á svæðinu til þess að öðlast velvilja ferðafólksins.
Við Geysi hafa risið óbein þjónustumannvirki, svo sem hótel, safn og sjoppa, sem landeigendur hljóta að hafa fengið tekjur fyrir í gegnum árin. Það hlýtur að vera hægt að búa svo um hnúta, annað hvort á vegum þeirra sjálfra eða í samvinnu við ríkisvaldið, að hægt sé að uppfylla þau grundvallarskilyrði, sem nefnd eru hér að ofan, ef loka á Geysissvæðinu og hefja þar gjaldtöku.
Mörg náttúruverðmæti í öðrum löndum, líka í Bandaríkjunum, eru að vísu án gjaldtöku og girðinga, eftir því sem aðstæður kalla á.
Þannig er hægt að að skoða Laatefossinn og Væringjafossinn í Noregi án gjaldtöku, en hins vegar verður ferðafólk að borga fyrir salernis-, hreinlætisaðstöðu á þessum svæðum, ef hún er notuð, og við Væringjafoss er vinsælt hótel og veitingastaður, svipað því sem er við Geysi þar sem fólk borgar fyrir þá þjónustu sem er í boði.
Eitt vinsælasta ferðamannasvæðið í Bandaríkjunum, Minnismerkjadalurinn (Monumental valley) er án hliðs eða gjaldtöku, en á svæðinu er i boði ýmis þjónustuaðsstaða, sem þeir borga fyrir, sem þurfa á því að halda.
En alls staðar gildir einfalt lögmál viðskipta, að ef þú lætur peninga af höndum, færðu eitthvað í hendurnar í staðinn, eitthvað meira en bara það að þú fáir að rápa og glápa.
Heimilt að loka Geysissvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af 401 þjóðgarði í BNA er rukkað inn í 133 af þeim.
KIP (IP-tala skráð) 15.3.2014 kl. 19:06
Það getur verið svolítið ruglandi þegar Landeigendafélagið Geysir ehf (sem er einkahlutafélag án samnings við alla landeigendur) innheimtir aðgang að svæði sem það ræður ekki yfir og án stoðar í lögum fyrir gjaldtöku. Allavega ef maður er sýslumaður í héraði fyrirtækisins, nágranni og vinur eigenda þegar vondukallarnir úr höfuðstaðnum ætla sér eitthvað að fara að skipta sér af rekstrinum. Þá skiptir litlu að landið innan girðingar er séreign ríkisins.
Oddur zz (IP-tala skráð) 15.3.2014 kl. 20:02
Af einhverjum ástæðum er bergrisinn að rumska....
NKL (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.