"Túrbínutrixin" hlaðast upp.

Síðan árið 1970 hafa sífellt komið upp mismunandi afbrigði af "túrbínutrixi" sem þar var notað til að stilla mönnum upp við vegg gagnvart gerðum hlut, sem var sá að kaupa alltof stórar túrbínur í Laxárvirkjun og kenna öðrum um það að það vantaði rafmagn til að knýja þessar túrbínur.

Nýjustu "túrbínutrixin" eru þau, að enda þótt nýbúið sé að bæta við raforkukerfið heilli stórvirkjun, Búðarhálsvirkjun, við, þurfi enn fleiri virkjanir og risaháspennulínur um landið til þess að "bjarga" raforkunotendum.

Með því að keyra stóriðjuæðið áfram umfram getuna til að afhenda raforku, er mönnum stillt upp við vegg og heilu landshlutarnir teknir í gíslingu.

Maður hefði haldið að stækkun stærstu virkjunarinnar sunnan fjalla, Búrfellsvirkjun, væri efst á blaði.

Ó, nei, það eru auðvitað sóknaráformin inn í Þjórsárver, dráp þriggja stórfossa og gerð "mannvirkjabeltis" virkjana, vega og háspennulína norður Sprengisand, sem eru efst í forgangsröðuninni, af því að þannig virkar túrbínutrixið best og veldur mestum náttúruspjöllum þar sem mönnum er stillt upp gagnvart gerðum hlut.

 


mbl.is Virkja meira og bæta kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2014:

"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna.

Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."

Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin

Þorsteinn Briem, 15.3.2014 kl. 14:29

3 identicon

Það verður að stöðva þetta æði sjallabjálfanna.

Þeir eru komnir með virkjanir, háspennulínur, náttúruspjöll til "orkufreks" eiturspúandi ál- og silíkónvera á heilann.

Enginn af þeim mundi samt vilja vinna við svona framleiðslu, hræra í kerum við 1000 til 2000 gráður.

Enginn. Of flottir fyrir slíkt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.3.2014 kl. 14:32

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.9.2009:

Kostnaður við fyrstu fjóra áfanga Suðvesturlínu verður
um 27 milljarðar króna, miðað við verðlag í janúar 2009 [um 34 milljarðar króna á núvirði], en kostnaður vegna fimmta áfangans liggur ekki fyrir.

Álit Skipulagsstofnunar vegna Suðvesturlínu

Þorsteinn Briem, 15.3.2014 kl. 14:33

5 identicon

Suðvesturlínur eru þriðji áfangi í túrbínutrixinu á Reykjanesi.

Sá fyrsti var kaupa of margar túrbínur fyrir Reykjanesvirkjun, sem stendur ekki undir þeirri framleiðslu sem áætluð var. Er ekki ein túrbínan ennþá geymd í kössum og ekkert útlit fyrir að hún fari í notkun?

Annar áfangi var álverið í Helguvík. Milljarða framkvæmd sem farið var í án þess að orkuöflun væri tryggð. Þjóðinni stillt upp við vegg af kumpánunum sem stjórna Norðuráli og Reykjanesbæ.

Landsnet er svo að þröngva nítjándu aldar flutningstækni raforku upp á þjóðina, sem setja mun sterkan svip á fyrstu upplifun túrista af íslenskri náttúru meðfram Reykjanesbraut. Forsendur línunnar voru aldrei fyrir hendi þar sem þær byggðust á því að virkjað yrði upp í rjáfur á Reykjanesi. Enginn grunnur er fyrir því lengur, í fyrsta lagi vegna þess að orkan finnst ekki og í öðru lagi vegna þess að svo stórfelld eitrun fyrir íbúum höfuðborgarsvæðisins yrði aldrei samþykkt.

Gambri (IP-tala skráð) 15.3.2014 kl. 15:38

8 Smámynd: Sigurður Antonsson

Ríkisrekstur á virkjunum er ekki vísasti vegurinn til að efla meðvitund um orkuverð. Stjórnmálamenn vita þetta, en gölluð kosningalöggjöf bíður upp á "kosninga-túrbínutrix". "Bakkasmiðjan" eða milljarða meðgjöf ríkisins kom fyrrverandi formanni Vinstri grænna aftur á þing? Eitt kosningasvæðið gæti komið í veg fyrir slíkan leik með almannafé til að skapa atvinnubótavinnu.

Margt jákvætt hefur þó verið að ske hjá Landsvirkjun. Vindmyllurnar við Búrfell eru afkastameiri en á meginlandinu, allt að helmingi hagkvæmari ef rekstra og uppsetningakostnaður er hóflegur. Ef raforkuverð væri hærra myndu nýir möguleikar skapast á raforkuöflun með vindi. Gróðurhúsbændur gætu sett upp eigin vindmyllur án langra línulagna.

Eigum við ekki að leyfa rafstrengsmönnum að þróa hugmyndir sínar. Án stefnubreytinga og nýrra meðvitundunnar um verðmætin verðum við með óraunhæfa útsölu á rafmagni. Að það skulu aðeins fáeinir aðilar hafa þróað raforkuöflun með vindmyllum segir talsvert í vindasömu landi. Heimsmarkaðsverð á hráefnum og olíu fer lækkandi. Aðeins nýtt hugvit getur bætt stöðuna.

Sigurður Antonsson, 15.3.2014 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband