16.3.2014 | 18:37
Mistökin að velja versta kostinn á versta tíma.
Viðræður við ESB eru búnar að "malla" í rólegheitum meira en ár. Hjá nokkrum ríkjum í Evrópu, svo sem Sviss og Möltu, hefur slíkt "mallað" mismunandi lengi.
Forystumenn stjórnarflokkanna mátt vita af áratuga langri reynslu í íslenskri og erlendri pólítík, að ástandið í landsmálum getur haft veruleg áhrif á byggðakosningar.
Dæmin frá 1958, 1978 og 1994 hefðu átt að nægja.
Þeir ákváðu hins vegar að fara í hasar í stórmáli í aðdraganda byggðakosninganna nú í stað þess að lofa því máli að malla að minnsta kosti fram yfir kosningar.
Eftir kosningar gátu þeir síðan skoðað í rólegheitum möguleika til þess að hafa tilbúna áætlun um viðræður við ESB, þar sem ópólitískum sérfræðingum yrði falið að leiða þær, líkt og gert var í Icesave samningunum.
Þegar slík áætlun var tilbúin, gátu þeir efnt kosningaloforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu og sömuleiðis staðið við það sem þeir sögðu fyrir kosningar, að enginn "ómöguleiki" þyrfti að koma í veg fyrir svona málsmeðferð.
Þeir misreiknuðu áhrifin af þessu frumhlaupi, vilja þjóðarinnar og það að þeir eru kosnir sem þjónar hennar, en ekki öfugt, og að kröfunni um möguleika á meira beint lýðræði veg ásmegin.
Það ætti enn að vera mögulegt að finna lausn á þessum máli, og hvað stjórnarflokkana snertir, hljóta áhrifin á byggðakosningarnar að vega þungt við að finna slíka lausn sem bjargar því sem bjargað verður.
Það hefur ekkert verið ákveðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þorsteinn Briem, 16.3.2014 kl. 18:56
"Michael Leigh, sérfræðingur í stækkunarmálum, sem áður vann hjá Evrópusambandinu í tengslum við umsókn Íslands:
"Ákveði íslensk stjórnvöld að hefja viðræður á ný, er ég viss um að aðildarríkin 27, sem verða brátt 28, með inngöngu Króatíu, verði reiðubúin að setjast aftur að samningaborðinu."
Á blaðamannafundinum á fimmtudag virtist stækkunarstjórinn [Stefan Füle] vera að svara orðum Ólafs Ragnars Grímssonar sem hann lét falla við setningu Alþingis um að Evrópusambandið virtist skorta vilja og getu til að ljúka aðildarviðræðum við Ísland á næstu árum.
Füle sagði afstöðu Evrópusambandsins vera að hag þess og Íslands væri best borgið með nánum tengslum:
"Okkur þykir aðildarferlið besti vettvangur þeirra tengsla og höfum bæði viljann og getuna til að fylgja því eftir."
Leigh tekur undir þetta og bendir á nauðsyn þess að ljúka viðræðunum og bera þær undir almenning:
"Og þegar þjóðin veit hvað kemur útúr aðildarviðræðunum getur hún tekið upplýsta ákvörðun um málið."
Þorsteinn Briem, 16.3.2014 kl. 19:05
"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."
"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.
Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."
"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."
"Gangur í viðræðunum hefur verið góður, 27 kaflar hafa verið opnaðir og 11 lokað og einungis er eftir að hefja viðræður um sex kafla."
Þorsteinn Briem, 16.3.2014 kl. 19:07
"Ég trúi því að það þjóni bæði hagsmunum Íslands og Evrópusambandsins að ljúka þessum samningaviðræðum,"segir Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, um aðildarviðræður Íslands að sambandinu.
"Við munum taka mið af ýmsum sérhagsmunum Íslands ... og vonandi felast næstu skref í því að við fáum tækifæri til að kynna endanlegan samning fyrir íslensku þjóðinni, þannig að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun."
Þorsteinn Briem, 16.3.2014 kl. 19:10
Steini Briem, þú ert einhverskonar "copy/paste" plága !
Anna Grétarsdóttir, 16.3.2014 kl. 19:53
Svartstökkum og náhirðum kemur engan veginn við hvað ég birti á annarra manna bloggsíðum og Ómar Ragnarsson hefur aldrei kvartað undan því að ég komi við þeirra kaun.
Þorsteinn Briem, 16.3.2014 kl. 20:06
Lítur þannig út, að þeir framsjallar hfi bókstafleg mikla unun og yndi af því að tuddast á sinni eigin þjóð.
Þeir voru td. svo uppteknir af tuddaskapnum í ESB málinu, að þeir gleymdu að gæta að hagsmunum þjóðarinnar í makrílmálinu.
Nú, það sýsta sem fréttist af þessari hörmungar- og tuddastjórn er að aðstoðarmaður fjármálaráðherra skrifar mikla grein ar sem hann ræðst að heilbrigðiskerfinu og þáttöku ríkis í því. Það verður sjálfsagt það næsta að framsjallar fara að tuddast á heilbrigðiskerfinu og rústa því gjörsamlega.
Það á bara að verðlauna þá sem kusu þessa heimsku yfir sig. Veita þeim heimskuverðlaun.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2014 kl. 20:17
Edit: Það síðasta sem fréttist" o.s.frv.
,,Ragnar Árnason, helsti ráðgjafi Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnagsráðherra á sviði opinberra fjármála, er mótfallinn því að hið opinbera tryggi almenningi aðgang að heilbrigðisþjónustu líkt og tíðkast á Norðurlöndunum."
http://www.dv.is/frettir/2014/3/16/telur-storskadlegt-ad-rikid-nidurgreidi-heilbrigdisthjonustu-fyrir-almenning/
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2014 kl. 20:20
Vandinn stafar af Þeim blekkingum og rangfærslum sem hafa verið viðhafðar í ESB umræðunni, sérstaklega af hálfu síðustu ríkisstjórnar. Þetta kíkja í pakkann rugl og reyna að fela að við þurfum að aðlaga okkur að ESB áður en gengið er inn. Fólk hefur kokgleypt þennan áróður, því miður. Til er ágæt skýrsla sem unnin var fyrir utanríkisráðuneytið og þinmenn vilja helst ekki ræða. Þar kemur þetta ágætlega fram. Hér kemur smá copy/paste að hætti Brímarans ;-)
http://www.utanrikisraduneyti.is/media/esb/Vidauki_I_lokaskjal.pdf
Úr skýrslunni:
"10.4.2 Sjávarútvegur
Þegar viðræðuhlé var gert hafði 13. kafli um sjávarútveg ekki verið opnaður. Meginástæðan fyrir því var sú að framkvæmdastjórnin hafði ekki gefið út rýniskýrslu vegna kaflans þrátt fyrir að rýnifundum hefði lokið í byrjun mars árið 2011. Var það jafnframt eini kaflinn sem var í þeim farvegi. Rýniskýrsla var forsenda fyrir því að viðræður um kaflann um sjávarútveg yrði opnaður. Hafði Íslandi því ekki verið boðið að leggja fram samningsafstöðu um sjávarútvegskafla til undirbúnings aðildarviðræðum. "
Viðræðurnar stöðvuðust semsagt vegna þess að ESB hætti þeim sjálft. Hvers vegna?
Áfram úr skýrslu: "Voru þar kynntir þeir fyrirvarar um sjávarútvegsmál sem fram koma í meirihlutaáliti utanríkismálanefndaren þeir snúa í meginatriðum að forræði yfir sjávarauðlindinni, forsvari við hagsmunagæslu við samningagerð í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi og að ekki sé veitt svigrúm fyrir erlendar útgerðir til að fjárfesta hér á landi þannig að nýting auðlindarinnar og afrakstur hennar færist í raun úr landi. "
Þetta var semsagt samningsafstaða Íslendinga og ESB ekki að skapi. Þjóðaratkvæði sem krefðist áframhaldandi viðræðna snérist þá um að gefa eftir í þessum atriðum, þ.e. að hleypa erlendum útgerðum í landhelgina.
Einnig kemur ljóslega fram í þessari skýrslu að um aðlögun var að ræða en ekki að kíkja í neinn pakka. Við áttum að "aðlaga" sjávarútveginn áður en við gengjum svo í ESB. Þetta höfðum við ekki gert og því stöðvuðust viðræðurnar af hálfu ESB sbr:
"Í áðurnefndum framvinduskýrslum framkvæmdastjórnarinnar sagði ennfremur að engar breytingar hefðu í meginatriðum átt sér stað í átt að stefnu sambandsins á sviði sjávarútvegs. Sjávarútvegsstefna Íslands væri almennt séð ekki í samræmi við réttarreglurnar á sviði stjórnunar. Engar meiri háttar breytingar hefðu átt sér stað á fiskveiðistjórnanarkerfi á Íslandi. Takmarkanir á staðfesturétti og þjónustustarfsemi og frjálsu flæði fjármagns væru enn til staðar. Ekkert hafi verið gert að því er varðar það að aflétta takmörkunum á fjárfestingu erlendra aðila í sjávarútvegi en þær séu ekki til samræmis við réttarreglurnar. "
ESB var semsagt pissfúlt yfir að við skyldum ekki byrja á að hleypa erlendum útgerðum inn í landhelgina ÁÐUR en við fengjum aðildina samþykkta. Semsagt AÐLÖGUN en ekki að kíkja í pakkann.
Sjá einnig þetta úr skýrslunni: "í grundvallaratriðum gengur aðildarferli ESB út á að undirbúa umsóknarríki fyrir aðild. Þar sem opnunarviðmið varða gerð tímasettrar aðgerðaáætlunar um hvernig og hvenær ríki aðlagast löggjöf og stefnu sambandsins hefði Íslandi með því í raun verið sett óaðgengilegt skilyrði í ferlinu. "
Nákvæmlega þessi mál vill stjórnarandstaðan ekki ræða heldur ástunda skítkast útúrsnúninga og málþóf, við hvað skyldu þeir nú vera svona hræddir?
Sannleikann í málinu?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 00:25
28.6.2011:
"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.
Rýnivinnan tók óvenjulega stuttan tíma, um átta mánuði.
Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.
Fram hefur komið að 21 kafla af 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland þegar leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.
Það er til vitnis um þá aðlögun Íslands að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.
Ísland er einfaldlega miklu lengra komið í aðlögun sinni að sambandinu en önnur ríki sem sótt hafa um aðild."
Þorsteinn Briem, 17.3.2014 kl. 00:37
23.11.2010:
"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.
Eignarhlutur Kínverjanna er um 44%, beint og óbeint.
Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."
Ef einhverjar útgerðir í Evrópusambandsríkjunum ættu að fá ókeypis aflakvóta hér á Íslandsmiðum yrðu þau að fá hluta af aflakvóta sem er í eigu íslenskra útgerða.
Eignarrétturinn er hins vegar friðhelgur, bæði hér á Íslandi og í Evrópusambandsríkjunum.
Útgerðir og aðrir í Evrópusambandsríkjunum geta hins vegar nú þegar keypt hluti í útgerðarfyrirtækjum hér á Íslandi, rétt eins og Samherji hefur keypt hluti í útgerðarfyrirtækjum í Evrópusambandsríkjum.
Þorsteinn Briem, 17.3.2014 kl. 00:41
@10 Er einmitt ágætt dæmi um þann blekkingarleik sem hefur verið í gangi m.a. af hálfu fréttablaðsins þar sem ritstjórinn talar um að rýnivinnann gangi óvananlega vel þegar sannleikurinn var sá að hún sigldi í strand hvað varðaði sjávarútveginn!
Svo er náttúrulega hinn möguleikinn að Ólafur Stefenssen hafi verið að skrifa af vanþekkingu, sem er eiginlega lítið betra!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 07:39
Skúrkar tveir með skamma sjón,
í Skagafirði búa,
heimskur annar, hinn er flón,
hér þeir allt mergsjúga.
Þorsteinn Briem, 22.3.2014 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.