Í fararbroddi fyrir frelsi og mannréttindum?

Á lokaárum átjándu aldarinnar voru Frakkland og Bandaríkin þau lönd, þar sem helst komu fram nútíma hugmyndir um frelsi, jafnrétti og bræðralag og mannréttindahugsjónin var fóstruð.

Eitt þekktast táknið um þetta er Frelsisstyttan, sem Frakkar gáfu Bandaríkjamönnum, heilsaði innflytjendum sem komu til New York lengst af og er heimsþekkt tákn sem skapað hefur þakklæti og virðingu fyrir þessum þjóðum, meðal annars hjá mér.  

Ég hef áður bloggað um þá hrapallegu mótsögn við hugsjónina um frelsi og mannréttindi, sem bandaríska réttarkerfið hefur fætt af sér. Einnig um metfjölda fangelsaðra og myrtra með skotvopnum, miðað við sambærilegar vestrænar þjóðir.  

Sumir hafa snuprað mig fyrir það og sagt mig illviljaðan í garð Bandaríkjamanna vegna þessarar gagnrýni og það að þessi gagnrýni skuli hafa verið endurtekin.

Þetta er afar billeg afgreiðsla á viðleitni minni til þess að leggja mitt á vogarskálarnar til að Bandaríkin rísi undir nafni sem forysturíki í mannréttindum, þjóð sem ól af sér Roosevelt og Martin Luther King.

Baráttan fyrir mannréttindum krefst sífelldrar vöku þeirra, sem vilja veg þeirra sem mestan, og það ekkert síður í okkar eigin heimshluta. Þeir sem benda á það sem hægt er að bæta vilja veg þess heimhluta sem mestan.

Í tveimur fréttum á mbl. is íer fjallað um skuggahliðar bandarísks réttarkerfis, annars vegar um viðbjóðslega aftökur sakamanna og hins vegar um 25 ára dvöl dauðadæmds en saklauss blökkumanns.

Í síðarnefndu fréttinni er fjögurra atriða getið:

1. Ekkert morðvopn fannst. 2. Engin vitni fundust. 3. Hinn ákærði neitaði ávallt sök. 4. Kviðdómurinn var eingöngu skipaður hvítum mönnum.

Bæta mætti einu atriði við: 5. Engin bitastæð ástæða meints morðingja fannst til morðsins.

Þótt 25 ár séu langur tími kom þó að því að menn þarna vestra tóku á sig rögg og viðurkenndu rangan dóm.

Þetta leiðir hugann að íslensku sakamáli þar sem tvö mannshvörf voru spyrt saman í eitt mál, fólk var dæmt í lengri fangelsisdvöl en dæmi eru um hér á landi, en ennþá hafa menn ekki tekið á sig rögg og viðurkennt að rangur dómur hafi verið kveðinn upp. Þar mætti nefna nokkur atriði:

1. Ekkert morðvopn fannst. 2. Engin vitni utan hinna ákærðu fundust. 3. Með ólöglegum aðferðum voru þingaðir fram síbreytilegar og mótsagnakenndar játningar og vitnisburðir ákærðu, sem síðar drógu það allt til baka. 4. Dómurinn var kveðinn upp undir fáheyrðum þrýstingi frá ráðamönnum og almenningi. 5. Engin ástæða til morðsins fannst.  

Bæta má við einu aðalatriði: 6. Ekkert lík fannst. Það var þó fyrir hendi í máli hins bandaríska blökkumanns.  

Hve mörg ár þurfa að líða í viðbót til þess að við Íslendingar gerum þetta mál upp á þann hátt að við getum talist vera í hópi þeirra þjóða, sem eru fararbroddi í baráttunni fyrir frelsi og mannréttindum?    


mbl.is Saklaus á dauðadeild í 25 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bjargföst trú mín að Guðmundar- og Geirfinnsmál framtíðarinnar verði flest í flokki kynferðisbrota. Undanfarin ár hefur dunið á okkur síbyljuáróður - sem sumir kalla merkilegt nokk þöggun - sem er byrjaður að hafa áhrif á hliðverði réttarríkisins og ógna réttaröryggi fólks. Innihaldsefnin blasa öll við okkur og það er löngu byrjað að hista kokteilinn.

E (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband