Getur hún leynst lengi án þess að hafa farist ?

Svo ótrúlegt sem það virðist kann svarið við þessu að vera: Já. Hvert sem flugstjórinn eða flugstjórarnir báðir, eða þeir tveir í samvinnu við einhverja af farþegunum standi að hvarfi malasísku vélarinnar virðist koma æ betur í ljós að mikla færni og fyrirfram skipulagningu hefur þurft til að gera það sem menn þykjast nú vita að hafi verið gert.

Í ellefu ára gamalli pælingu minni sem ég greini frá í næsta bloggpistli á undan þessum, gerði ég ráð fyrir að sá eða þeir, sem hefðu yfirráð yfir flugvélinni, sem sett var inn í það dæmi, væru búnir að búa svo um hnúta að þeir réðu því sjálfir, hvort og þá hvenæar þeir fyndust.

Þeir tækju að vísu áhættu en ættu samt möguleika á allt að viku langri fjarveru frá umheiminum. Áhættan fælist í því að eitthvað óvænt kæmi upp á eða að vélin fyndist þrátt fyrir allt frekar fljótlega.

  Dæmi mitt var sett upp í okkar heimshluta og því var ýmislegt frábrugðið malasíska dæminu, en grunnaðferðin var og er sú sama, að "hverfa."  Á jörðu niðri væru þrír samstarfsmenn sem hjálpuðu til.


mbl.is Leit hafin á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég sá nokkuð góða skýringu í viðtali við gamalreyndan flugstjóra á 777. Hann telur að eldur kunni að hafa kraumað vegna skammhlaups í tækjunum sem eru í súlunni á milli flugmannanna, en þar er einmitt staðsett stýringin fyrir bæði tækin sem fóru úr sambandi. Þegar flugmennirnr hafi orðið eldsins varir hafi þeir slegið inn stefnu til baka á tölvuna, en síðan örmagnast af reykeitrun. Flugvélin hafi síðan haldið sínu striki á nýju stefnunni meðan eldsneytið entist.

Þessi skýring er ekki vitlausari en hver önnur, en þessir flugmenn virðast ekki líklegir til að vera í tengslum við hryðjuverkamenn.

Vilhjálmur Eyþórsson, 18.3.2014 kl. 11:55

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er að það eru svo litlar upplýsingar að ýmislegt kemur til greina. Eg hef séð viðtal eða greiningu frá nokkrum flugmönnum sem vilja meina að ekki sé hægt að gefa sér að um flugrán sé að ræða.

Það sé vel mögulegt að bilun hafi komið til skyndilega og þá er líklegast eldur sem geri búnað óvirkann.

Það að vélin beygi snögglega vestur samkv. radargögnum frá hernum og fljúgi síðan beina línu - það telja þeir benda til að flugmaðurinn hafi verið að stefna að næsta mögulega lendingarvelli og það er böllur þarna m.a. í stefnunni sem vélin tekur.

Það að vélin hækki sig í 46.000 fet - þar vilja þeir meina að ekki sé hægt að byggja alfarið á hæðarstaðsetningu slíks radars en ef það væri rétt - þá gæti komið til álita að flugmaðurinn vildi fara eins hátt og mögulegt væri til að minnka súrefni og slæva eldinn.

Síðan gæti eldur eða reykur magnast og allir farist en vélin gæti fræðilega flogið áfram eftir það einhvern tíma.

Annars er málið er orðið hápólitískt í Malaysíu. Aðalflugamðurinn var tengdur stjórnarandstöðuflokknum og það nýjasta er að tengdasonur formanns stjórnarandstöðuflokksinns er skyldur aðalflugmanninum. Held að kosningar séu á næsta leiti í Malaysíu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.3.2014 kl. 12:12

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,og það er völlur þarna m.a. í stefnunni sem vélin tekur." o.s.frv.

Að öðru leiti er merkilegt hve menn eru ósammála um hve erfitt eða auðvelt væri að slökkva á öllum eftirlits- eða fjarskiptabúnaði. Samkv. sumum er það bara nánast 2-3 takkar í stjórnklefa en samkv. öðrum er heljarmikið mál að slökkva gjörsamlega á öllu og þyrfti eiginlega rafeindarsérfræðing - en það var einmitt einn slíkur um borð.

Jafnframt finnst mér ekki alveg ljóst hvort þetta ,,electronic ping" sem gerfihnöttur nemur sé tengdur við einhverskonar eftiritsbúnað að innbyggt sendiapparat í flugvélinni eða hvort þetta gerist sjálfkrafa einhvernvegin.

Það er eins og sumir vilja meina að ekki hafi algjörlega verið búið að slökkva á öllum rafeindabúnaði sem sendir upplýsingar.

Ennfremur, að fljúga svo stórri vel langtímum saman án þess að nokkur taki eftir - það er rosalega langsótt finnst mér. Jú jú, vissulega mögulegt. En sumir vilja meina að það sé þá mun auðveldara yfir hafi heldur en landi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.3.2014 kl. 12:19

4 identicon

Það sem mér finnst skrítið er að flugher Malasíu hafi ekki gert eitthvað strax.  Orustuþotur geta tekið á loft á þetta 2-3 mín.  En þeir þarna suður frá virðast þurfa 2-3 vikur í þetta.  Eins hversu lélegar radar upplýsingar eru.  En skýringin um eld getur vel passað, því flug hefur líklega verið lækkað ... Hugsanlega vegna súrefnisskorts í +30þ feta hæð, en ekki dugað til.  Menn verða sljóir mjög fljótt og missa svo meðvitund í flughæð þotna.  Ef flugmennirnir hafa svo verið með partý-partý í flugstjórnarklefanum... þá skýrir það ýmislegt.

Guðmundur R. Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 12:47

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta "electronic ping" er væntanlega svokallað handshake merki í ACARS kerfinu (Aircraft Communications Addressing and Reporting System)sem sent er milli kerfishluta á klukkustundar fresti ýmist frá jörðu niðri (um VHF) eða frá gervihnetti á sístöðubraut (geostationary, þegar vélin er utan drægni VHF).

Þetta ACARS handshake er örstutt merki sem inniheldur lítið af upplýsingum og er fyrst og fremst notað til að samstilla kerfishlutana, þ.e. í vélinni og ACARS kerfinu á jörðu niðri.

ACARS merkið inniheldur að öllum líkindum einhvæman kóða (eins konar serial númer en ekki kallmerki flugvélar), en inniheldur ekki staðsetningarmerki. Sem sagt, þetta er eins konar innra merki í ACARS kerfinu. Með því að meta styrk merkisins í gervihnettinum er ef til vill hægt að áætla staðsetningu mjög gróflega.

Ágúst H Bjarnason, 18.3.2014 kl. 12:59

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Læt alltaf aðra vita þegar eldur er laus á mínu heimili.

Þorsteinn Briem, 18.3.2014 kl. 15:01

7 identicon

Segjum tveir! Eldkenningin hefur líka einn annan veikleika, sem er að hafi vélin flogið áfram með liðið dautt uns hún varð t.d. eldsneytislaus, og það yfir landi, þá hefur hún búmsað í jörðina með tilheyrandi látum.
46.000 fet er svo í hærra lagi, - kemst vel hlaðin 777 svo hátt? Kannski létt hlaðin og létt á eldsneyti, og það við rétt loftslagsskilyrði, - ekki svo viss....

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 15:54

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Flugmenn sem hallast að eldskenningunni benda á, eins og Ómar hefur gert áður minnir mig, að atriði hjá flugmönnum nr. 1,2 og 3 ef neyðarástand kemur upp er - að fljúga vélinni og allt annað víki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.3.2014 kl. 16:07

9 identicon

það er amk alveg víst orðið að hún fór ekki í hafið. það væri búið að finna bensínflekk á sjónum fyrir löngu og vesti og annað væri flotið upp. Hún hefur hrapað ofan í e h gil. Ja nema að þetta sé eins og í Tinna. Flugrás 714 til Sydney ;o)

ólafur (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 23:27

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Meei. Það er ekki víst. Er svo gríðarlegt hafsvæði sem kemur til greina.

Það að vélin hafi flogið yfir lönd og jafnvel mörg eins og sumum dettur í hug og tekist að forðast allt eftirlit allan tíman - það er svo langsótt og þarfnast þá svo mikillar skipulagningar og heppni, að ólíklegt verður að teljast.

Þetta er í raun svo opið vegna þess hve litlar upplýsingar menn hafa og ótalkenningar eru í gangi em allar hafa eitthvað til að styðjast við - en jafnframt eitthvað sem dregur úr sennileika þeirra.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.3.2014 kl. 23:35

11 identicon

Á gríðarlegu hafsvæði er auðveldara að leynast í flugi vegna hnattlögunarinnar. Og því lægra, eftir því á stærra svæði.
Hvað ætli áætlað eldsneyti hefði dugað í langt flug þegar hún hvarf? Og klukkan hvað (GMT) voru síðustu samskipti?

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.3.2014 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband