Bíll sem vekur ólíkar tilfinningar í mismunandi löndum.

Frambyggðir Rússajeppar af gerðinni UAZ 452 vekja vægast sagt ólíkar tilfinningar í mismunandi löndum.  Rússabrauð

Bíll af þessari gerð boðar ást og frið í anda hippatímabilsins fyrir utan félagsheimilið Hvolsvelli.

Við Íslendingar eigum afar góðar minningar um þennan notadrjúga, einfalda og ódýra bíl, sem í heimalandinu fæst með innréttingu sem rúmar allt að ellefu manns í bíl, sem er aðeins 4,36 metra langur, eða álíka langur og fólksbílar í svonefndum Golf-stærðarflokki. Rússabrauð 1

Ég held mikið upp á einn slíkan, þennan gráa sem myndin er af hér fyrir neðan en hann geymi ég sem kandidat fyrir Naumhyggjubílasafn.

Eins og sést, eru glugggatjöld fyrir gluggum, hans,  því að hann er ódýrasti húsbíll landsins og dugði mér vel sem "hótel Norðausturland" við kvikmyndagerð í þeim landshluta á árunum 2008-2011.

Þessir bílar eru byggðir á sömu megingrind og undirvagni og hinir rómuðu Rússajeppar, GAZ 69, sem komu fyrst til Íslands 1956 og urðu geysivinsælir fyrir undramjúka blaðfjöðrun, þá langbestu í heiminum, skynsamlega hönnun og afar góða torfærueiginleika. GAZ´69´66

Einn þeirra geymi ég norður við Mývatn, enda voru þetta ódýrustu jepparnir á markaðnum hér frá 1956 fram undir 1970, þegar yfirbyggingunni var breytt en undirvagninn áfram sá sami og bíllinn hlaut heitið UAZ 469.

Hann er framleiddur enn í dag, en síðustu árin undir heitinu UAZ Hunter og er með nýrri yfirbyggingu.

Upp úr 1970 komu síðan frambyggðu UAZ 452 bílarnir til skjalanna og urðu mjög vinsælir sem skólabílar úti á landi og verktakabílar.

 Þeir eru enn framleiddir eins og jeppinn sjálfur og eru enn í dag einir af burðarásum rússneska hersins. uaz_469_a1273815021b3632295[1]

Þar af leiðandi eru þeir ekki alls staðar vel þokkaðir, heldur þvert á móti.

Því kynntist ég óvænt á þeim árum sem Pólverji einn á bílaverkstæðinu Knastási sá einna helst um viðhald á Fiat 126 örbílum mínum, sem bera heitið "Maluch" í Póllandi og gegndu svipuðu hlutverki þar í landi og Trabant í Austur-Þýskalandi.

Eitt sinn kom ég á "Rússabrauðinu" og átti von á því að Pólverjin yrði mjög hrifinn. En mér til mikillar undrunar gerbreyttist viðmótið hjá þessum ljúflingi og hann varð sár, móðgaður og reiður.

"Ég vil ekki sjá þetta helvíti hér!" hrópaði hann, "og í guðanna bænum láttu aldrei sjá þig aftur á honum hér!"

Ég hváði og spurði hvers vegna þessi bíll vekti svona hörð viðbrögð hjá honum.

"Skilurðu það ekki!" hrópaði hann. "Þessi andskotans bíll er tákn um kúgun Rússa í Póllandi á árum Kalda stríðsins. Þeir komu á svona bílum til að fremja ofbeldisverk sín! Þeir kalla fram mjög slæmar minningar! "

Skyndilega rann upp fyrir mér ljós og ég sá fyrir mér allar fréttamyndirnar frá aðgerðum Sovétmanna í Afganistan og fleiri löndum, þar sem frambyggði Rússajeppinn lék stórt hlutverk.

Rússajepparnir eru enn framleiddir nokkurn veginnn óbreyttir í Rússlandi að undanskilinni vélinni gormafjöðrun á framöxlinum.

Nú eru þeir sennilega að fá á sig svipaða mynd í augum Úkraínumanna og í augum fleiri nágrannaþjóða Rússa.  

 


mbl.is Ást og friður á Hvolsvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Oft með Pútín segir SÍS,
á Selfoss vildu skreppa,
áfram veginn Óli grís,
ók á Rússajeppa.

Þorsteinn Briem, 22.3.2014 kl. 01:21

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Gamli rússajeppinn er enn töff.

Helst hvet ég þig þó til dáða í rökréttri baráttunni fyrir Reykjavíkurflugvelli.

Og þessar 52.000 undirskriftir hans Steina virðast ætla að staðnæmast á kjörfylgi Samfylkingar, og það á góðum degi - Skrítið

Jónatan Karlsson, 22.3.2014 kl. 08:56

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.2.2012:

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur


"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."

Sjálfstæðisflokkurinn
hefur hins vegar engan áhuga á eignarréttinum.

Þorsteinn Briem, 22.3.2014 kl. 10:36

7 Smámynd: Sigurður Antonsson

Hvað með "Hrun jeppann" Landcrusier á blöðrudekkjum? Eða svartur BW með reyklituðu gleri.

Gjaldþrot SÍS og Miklagarðs er tákn um ákveðið tímabil sem vekur óhug. SÍS flutti inn Chervolet Celibirty, glæsivagn sem bilaði fljótt vegna rafkveikjuvandamála. Var sömuleiðis tákn síðustu mektardaga og gjaldþrots GM. Utanvega á hraðbrautum Ameríku mátti sjá þennan vagn yfirgefin á árunum í kringum 1990.

Rússneski jeppinn er enn ógnvænlegri því Í Rússlandi hafa ekki átt sér neinar breytingar. Landvinningar og takmarkað lýðræði í stað blíðu og frelsis.

Hvað um tákn fyrir hálendisvöktunina. Er það TEF Frúin ?

Sigurður Antonsson, 22.3.2014 kl. 10:40

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Range Rover 2007 - Bankster

Range Rover 2014 - Útgerðarmaður

Ford Taurus í USA - (nýr) bílaleigubíll (gamall) fyrsti bíll einhvers. Á íslandi: eitthvað til að forðast.

Chevy Caprice í USA: dópdíler.

BMW á Íslandi: dópdíler

Lincoln Town Car allstaðar á jörðinni: gamall maður.

Toyota Rav 4: gamalmenni sem hefur ekki efni á Town car.

Lexus: gamall maður sem hefur efni á 2 Town car.

Cadillac: Gamalmenni/dópdíler/mobster/rappari

Lincoln Continental: svartur maður

Landcruiser: "bolurinn"

15+ ára smábíll í nokkrum litum: bifvélavirki

Ásgrímur Hartmannsson, 22.3.2014 kl. 15:11

9 identicon

Lada 1600: Bændur sem höfðu ekki efni á Lada Sport í den.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.3.2014 kl. 17:25

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Volvo á áttunda áratugnum: Íhaldssamur og hægfara roskinn maður.

Ómar Ragnarsson, 22.3.2014 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband