Væri óhugsandi í Bandaríkjunum.

Það væri gersamlega óhugsandi í Bandaríkjunum að opinber stofnun, hvað þá einkafyrirtæki, fengi leyfi til að eyða fjármunum í að rannsaka virkjanakosti í helstu þjóðgörðum landsins.

Sá sem myndi minnast á virkjanir í Yellowstone myndi vera álitinn genginn af göflunum, svo almenn er viðurkenning Bandaríkjamanna á því að sá þjóðgarður með allri sinni óhemju jarðvarma- og vatnsorku væri "heilög vé" eins og einn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna í jarðvarmavirkjunum orðaði það.

Þó hefur nú komið í ljós að hinn eldvirki hluti Íslands er mun meira virði sem náttúruverðmæti en frægasti þjóðgarður Bandaríkjanna.  

Orkustofnun kastar sér á bak við ákveðna túlkun orðalags varðandi það að leita eftir sem ódýrustum útfærslum á virkjanakostum.

Þetta gengur ekki. Eyða þarf allri óvissu, til dæmis með lagabreytingum um það að hægt sé að halda til streitu fjárútlátum og áformum um virkjunum á borð við virkjanir Detttifoss, Gullfoss, Geysis, Kerlingarfjalla, Torfajökulsvæðisins og annarra svæða, sem eru í verndarflokki.


mbl.is Segja aðgerðir Orkustofnunar vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvar vilt þú þá staðsetja kjarnorkuverin sem komu í stað virkjana á verndarsvæðum USA? Einnig nota þeir olíu, gas og kol svo ekki þurfi að virkja á verndarsvæðum. Orkuþörfin minnkar ekki og þá er bara spurningin hvert við sækjum orkuna. Bílaflotinn á aðra orku kostar aðra Kárahnjúkavirkjun. Lýsislamparnir og kynding með búfé kemur ekki aftur.

Hallgrímur (IP-tala skráð) 22.3.2014 kl. 20:32

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sama sagan, hvar á að staðsetja kjarnorkuverin sem koma í stað virkjana....... staðinn fyrir hvern andskotann. Það er ekki þörf fyrir meir orku, nema við ætlum að hætta allri vinnu og bara bræða fyrir útlendinga. Ansi stuttur hugsunarháttur.

Eyjólfur Jónsson, 22.3.2014 kl. 20:38

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.

Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.

Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann
en áður hafði hún verið mest í Noregi.

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

Þorsteinn Briem, 22.3.2014 kl. 20:55

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framleiðsla vatnsorkuveranna í Noregi er 113 TWh/a, um 60% af þeirri vatnsorku sem þar væri hægt að virkja.

Og framleiðsla vatnsorkuveranna hefur lítið aukist frá árinu 1990, samkvæmt skýrslu sem Þorkell Helgason skrifaði fyrir forsætisráðuneytið um skattlagningu orkufyrirtækja í Noregi.

Þorsteinn Briem, 22.3.2014 kl. 20:56

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári og því er raforkukostnaður vegna rafbílsins Nissan LEAF þar um 22 þúsund krónur á ári, þar sem kostnaðurinn er um tvær krónur á kílómetra.

Meðalstórt heimili í Reykjavík notar hins vegar um fjögur þúsund kWst raforku fyrir um 70 þúsund krónur á ári.

Raforkukostnaður vegna rafbílsins er því minni en þriðjungur af þeim kostnaði.

16.8.2013:

Raforkukaup íslenskra heimila - ASÍ


Raforkunotkun íslenskra heimila - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 22.3.2014 kl. 21:00

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan LEAF 2014


Og mðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Þorsteinn Briem, 22.3.2014 kl. 21:07

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ör þróun hefur verið í framleiðslu rafhlaða síðastliðna áratugi.

Eigendur rafbíla nota sparnaðinn af því að þurfa ekki að kaupa bensín til að kaupa aðrar vörur og greiða af þeim virðisaukaskatt.

Og rafbílar eru aðallega í hleðslu á næturnar þegar önnur raforkunotkun heimila og fyrirtækja er yfirleitt í lágmarki, þannig að ekki þarf að reisa nýjar virkjanir fyrir allri raforkunotkun rafbíla á öllum íslenskum heimilum.

Sala á raforku til heimila gæti aukist um tvo þriðju með tveimur rafbílum á hverju heimili, þau greiða hæsta verðið fyrir raforku og Landsvirkjun er í eigu ríkisins.

Þorsteinn Briem, 22.3.2014 kl. 21:11

8 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Við gætum verið flottasta þjóð í heimi hvað umhverfisvernd snertir. Láta rafmagnið ganga í flest alla orkuþarfir hér á landi í staðinn fyrir að selja rafmagnið á undirverð til stóriðjufyrirtækjanna. Hvað er í gangi? Að eltast við stóriðjudraumar er eins og að ætlast að sjá risaeðlurnar risa aftur frá dauðanum.

Úrsúla Jünemann, 22.3.2014 kl. 21:52

9 identicon

#Og rafbílar eru aðallega í hleðslu á næturnar" Nei, flestir fara í samband þegar komið er heim. Rétt áður en farið er að elda kvöldmat, kveikja öll ljós og skella í þvottavélina. Stóraukið álag á háannatíma í raforkunotkun heimila kallar á eflt dreifikerfi. Ekki aðeins til borga heldur einnig innan hverfa.

Þegar rafbílum fjölgar mun ríkið ekki gefa eftir þá skatta sem það tekur nú með bensíninu. Þá þarf að leggja sérstakan skatt á rafbíla. Og þá þarf verð á rafbílum að lækka verulega og rafhlöður að endist líftíma bílsins til að fjárhagslegur ávinningur verði einhver fyrir almenning.

Við gætum verið flottasta þjóð í heimi hvað lífskjör snertir. En það verðum við ekki með því að horfa agndofa á miljarða renna ósnerta til sjávar. Við erum svo heppin að enginn sér hve þorskurinn er tignarlegur og syndir fagurlega meðan hálendisdrullan er ómetanleg og hvalirnir æðri mannskepnunni. Að eltast við stóriðjudrauma er að vilja mat og menntun fyrir börnin sín frekar en að horfa á foss.

Oddur zz (IP-tala skráð) 23.3.2014 kl. 01:59

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska ríkið fengi að sjálfsögðu ekki bensíngjald vegna rafbíla, um 64 krónur af hverjum bensínlítra árið 2012.

Einkabíll í Reykjavík sem ekinn er 11 þúsund kílómetra á ári og eyðir 8 bensínlítrum á hverja hundrað kílómetra eyðir um 880 lítrum á ári og ríkið hefði því orðið þar af um 56 þúsund króna bensíngjaldi árið 2012.

Á móti því tekjutapi kemur að ríkið fær meiri virðisaukaskatt af raforkukaupum íslenskra heimila vegna rafbílanna og heimilin greiða hæsta raforkuverðið.

Ef íslensk heimili eiga tvo rafbíla hvert myndu raforkukaup þeirra aukast um tvo þriðju og virðisaukaskattur meðalstórra heimila í Reykjavík vegna raforkukaupa hækka úr 14 þúsund krónum á ári í um 23 þúsund krónur.

Og þá er eftir að bæta við auknum raforkukaupum fyrirtækja og stofnana vegna rafbíla.

Dýrir
bensínflutningar um landið slíta götum og þjóðvegum.

Og með rafbílum minnkar mengun og hávaði frá götum og vegum og ekki þarf hér hljóðmanir og hljóðeinangrandi rúðugler í þúsundum húsa vegna þeirra.

Þar að auki minnka innkaup á bensíni vegna rafbíla og þar með sparast erlendur gjaldeyrir en innkaupsverð á bensíni var um 94,50 krónur fyrir hvern lítra í febrúar 2012.

Þorsteinn Briem, 23.3.2014 kl. 03:11

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engin ástæða til að ætla að heimilin vilji ekki hlaða rafbíla á nóttunni, þegar önnur raforkunotkun heimila og fyrirtækja er yfirleitt í lágmarki.

Og raforkunotkun fyrirtækja er yfirleitt minnst bæði á kvöldin og næturnar.

Þar að auki þarf einungis að hlaða rafbílinn Nissan LEAF á sex daga fresti, miðað við 30 kílómetra akstur á dag, 11 þúsund kílómetra á ári.

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

Öll önnur fyrirtæki og heimili
nota því um 23% af allri raforku sem framleidd er hér á Íslandi.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier).

Nissan LEAF 2014

Og miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Þorsteinn Briem, 23.3.2014 kl. 03:33

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.

Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.

Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél
sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Þorsteinn Briem, 23.3.2014 kl. 03:37

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012 og 72% þeirra fóru þá að Gullfossi að sumri til en 61% að vetri til.

Um 800 þúsund erlendir ferðamenn dvöldu hér á Íslandi í fyrra, 2013, og meira en hálf milljón þeirra fór að Gullfossi, miðað við að 63% þeirra hafi farið þangað á árinu.

Ef sami fjöldi erlendra ferðamanna hefði farið að fossinum Dynki í Þjórsá og hver þeirra greitt tíu þúsund krónur fyrir ferðina hefði heildarupphæðin verið rúmlega fimm milljarðar króna í fyrra, 2013.

Og um 150 milljarðar króna, andvirði Kárahnjúkavirkjunar á 30 árum.

Um 800 þúsund ferðamenn heimsóttu Kanaríeyjar í apríl í fyrra og líklegt er að mun fleiri erlendir ferðamenn dvelji hér á Íslandi á næstu árum en 800 þúsund á ári.

Árið 2007 var reiknað með að hingað kæmi og dveldi um ein milljón erlendra ferðamanna árið 2020 en nú er búist við að þeir verði um tvær milljónir eftir tíu ár, 2023.

Þorsteinn Briem, 23.3.2014 kl. 03:40

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.

Yellowstone National Park

Þorsteinn Briem, 23.3.2014 kl. 03:43

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferðaþjónusta varð stærsta útflutningsgreinin hér á Íslandi í fyrra, 2013.

Tekjur af erlendum ferðamönnum
voru þá 275 milljarðar króna, eða 26,8% af heildarverðmæti útflutnings vöru og þjónustu.

Útflutningur á vörum og þjónustu árið 2013 - Hagstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 23.3.2014 kl. 03:45

16 identicon

Það þarf nokkra starfsmenn í ferðaþjónustunni til að skila jafn miklum gjaldeyri og hver starfsmaður í stóriðju skilar. Fjöldi láglaunastarfa með litla framlegð er ekkert eftirsóknarvert. Neðsta skattþrepið fjármagnar ekki heilbrigðiskerfið.

Gjaldeyristekjur árið 2013 af vöru og þjónustu voru 1030 milljarðar og var ferðaþjónusta með 26,8%, sjávarafurðir 26,5%, ál og álafurðir 21%. Fleiri starfa við ferðaþjónustu en sjávarútveg og ál til samans. Á mannamáli kallast það að kasta krónunni fyrir aurinn.

Hábeinn (IP-tala skráð) 23.3.2014 kl. 14:16

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.

(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)

Félagssvæði VR
nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps,
Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.

Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum - Sjá bls. 23-25


Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.

12. 6.2008:

"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."

Þorsteinn Briem, 23.3.2014 kl. 14:56

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarlaun (heildargreiðslur) verkfræðinga hér á Íslandi eftir þriggja ára starf voru að meðaltali 420 þúsund krónur í september 2009, samkvæmt kjarakönnun Verkfræðingafélags Íslands.

Heildarlaun þeirra voru því lægri en heildarmánaðarlaun starfsfólks í VR í ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi í ársbyrjun 2009, sem voru þá 441 þúsund krónur, samkvæmt launakönnun VR.

Og heildarlaun nýútskrifaðra verkfræðinga voru 325 þúsund krónur í september 2009 og því lægri en
heildarmánaðarlaun starfsfólks í VR í stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum, sem voru 352 þúsund krónur í ársbyrjun 2009.

Verkfræðingafélag Íslands - Kjarakönnun í september 2009, bls. 14


Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 23.3.2014 kl. 14:58

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjöldi starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi var um 8.400 árið 2007 (fyrir sjö árum) og þar af voru 5.400 störf í einkennandi ferðaþjónustugreinum, til dæmis gisti‐ og veitingaþjónustu, farþegaflutningum og ferðaskrifstofum.

Um þrjú þúsund störf voru þá í tengdum greinum, til dæmis smásölu, afþreyingu, verslun, menningu, tómstundum og þjónustu tengdri farþegaflutningum.

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


Þar að auki er ferðaþjónusta í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Stóriðja er og verður hins vegar einungis á örfáum stöðum á landinu.


7.3.2012:


"Þrjú álver eru rekin á Íslandi og hjá þeim starfa um tvö þúsund manns en þegar bætt er við þeim sem tengjast álverunum teljast um 4.800 starfa í áliðnaði og tengdum greinum.

Þetta kemur fram í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir Samtök álframleiðenda."

Þorsteinn Briem, 23.3.2014 kl. 15:06

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til hér á Íslandi á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni
eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.


Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu en einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu og um 70% eru flutt úr landi.
"

Þorsteinn Briem, 23.3.2014 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband