Fjölmennustu "vesalingar" heimsins.

'Gunnar Hansen, leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur upp úr miðri síðustu öld, var framsýnn maður og stórhuga. Hann lét sig ekki muna um það að skrifa leikgerð að Vesalingunum eftir Victor Hugo og færa þetta stórvirki á svið í þessu litla leikhúsi.

Sýningin tók meira en þrjár klukkustundir og var óhemju flókin og erfið.

Gunnar ákvað að gera götustráknum Gavroche góð skil í leikritinu, og lét hann, þegar tjaldið var dregið frá eftir hlé, standa uppi á götuvígi og flytja þrumu hvatningarræðu til stúdentanna og uppreisnarmannanna sem unnu við að hlaða það.

Gunnar rökstuddi það ítarlega fyrir mér, aðeins tólf ára þá, hve þetta hlutverk væri mikilvægt, því að af vesalingum heimsins, þeim sem minna mega sín, væru götubörnin verst sett, og með stækkandi borgum myndi þeim fjölga mest.

Hann reyndist sannspár, því að á okkar tímum eru götubörnin í fátækrahverfum stórborganna að verða stærsti einstaki þjóðfélagshópurinn sem líður hungur og neyð.

Þetta ástand getur ekkert nema versnað á þessari öld sem ber því miður með sér öll merki komandi hnignunar, nema algert kraftaverk komi til.


mbl.is „Villibörn“ fundust í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband