Öfgar í veðurfarinu setja margt úr skorðum.

Hlýnandi lofthjúpur hefur valdið meiri öfgum í veðurfari en áður var að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar og þar af leiðandi meiri mótsögnum.

Ein mótsögnin er sú að þrátt fyrir þá meginlínu að íslensku jöklarnir séu að minnka, en afleiðing af því ætti að vera að þeir skili af sér meira leysingavatni en áður, hefur vatnsskortur hamlað rekstri Landsvirkjunar og viðskiptavina hennar.

Fyrsta áratug þessarar aldar var vatnsbúskapurinn góður og það kom til dæmis fyrir að vatn fór að renna á yfirfalli Kárahnjúkastíflu strax seinni partinn í ágúst.

En síðustu tvö ár hefur þetta breyst. Samt voru snjóalög mikil á vatnasvæði Hálslóns í fyrravor eins og meðfylgjandi myndir eiga að sýna og mikill snjór, sem leystist upp í júní.

Í ár eru það hins vegar vatnasvæði Tungnaár, Þjórsár og Blöndu sem hafa brugðist vegna dæmalausa staðviðra fyrstu mánuði ársins sem sífelldum austlægum áttum, þar sem eystri hluti og suðurhluti Vatnajökuls hafa tekið til sín mestalla úrkomu, sem borist hefur til landsins. 

Svo er að sjá að Hálslón hafi, þrátt fyrir slappa stöðu, bjargað því sem bjargað varð hinum megin á landinu.

Sú spurning vaknar hvort eitthvað hafi vantað útreikninga Landsvirkjunar og / eða upplýsingar um þá.   


mbl.is Tap Landsvirkjunar gæti orðið meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Hvað ætli verði um raforkuverin þegar jöklarnir og þar með jökulárnar verða ekki lengur staðar, það eru bara nokkrir áratugir í það, hvar eigum við þá að fá rafmagn?

Margrét Birna Auðunsdóttir, 25.3.2014 kl. 17:44

2 identicon

Þetta er einfaldlega rangt Ómar. Meintar öfgar í veðurfari eru þvert á móti minni núna en oft áður.

Einu öfgarnar í íslensku veðurfari núna, samfara kólnun, er meiri ófærð en áður, enda hefur ekki verið eins lengi ófært í mörg ár:

http://www.ruv.is/frett/ekki-verid-eins-lengi-ofaert-i-morg-ar

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.3.2014 kl. 17:50

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.1.2014:

"Árið [2013] var hlýtt og hiti var á bilinu 0,4 til 1,0 stigi yfir meðallagi á árunum 1961-1990.

Hlýjast að tiltölu var austanlands en kaldast suðvestanlands."

"Í Reykjavík var árið það 18. í óslitinni röð ára þar sem árshitinn hefur verið yfir meðallagi og það 15. á Akureyri."

Tíðarfar ársins 2013 - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 25.3.2014 kl. 19:03

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.2.2014:

"Meðalhiti í Reykjavík [í janúar 2014] var 2,4 stig, sem er 2,9 stigum yfir meðallagi áranna 1961-1990 og 1,4 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára (2004 til 2013)."

"Meðalhiti á Akureyri var 1,6 stig, sem er 3,8 stigum ofan meðallagsins 1961-1990 og 1,8 stigi ofan meðallags síðustu tíu ára."

Tíðarfar í janúar 2014 - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 25.3.2014 kl. 19:15

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.3.2014:

"Meðalhiti í Reykjavík [í febrúar 2014] var 1,7 stig, sem er 1,4 stigum ofan við meðaltalið 1961-1990 og 0,2 stigum ofan meðaltals síðustu tíu ára.

Á Akureyri
var meðalhiti -0,2 stig, sem er 1,3 stigum ofan við meðaltalið 1961-1990."

Tíðarfar í febrúar 2014 - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 25.3.2014 kl. 19:25

6 identicon

Árið 2013 er kaldasta árið á þessari öld Steini minn. Vinsamlegast ekki týna þér í óðahlýnunardramanu :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.3.2014 kl. 19:35

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í Reykjavík var árið [2013] það 18. í óslitinni röð ára þar sem árshitinn hefur verið yfir meðallagi [áranna 1961-1990] og það 15. á Akureyri."

Tíðarfar ársins 2013 - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 25.3.2014 kl. 19:40

8 identicon

Staðfesting á kólnandi veðurfari á Íslandi:

"Tekjutap Landsvirkjunar vegna skerðinga í vetur hleypur á hundruðum milljóna króna.

Vatnsbúskapurinn hefur verið með verra móti síðustu vikur og segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, að tapið geti aukist frekar. Þetta ár geti þó orðið viðunandi vatnsár fyrir Landsvirkjun. Forsendur geti breyst hratt, fari veður hlýnandi næstu vikur þannig að snjór bráðni.

Þórisvatn gæti tæmst í apríl og hefur það áhrif á sex virkjanir. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra orkuskort hamla uppbyggingu."

> http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/03/25/tap_landsvirkjunar_gaeti_ordid_meira/

Ómar bloggar um þessa staðreynd af miklum móð án þess að skilja ástæðuna:

"En síðustu tvö ár hefur þetta breyst. Samt voru snjóalög mikil á vatnasvæði Hálslóns í fyrravor eins og meðfylgjandi myndir eiga að sýna og mikill snjór, sem leystist upp í júní."

Kuldar á hálendinu síðustu tvö ár hafa valdið því að snjóbráð kemur mun seinna en á fyrstu árum þessarar aldar:

"Orkuskortur veldur vandræðum

(Fyrst birt: 08.05.2013 22:57, Síðast uppfært: 09.05.2013 21:24)

Lítið vatn er nú í Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar og er vatnshæðin komin undir 580 metra. Vatnsborðið er því 13 metrum lægra en í meðalári. Lélegur vatnsbúskapur bæði í Kárahnjúkavirkjun og Blöndu veldur því að Landsnet hefur þurft að skerða afhendingu til næstum allra kaupenda á skerðanlegri orku."

> http://www.ruv.is/frett/orkuskortur-veldur-vandraedum

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.3.2014 kl. 19:53

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í Reykjavík var árið [2013] það 18. í óslitinni röð ára þar sem árshitinn hefur verið yfir meðallagi [áranna 1961-1990] og það 15. á Akureyri."

Tíðarfar ársins 2013 - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 25.3.2014 kl. 20:06

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.2.2014:

"Meðalhiti í Reykjavík [í janúar 2014] var 2,4 stig, sem er 2,9 stigum yfir meðallagi áranna 1961-1990 og 1,4 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára (2004 til 2013)."

"Meðalhiti á Akureyri var 1,6 stig, sem er 3,8 stigum ofan meðallagsins 1961-1990 og 1,8 stigi ofan meðallags síðustu tíu ára."

Tíðarfar í janúar 2014 - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 25.3.2014 kl. 20:13

11 identicon

. . . [áranna 1961-1990] :D

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.3.2014 kl. 21:04

12 identicon

Núverandi ástand virkjunarmála á landsbyggðinni:

"Risaskafl við það að kremja smávirkjun

(Fyrst birt: 25.03.2014 15:15, Síðast uppfært: 25.03.2014 19:23)

Vaskir menn frá björgunarsveitinni Vopna í Vopnafirði aðstoðuðu bændur í Möðrudal á Fjöllum við að moka ofan af stöðvarhúsi lítillar vatnsaflsvirkjunar. Sex metra hár skafl hafði hlaðist á þakið og var ráðist til atlögu við skaflinn á sunnudag þegar spáð var þýðu.

„Við vorum níu karlar að moka bróðurpartinn af sunnudeginum en ef kemur austan stórhríð þá fyllir aftur í þetta,“ segir Vilhjálmur Vernharðsson bóndi í Möðrudal. „Það er mesta furða að húsið skuli ekki hafa verið farið. Það voru sex metar af snjó ofan á þakinu og ótrúleg að húsið hafi náð að bera það.“

> http://www.ruv.is/frett/risaskafl-vid-thad-ad-kremja-smavirkjun

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.3.2014 kl. 21:35

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.2.2014:

"Meðalhiti í Reykjavík [í janúar 2014] var 2,4 stig, sem er 2,9 stigum yfir meðallagi áranna 1961-1990 og 1,4 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára (2004 til 2013)."

"Meðalhiti á Akureyri var 1,6 stig, sem er 3,8 stigum ofan meðallagsins 1961-1990 og 1,8 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára."

Þorsteinn Briem, 25.3.2014 kl. 22:42

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.2.2014:

"Í [janúar 2014] var meðalhitinn í Stykkishólmi 1,0 stig, sem er 2,4 stigum ofan meðallags áranna 1961-1990.

Á Höfn í Hornafirði
var meðalhitinn 4,1 stig og -3,0 stig á Hveravöllum.

Meðalhiti hefur aldrei orðið svo hár á Höfn
– en mælingar þar hafa ekki verið samfelldar. Þetta er samt trúlega hlýjasti janúar í Hornafirði frá 1947 að telja.

Við Berufjörð
hefur hiti verið mældur samfellt frá árinu 1873, lengst af á Teigarhorni, og hefur janúar aðeins einu sinni orðið þar hlýrri en nú og það var 1947."

Tíðarfar í janúar 2014 - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 25.3.2014 kl. 22:55

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.3.2014:

"Úrkoma [í febrúar 2014] var langt undir meðallagi um landið vestanvert, norður fyrir Breiðafjörð."

"Í Reykjavík mældist úrkoman 13,6 mm og var einungis 19% af meðallaginu 1961-2000."

"Á Akureyri mældist úrkoman 101,3 mm, sem er meira en tvöföld meðalúrkoma þar á bæ og sú mesta í febrúar frá 1990.

Í Stykkishólmi
mældist úrkoman aðeins 1,9 mm, sem er 3% af meðalúrkomu.

Þar hófust úrkomumælingar haustið 1856, hafa staðið nær samfellt frá þeim tíma og aðeins einu sinni hefur úrkoma í febrúar verið minni en nú, árið 1977, og þá mældist hún 1,0 mm.

Úrkoma hefur verið mæld á Eyrarbakka að mestu leyti samfellt frá 1924 og á því tímabili hefur úrkoma aldrei verið minni í febrúar en nú (26,2 mm)."

Tíðarfar í febrúar 2014 - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 25.3.2014 kl. 23:15

16 identicon

(bb.is | 07.03.2014 | 09:13)

"Umframkostnaður Orkubúsins vegna orkuskorts 215 milljónir

Afar lélegur vatnsbúskapur á hálendinu veldur því að Landvirkjun getur ekki afhent Orkubúi Vestfjarða orku á hitaveitukatla og sundlaugar í mars og apríl. Sölvi Sólbergsson, framkvæmdastjóri orkusviðs Orkubúsins, segir að fyritækið sé tilneytt að keyra olíukatla til að bregðast við orkuskortinum. Viðbótarkostnaður Orkubúsins er áætlaður 215 milljónir króna. Sá kostnaður mun óhjákvæmilega á endanum falla á neytendur, bæði fyrirtæki og heimili. Tíðarfarið í fyrra og í vetur hefur verið óvenju óhagstætt, sumarið í fyrra var kalt og lítil snjóbráð."

> http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=186904

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.3.2014 kl. 23:48

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið [2012] var sérlega sólríkt bæði suðvestanlands og á Norðurlandi.

Sólskinsstundir mældust 1.587 í Reykjavík á árinu og hafa aðeins einu sinni mælst fleiri en það var árið 1924.

Þetta var þrettánda árið í röð þegar sólskinsstundafjöldi er yfir meðallagi áranna 1961 til 1990.

Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 1.415 og hafa aldrei mælst fleiri á einu ári.

Þetta er nærri 140 stundum meira en áður hefur mest mælst á einu ári á Akureyri."

Tíðarfar árið 2012 - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 26.3.2014 kl. 00:11

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sólskinsstundirnar voru sem sagt 172 færri á Akureyri en í Reykjavík árið 2012, enda þótt þær hafi verið nærri 140 stundum fleiri en áður hefur mest mælst á einu ári á Akureyri.

Þorsteinn Briem, 26.3.2014 kl. 00:13

19 identicon

"Fjarðaál beðið um að draga úr orkunotkun

(Fyrst birt: 09.05.2013 16:56, Síðast uppfært: 10.05.2013 19:11)

Landsvirkjun hefur óskað eftir því við Alcoa Fjarðaál að það dragi tímabundið úr orkunotkun vegna skerðingar á raforkudreifingu á Norður-og Austurlandi. Í tilkynningu kemur fram að staða í miðlunarlónum Landsvirkjunar sé verri fyrir norðan og austan en spár gerðu ráð fyrir í upphafi vetrar.

Vatnshæð Blöndulóns og í Þórisvatni hafi ekki verið lægra í hátt í fimmtán ár og í Hálslóni í fjögur ár. Því hafi Landsvirkjun dregið úr raforkuvinnslu í Blöndustöð og Fljótsdalsstöð eins og kostur er og aukið vinnslu í aflstöðvum á vatnasviði Tungnaár og Þjórsár.

Flutningskerfi Landsnets takmarki verulega svigrúm til orkuflutnings milli landshluta og það komi illa niður á rekstri raforkukerfisins við núverandi aðstæður. Landsnet segir að miðað við veðurspá sé ekki útlit fyrir hlýindi á hálendinu fyrr en eftir miðjan mánuð.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.3.2014 kl. 00:21

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í júní [2013] var óvenjuhlýtt á Akureyri, meðalhitinn mældist 11,4 stig og hefur ekki verið svo hár í júní frá árinu 1953, eða í 60 ár.

Einnig var óvenjuhlýtt um landið austanvert og á hálendinu.


Meðalhiti á Höfn í Hornafirði mældist 10,1 stig og 7,3 á Hveravöllum."

Tíðarfar í júní 2013 - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 26.3.2014 kl. 00:22

21 identicon

"Gæti þurft að skerða raforku enn frekar

(Fyrst birt: 13.03.2014 12:35, Síðast uppfært: 13.03.2014 13:58)

Landsvirkjun kannar nú hvort hugsanlega þurfi að grípa til enn frekari orkuskerðingar til stóriðju. Horfur í vatnsbúskap hafa versnað síðustu vikur vegna lítils innrennslis í Þórisvatn og Blöndulón.

Fram kemur í tilkynningu Landsvirkjunar að vatnsárið í fyrra hafi verið það næstversta sögu fyrirtækisins. Vegna úrkomuleysis og kulda á hálendinu síðasta vor og sumar náðist ekki að fylla öll lón fyrir haustið. Yfirstandandi vatnsár stefni í að verða jafn slæmt enda norðaustanáttir og kuldi ríkjandi á hálendinu. Þá hafi úrkoma ekki fallið þannig að hún skili sér beint í lón Landsvirkjunar."

> http://www.ruv.is/frett/gaeti-thurft-ad-skerda-raforku-enn-frekar

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.3.2014 kl. 00:33

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið [2012] var mjög hlýtt, sérstaklega um landið vestanvert.

Meðalhitinn í Reykjavík var 5,5 stig, sem er 1,2 stigum ofan meðallags áranna 1961-1990.

Á Akureyri
var meðalhitinn 4,3 stig, sem er 1,1 stigi ofan meðallags."

"Í Reykjavík var árið 2012 það sautjánda í óslitinni röð ára þar sem árshitinn er yfir meðallagi og það fjórtánda á Akureyri.

Tíðarfar árið 2012 - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 26.3.2014 kl. 00:39

23 identicon

Trausti Jónsson, umsjónarmaður tíðarfarsskrifanna hjá Veðurstofu Íslands, virðist hafa valið að gleyma að minnast á óvenjulega kulda á hálendi Íslands í fyrra og í ár :)

"Tilkynnt um mögulega orkuskerðingu til stórnotenda

(16. janúar 2014)

Horfur í vatnsbúskap Landsvirkjunar eru lakari en mörg undanfarin ár vegna úrkomuleysis og kulda á hálendinu síðastliðið vor og sumar. Innrennsli í lónin var talsvert undir meðallagi og ekki náðist að fylla þau öll í haust. Veturinn nú hefur einnig verið óvenjulega þurr og kaldur og innrennslið því áfram undir meðallagi."

> http://www.landsvirkjun.is/fyrirtaekid/fjolmidlatorg/frettir/frett/tilkynnt-um-mogulega-orkuskerdingu-til-stornotenda

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.3.2014 kl. 00:43

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið [2013] var hlýtt og hiti var á bilinu 0,4 til 1,0 stigi yfir meðallagi á árunum 1961-1990.

Hlýjast að tiltölu var austanlands en kaldast suðvestanlands."

"Í Reykjavík var árið það átjánda í óslitinni röð ára þar sem árshitinn hefur verið yfir meðallagi og það fimmtánda á Akureyri."

Tíðarfar árið 2013 - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 26.3.2014 kl. 00:46

25 identicon

Merkilegt að gleggri fréttir um hitastig á hálendi Íslands er að fá hjá Landsvirkjun en Veðurstofu Íslands :)

"Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar

(9. maí 2013)

Óvenjulegt veðurfar í vetur hefur leitt til þess að staða í miðlunarlónum Landsvirkjunar á norður og austurlandi er verri en spár gerðu ráð fyrir í upphafi vetrar. Vatnshæð Blöndulóns er nú 467,94 m.y.s., en það gerðist síðast árið 1999 og fór þá lónið lægst í 466,19 m.y.s. Vatnshæð Hálslóns er nú í 576,23 m.y.s en hefur áður lægst farið í 580,69 m.y.s. en það var 13. maí árið 2009. Vatnshæð í Þórisvatni er nú í 565,85 m.y.s. en leita þarf allt til ársins 1999 til að finna lægri stöðu en þá fór vatnshæðin niður í 562,54 m.y.s...

...Veðurspár gera ráð fyrir einhverjum hlýindum á hálendinu um helgina, en síðan er gert ráð fyrir kólnandi veðri og ekki útlit fyrir breytingu þar á fyrr en eftir miðjan mánuð.

> http://www.landsvirkjun.is/fyrirtaekid/fjolmidlatorg/frettir/frett/stadanivatnsbuskaplandsvirkjunar

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.3.2014 kl. 00:52

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sérlega snjólétt var austast á landinu [í janúar 2014].

Á Dalatanga
var enginn dagur alhvítur, sem er einstakt í janúar, en snjóhuluathuganir hófust þar árið 1939."

Tíðarfar í janúar 2014 - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 26.3.2014 kl. 01:03

27 identicon

Enn og aftur virðist Veðurstofa Íslands forðast raunveruleikann í tíðarfarsskrifum sínum :)

"Ekki verið eins lengi ófært í mörg ár

(Fyrst birt: 21.03.2014 13:00, Síðast uppfært: 21.03.2014 16:06)

Vonskuveður er víða um land, snjókoma og skafrenningur, og ekkert ferðaveður. Ekki er búist við að mokstur hefjist á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi fyrr en veðrið gengur niður.

Ekki er gert ráð fyrir að það taki að lægja að ráði fyrr en í kvöld eða jafnvel í fyrramálið. Hálka, skafrenningur og snjóþekja eru á vegum um allt land. Á Vestfjörðum er ófært og stórhríð á flestum leiðum. Skaplegri færð er í Húnavatnssýslum og Skagafirði. Ófært er á Þverárfjalli, Siglufjarðarvegi og í Héðinsfirði. Ólafsfjarðarmúli er lokaður vegna snjóflóðahættu.

Þá hefur Öxnadalsheiði verið ófær síðan á miðvikudagskvöld. Sigurður Jónsson hjá Vegagerðinni á Akureyri segir að ef svo fer fram sem horfir verði samfelld ófærð á vegum nyrðra lengur en verið hefur í mörg ár.Á Norðurlandi eystra eru flestar leiðir ófærar. Lokað er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði.

Á Austurlandi er snjóþekja á Fljótsdalshéraði, hálka og skafrenningur á Fagradal og Oddsskarði.Ófært er á Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra. Straumlaust er á nokkrum bæjum austan Þórshafnar - viðgerðarflokkur kemst ekki þangað vegna veðurs.Veðrið hefur sett flutninga á mjólk, mat og öðrum vörum, pósti og fleira úr skorðum. Þá hefur skólahald víða verið fellt niður norðanlands."

> http://www.ruv.is/frett/ekki-verid-eins-lengi-ofaert-i-morg-ar

"Lítið hægt að skíða fyrir snjó

(Fyrst birt: 25.02.2014 19:37, Síðast uppfært: 26.02.2014 15:53)

„Við eigum eftir að ýta frá þessu,“ segir Dagfinnur Smári Ómarsson, umsjónarmaður Oddsskarðs. „Það er komið á kaf meira og minna lyfturnar. Stendur kannski metri upp úr af möstrunum. Vírinn er rétt upp úr og höldurnar í snjó. Þannig það er mikið framundan.“

Sömu sögu er að segja úr skíðasvæðinu í Stafdal þar eru lyftur á kafi. Mikil vinna er lögð í að opna brekkurnar en það er stundum til lítils því himininn á nógan snjó eftir. „Nú förum við inn í marsmánuð sem er okkar snjómesti mánuður. Það má búast við að það komi þrír metrar ofan á þetta sem er. Þannig að ætli við komum ekki hér í júní og júli sterkir inn með nýtroðnar brekkur og opið,“ segir Dagfinnur."

> http://www.ruv.is/frett/litid-haegt-ad-skida-fyrir-snjo

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.3.2014 kl. 01:16

28 identicon

Þú þarft að fara að ræða þessar missagnir við Trausta Jónsson Steini minn :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.3.2014 kl. 01:18

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á Vattarnesi [við Reyðarfjörð] var frostlaust allan janúar [2014], lægsta lágmark var 0,4 stig, og það hefur aldrei gerst áður hér á landi í janúar svo vitað sé."

Tíðarfar í janúar 2014 - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 26.3.2014 kl. 01:30

30 Smámynd: Jón Logi Þorsteinsson

Það ber allt að sama brunni, við höfum úr minni orku að moða en haldið var.
Það skal því fara gætilega í orkufrekan iðnað, - pöpullinn verður jú að ganga fyrir.
Svo er það hið nýjasta, - ferðaþjónustan er orðin gjaldeyrisaflandi grein no 1.

Jón Logi Þorsteinsson, 27.3.2014 kl. 08:06

31 identicon

(Innlent | mbl | 27.3.2014 | 13:48)

"Snjóflóð féll í Bláfjöllum

Snjóflóð féll í Bláfjöllum í nótt og brotnuðu við það þrír ljósastaurar. Engar skemmdir urðu á lyftubúnaði og verður svæðið að mestu leyti opið í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Einari Bjarnasyni, rekstrarstjóra skíðasvæðisins í Bláfjöllum, féll flóðið í nótt en mikið rigndi í gær. Ekki er talið að hætta sé á ferðum á skíðasvæðinu.

Opið verður frá kl. 14 til 21 í dag. Hæglætis veður er í Bláfjöllum, bjart og um tveggja stiga frost. „Útlitið er gott fyrir helgina. Starfsmaður frá Veðurstofu Íslands mælir flóðið og síðan búum við aftur til skíðabrekkur,“ segir Einar."

> http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/03/27/snjoflod_fell_i_blafjollum/

Óðahlýnunin meinta, sem Veðurstofa Íslands spáir í tíma og ótíma, kallar greinilega á snjóflóð í Bláfjöllum - og engir ferðamenn á ferli til að framkalla flóðið! :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.3.2014 kl. 14:03

32 identicon

Skyldi meintur hiti og snjóleysi á austurlandi í vetur hafa komið við sögu í þessari frétt?:

"Bjarga skíðalyftunni í Stafdal

Fyrst birt: 27.03.2014 19:35, Síðast uppfært: 27.03.2014 19:46)

Starfsmenn skíðasvæðisins í Stafdal á Seyðisfirði glíma við mikið fannfergi og fengu í dag aðstoð verktaka við að grafa upp skíðalyftu. Hætta var á að lyftan sligaðist undan farginu.

Stafdalur er bókstaflega á kafi í snjó og því fylgir mikið álag. Agnar Sverrisson rekstrarstjóri skíðasvæðisins segir að það hafi tekið allt upp í 30 klukkustundir að koma einni skíðalyftu í gang eftir mikla snjókomu.

Hætta sé á að stór lyfta skemmist verði vírinn ekki mokaður upp þegar fer að hlána og snjórinn að síga. Þá geti vírinn slitnað og það sé dýrt spaug."

> http://www.ruv.is/frett/bjarga-skidalyftunni-i-stafdal

Er Steini Briem orðinn alveg lens að sítera óðahlýnunartíðarfarsskrif Veðurstofu Íslands? :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.3.2014 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband