28.3.2014 | 13:08
"Ég var í báli´og blossa..."
"Ég var í báli´og blossa /
á bak við háa krossa, /
hann kyssti mig átján kossa /
í kirkjugarðinum..."
Þessar ljóðlínur úr gamanbragnum "Ó vertu´ei svona sorró.." söng Alfreð heitinn Andrésson gamanleikari af ógleymanlegri snilld fyrir sjö áratugum í gervi ófríðu nýtrúlofuðu stúlkunnar sem allt í einu gekk út með tilkomu 50 þúsund manna herliðs stríðsáranna.
Þótt kirkjugarðar séu að sjálfsögðu helgir reitir friðar og dýrmætra minninga og eftirsóknarvert að virða helgi þeirra, getur ýmislegt misjafnt átt sér það stað eins og annars staðar.
Svavar heitinn Gests sagði einu sinni gamansögu tengda kirkjugarði á Kútmagakvöldi Lionsklúbbsins Ægis:
"Þeir Pétur og Óli voru aldavinir og miklir gleðimenn en aldurinn fór að sækja að þeim. Einn dag sagði Pétur við Óla: Nú fer að styttast í þessu hjá mér svo að ég ætla að biðja þig einnar bónar: Ef ég fer á undan þér, viltu gera það fyrir vináttu okkar og ógleymanlegar minningar og þakkir fyrir ótal gleðistundir okkar að laumast út í kirkjugarð að gröf minni að lokinni jarðarförinni, eftir að allir eru farnir, og hella úr vískíflösku yfir leiðið mitt ?"
Óli svaraði: "Já, þetta skal ég gera með ánægju en væri þér nokkuð á móti skapi þótt ég renndi innihaldi flöskunnar fyrst í gegnum nýrun?
Gómaðir við fíkniefnaviðskipti í kirkjugarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikil er í Framsókn fýsn,
í fjósum hennar öllum,
þar má sjá af bolum býsn,
og beinstífan á köllum.
Þorsteinn Briem, 28.3.2014 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.