Bubbi í Bítlum síns tíma: Jón frá Ljárskógum.

Ţađ liđu ekki mörg ár frá stofnun Ríkisútvarpsins ţar til hér á landi kom til sögunnar nokkurs konar ígildi Bitlanna ađ vinsćldum, söngkvartettinn M.A. kvartettinn, skipađur kornungum mönnum, rétt eins og Bítlarnir voru 30 árum síđar.

Bítlarnir höfđu Lennon og Mc Cartney og 50 árum síđar höfđu Utangarđsmenn Bubba, en M.A. kvartettinn hafđi Jón frá Ljárskógum, skáld, ţýđanda og ţrumugóđan bassasöngvara, ekki bara vegna ţess hve fallega röddin hljómađi ţegar hann söng einn, heldur ekki síđur hvernig hún "klćddi og umvafđi ţann hljóm sem kom úr ţessum frábćra sönghópi.

Í dag eru hundrađ ár frá fćđingu Jóns, sem fékk skćđa berkla ađeins 28 ára gamall og lést 31. árs, mikill harmdauđi öllum Íslendingum.

Mínar fyrstu bernskumininngar tengjast Jóni, sem var frćndi minn í föđurćtt, og Bjarna Runólfssyni í Hólmi, sem var ömmubróđir minn, en minningin er klökk, ţví ađ báđir létust ţeir langt um aldur fram, Bjarni áriđ 1938 og Jón áriđ 1945, og báđar ćttirnar voru enn í sárum ţegar ég man fyrst eftir mér.

Jón tengist mér enn frekar vegna ţess ađ ég var ekki nema 3ja til 4ra ára gamall ţegar fullorđna fólkiđ hafđi af ţví skemmtan ađ setja mig upp á stól eđa borđ og láta mig syngja fyrsta lagiđ mitt sem skemmtikraftur, en ţađ var lagiđ "Rokkarnir eru ţagnađir".

Ađ ţví leyti byrjađí ég ferilinn sem nokkurs konar "rokk"-söngvari.

Kannski var lagiđ um rokkana svo hugstćtt fyrir mig fyrir ljóđlinurnar sem móđir mín hafđi dálćti á, annars vegar "..og láttu ţau ekki sjá  / hve augun ţín eru / yndisleg og blá.." og  "bráđum kemur dagurinn međ birtu og stundarfriđ. /  Ţá skal mamma syngja um sólskiniđ."  

Ég man varla eftir ţessu, ţví ađ ég gerđist alveg fráhverfur svona upptrođslum fyrir fimm ára aldur, var mjög feiminn ţótt einhverjum kunni ađ finnast ţađ ótrúlegt nú.

Međ ólíkindum er hve mikiđ liggur eftir Jón frá Ljárskógum frá jafn stuttri ćvi, og margt af ţví er gott og hefur stađist vel tímans tönn. Ţegar ég las ljóđmćli hans öll fyrir nokkrum árum varđ ég hrifinn af ţví hve fjölbreytt ţau eru, ţví ađ flestir kannast ađeins viđ sígildu söngvana sem enn eru sungnir.

Til dćmis er ljóđ hans um Heimsstyrjöldina síđari sérstaklega vel ort og meitlađ.

Ég hneigi höfuđiđ djúpt í ţökk fyrir ađ hafa átt svo stórkostlegan frćnda og ţökk til ţeirra sem minnast hans á ýmsan veg ţessa dagana, ţótt ekki gefist mér tćkifćri vegna fermingar dóttursonar, til ađ fara vestur í Búđardal á morgun og hitta ýmis skyldmenni mín og vini.

Sendi ţeim mínar bestu kveđjur.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţú mátt eiga ţađ ađ ţú ert góđur penni, og ţú ert einn  minn besti bloggvinur ţótt ég sé  ekki alltaf sammála ţér í sambandi  viđ virkjunarmál, en  ţegar ţú talar og skrifar, ţá hlusta ég.

Rafn Haraldur Sigurđsson (IP-tala skráđ) 28.3.2014 kl. 23:42

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband