Hvílikar framfarir !

Á þeim tíma sem ég var íþróttafréttamaður hjá Sjónvarpinu hér um árið hefði ég látið segja mér það margsinnis án þess að trúa því að íslenskar fimleikakonur yrðu jafn snjallar og árangur og raun ber vitni. Lengi vel sást munurinn á bestu erlendu fimleikakonunum og þeim íslensku langar leiðir.

En það er liðin tíð.

Svipað má segja um skyldar íþróttir eins samkvæmisdansa og margar aðrar íþróttir sem halda hefði mátt að fámennið og fjarlægðin frá öðrum löndum myndi koma í veg fyrir að þróuðust jafn glæsilega og blasir við.

Þetta er gleðilegt, einkum vegna þess, að í mörgum afreksíþróttum líður margt afreksfólkið fyrir það að fjárráðin eru hvergi nærri þau sömu og margfalt fjölmennari þjóðir hafa ráð á að veita sér.

Útlendingar dást til dæmis að þvi, hvernig íslensku handboltalandsliðsmennirnir sætta sig miklu lakari kjör en erlendir, við miðað við það hve miklu er dælt í erlenda atvinnumenn, sem gefa kost á sér í landslið sinna þjóða.

Á móti kemur, að íslenska liðið vinnur hug og hjörtu áhorfenda á stórmótum fyrir það hvernig það leikur með hjartanu og af hugsjón.

Það er mikils virði fyrir alla.  


mbl.is Fáránlega flottar fimleikastelpur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þannig er það með okkur Nei-sinna,við berjumst með hjartanu án styrkja,-- sækjumst ekki eftir aðdáun útlendinga sem dæla peningum í þá sem ólmir vilja færa þeim yfirráð yfir landi okkar.

Helga Kristjánsdóttir, 29.3.2014 kl. 12:10

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir íslenskir íþróttamenn eru sem sagt á móti því að ljúka viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu og kjósa um aðildarsamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fimmtíu og þrjú þúsund undirskriftir komnar - Já Ísland


28.2.2014:


Um 82% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins


Almenningur má ekki gefa eftir - Ræða handboltastjörnunnar Ólafs Stefánssonar á Austurvelli 8. mars síðastliðinn

Þorsteinn Briem, 29.3.2014 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband