Þarf að gera úttektir víða um land.

Þegar Öræfajökull gaus 1262 lagðist hin blómlega byggð, Litla-Hérað, í auðn. Bæir grófust í þykkt öskulag og hamfaraflóð geystust niður frá fjallinu.

Mjög líklegt er að margir hafi farist. Fjallið er hugsanlega hættulegasta eldfjall á Íslandi, bæði vegna þess að það er býsna virkt, getur búið yfir mannskæðum ógnum og er nálægt byggð.

Hvergi nærri hefur verið veitt nógu miklu fé til rannsókna á vá vegna eldvirkni á landinu og viðbrögðum við slíku.

Til dæmis var hætt við að útfæra áfram áhættumat vegna eldsumbrota á norðaustanverðun Reykjanesskaga fyrir 20 árum, en frumathuganir leiddu skuggalegar staðreyndir í ljós.Kollóttadyngj Herðubr.-Tögl.Snæfell  

Gera verður betur í því efni bæði í byggð og óbyggð, þótt ekki væri nema bara vegna stóraukinnar umferðar ferðamanna.

Má þar nefna svæðið norðan Vatnajökuls sem er fjölbreyttasta eldfjallasvæði heims og stór hluti þess afar afskekktur.

Á myndinni eru dyngja, (Kollóttadyngja) móbergsstapi (Herðubreið)  móbergshryggur, gígaröð mynduð undir jökli (Herðubreiðartögl) , og stórt eldfjall (Snæfell). BISA til sv

Gerð og viðhald Sauðárflugvallar á Brúaröræfum (eldstöðin Kverkfjöll í baksýn)  hefur að minni hálfu verið hugsað sem öryggisatriði ef mikið eldgos kæmi úr eldstöðvunum í nágrenni hans, Kverkfjöllum, Öskju, svæðinu við Upptyppinga eða Álftadalsbungu, svo að dæmi séu tekin af ótal eldstöðvum á þessu svæði.  

En engin viðbragðsáætlun er til fyrir þetta svæði, þar sem tilvist flugvallar, sem nothæfur kynni að vera fyrir flugvélar á borð við Fokker F50, Dash 8, Lockheed Hercules eða Boeing C-17 Globemaster gæti skipt sköpum fyrir björgunaraðgerðir og annað viðbúnað vegna stórs eldgoss.

Og einnig ef stórslys eða vandræði bæri að höndum.

Þetta er eini flugvöllurinn á öllu hálendinu sem er nothæfur fyrir svo stórar flugvélar.   


mbl.is Flóð myndi geysast niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ef ég man rétt var gosið fræga árið 1362, ekki 1262. En hitt er rétt. Öræfajökull er ekki aðeins hæsta fjall á landinu heldur líka stærsta eldfjallið og full ástæða til að fylgjast með.

Vilhjálmur Eyþórsson, 29.3.2014 kl. 14:09

2 identicon

svo vilja menn legja niður reykjavikurflugvöll. sem er senilega á öeuggasta svæðinu vestanlands. en hverjar eru líkur á að veigir stíplist ef öræfajökull gís. senilega verður þettað öskugos sem verður varla holt fyrir flugvélar, en tepir varla veigi að marki nema næst jökli en víst gétur orðið jökulhlaup sem taka brír en ekki til vandræða til leingri tíma. en það væri æskilegt að hafa einn starfhæfan flugvöll á svæðinu

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 29.3.2014 kl. 14:33

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykjavíkurborg hefur ekki lagt til að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður.

Þorsteinn Briem, 29.3.2014 kl. 14:38

4 identicon

Hlustaði á mjög áhugaverða fyrirlestur um þetta á ársfundi Veðurstofunnar núna í vikunni. Þar kom fram að eftir að flóð brýst út undan jökli líða aðeins 10-20 mín þar til það er komið niður í byggð. Mesta hættan á mannskaða væri ef þetta gerðist að nóttu til um hásumar vegna þess mikla mannfjölda sem þá er í Skaftafelli. Það er því ljóst að rýma þarf svæði mjög fljótt.

Skammt frá er Skeiðarárbrú, lengsta brú lansins. Hún stendur núna á þurru eftir að Skeiðará fór í annan farveg. Brúin er einbreið og gæti orðið mikil farartálmi ef til rýmingar kæmi t.d. ef bíll bilaði á henni miðri. Væri ekki æskilegt að leggja nýjan veg á sandinum við hlið brúarinnar? Þetta væri aðeins 1 km af nýjum vegi, á hann þyrfti aðeins eitt lítið ræsi eins og staðan er í dag. Þetta væri ódýr framkvæmt, það er úrvals efni á staðnum sem aðeins þyrfti að ýta upp á staðnum. Ekki setja neinn pening í flóðavarnir fyrir veginn heldur halda núverandi brú á sínum stað ef Skeiðará skyldi breyta sér aftur. Líklega ekki nein önnur framkvæmd sem gæti auðvelda mjög hraða rýmingu.

Þorsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.3.2014 kl. 15:38

5 identicon

steini: nú veit ég ekki hverja af þessum áligtunum þú hefur lesið en mann ekki betur að einu sinni hafi verið gerður samníngur um að hann ætti að fara fyrir 2024 og það hafi verið gert í tíð sturlu böðvarssonar. og brautum fækkað skipulega. s.s. brautinn sem likkur að valsheimilinu.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 29.3.2014 kl. 17:37

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætlunin er að færa Reykjavíkurflugvöll af Vatnsmýrarsvæðinu en ekki að leggja flugvöllinn niður.

Þorsteinn Briem, 29.3.2014 kl. 17:50

7 Smámynd: Jón Logi Þorsteinsson

Það er nú nokkuð það sama.
Nú er verið að þrengja að æfingarflugssvæði frá Reykjavík, og hugsa nú þegar nokkrir kennarar að færa sig með æfingaflug yfir Hellisheiði.
Ástæða: Flug yfir hærra landi með sömu hámarkshæð. Það þýðir minna rými milli lágmarkshæðar yfir landi og hámarks, nú eða skýjahulu. Tilfærsla svæðis þýðir líka að vinna þarf á 2 radíórásum í stað einnar, og svo videre.
Allt fyrir óöryggið, en í þetta sinn í boði flugmálastjórnar.
En annars um gos. Öræfajökulsgosið, - var það ekki það sverasta í gjóskunni síðan land byggðist? Og var ekki tindfjallagosið eitthvað það stærsta í jarðmyndun Íslands?

Jón Logi Þorsteinsson, 29.3.2014 kl. 20:31

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Isavia hélt því fram 21. mars í fyrra að nýtingarhlutfall flugvallar á Hólmsheiði yrði um 93%?!

Á árunum 2002-2004 var nýtingarhlutfall Ísafjarðarflugvallar um 93% en Reykjavíkurflugvallar OG Vestmannaeyjaflugvallar um 98%.

Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007-2018, bls. 30


"Á Stórhöfða [í Vestmannaeyjum] hefur frá árinu 1921 verið veðurathugunarstöð, sem er fræg fyrir að hafa mælt einn mesta vindhraða sem mælst hefur á norðurhveli jarðar."

Þar að auki er aldrei rigning í Vestmannaeyjum.

Og harla ólíklegt að nýtingarhlutfall flugvallar á Hólmsheiði og Ísafjarðarflugvallar yrði það sama.

Þorsteinn Briem, 29.3.2014 kl. 20:39

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mismunurinn á veðrinu og Hólmsheiði má sjá í hverri viku, stundum daglega, með því að bera saman tölurnar á veðurstöðvunum tveimur.

Í síðasta roki var mesta hviða á Reykjavíkurflugvelli 25m/sek. Á Hólmsheiði 32m/sek, sem er fárviðri.

Ómar Ragnarsson, 29.3.2014 kl. 20:42

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Hólmsheiði er nægt rými fyrir alhliða innanlandsflugvöll, kennsluflug, einkaflug og flugsvið Landhelgisgæslunnar.

Þar var að meðaltali 79,8% loftraki árin 2006 og 2007 en 75,3% í Vatnsmýrinni.

Meðalvindhraði
á Hólmsheiðinni á þessu tímabili var 6,6 m/s en í Vatnsmýrinni 5,4 m/s og tíðni vindátta var áþekk.

Þorsteinn Briem, 29.3.2014 kl. 20:52

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Esja er í um tíu kílómetra fjarlægð frá bæði Hólmsheiði og Vatnsmýri.

Og toppur Úlfarsfells er einungis 295 metrum yfir sjávarmáli.

Þrívíddarmynd af Úlfarsfelli


Ísafjarðarflugvöllur er
á landfyllingu úti í sjó við rætur brattrar fjallshlíðar og fjallið Kubbur (Kubbi) er nokkur hundruð metrum frá suðurenda flugbrautarinnar.

"Skutulsfjörðurinn er girtur bröttum fjöllum, sem eru nærri sjö hundruð metrar að hæð."

Þorsteinn Briem, 29.3.2014 kl. 20:55

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vatnsmýrar flugvöllur í Reykjavík verður ekki færður.Hann verður lagður niður ef íslenska ríkið, sem á völlinn vill það.Ekki er hægt að færa flugvelli.Síðan getur R.Víkurborg byggt flugvöll ef borgin vill og rekið hann með tilskyldum leyfum, á sinn kostnað.Hætt er við að Sauðárflugvöllur muni ekki standast umhverfismat.Þar að auki er næsta öruggt að umhverfissamtök muni alfarið leggjast gegn því að verið sé að spilla hálendinu og íslenskri náttúru með gerð flugvallar í óspilltri náttúru.

Sigurgeir Jónsson, 29.3.2014 kl. 21:10

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.

Ríkið hefur hins vegar ekki greitt Reykjavíkurborg leigu fyrir þetta land.

Og ef ríkið vildi taka þetta land eignarnámi þyrfti það að greiða Reykjavíkurborg tugmilljarða króna í eignarnámsbætur.

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 68% verðbólga hér á Íslandi.

Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65


Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.

Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007-2018


Þar að auki er engin ástæða fyrir Reykjavíkurborg að búa til landfyllingu í Skerjafirði undir íbúðabyggð, þar sem borgin á nú meirihluta Vatnsmýrarsvæðisins ásamt einkaaðilum.

Þorsteinn Briem, 29.3.2014 kl. 21:19

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykjavíkurborg ræður því einnig hvort fyrirferðarmikil aðflugsljós á stálbitum fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar yrðu reist á útivistarsvæði Reykvíkinga vestan Suðurgötu.

Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.

Þar að auki er svæðið sunnan norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:

Þorsteinn Briem, 29.3.2014 kl. 21:22

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.3.2014 (í dag):

"Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í vikunni var að nýju lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.

Var hún samþykkt með 6 atkvæðum fulltrúa Besta flokksins, Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar; fulltrúa Samfylkingarinnar, Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur; sem og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, Sóleyjar Tómasdóttur. Tillagan fer næst fyrir borgarráð."

Þorsteinn Briem, 29.3.2014 kl. 21:30

16 Smámynd: Jón Logi Þorsteinsson

Sigurgeir, - Sauðárvöllur er náttúruleg slétta, - ekki manngerð. Hann er strangt til tekið nógu langur fyrir Boeing. Einnig Akureyri og Egilsstaðir, - og í Aðaldal væri lítið mál að koma því þannig fyrir.
Og Steini, - ríkisvaldið gæti átt síðasta orðið, - með eignarnámi....

Jón Logi Þorsteinsson, 29.3.2014 kl. 21:45

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.3.2014 (síðastliðinn miðvikudag):

"Samfylkingin mælist með 28% atkvæða og fengi fimm borgarfulltrúa ef kosið yrði nú.

Björt Framtíð
fengi tæp 25% og Sjálfstæðisflokkurinn 24,4%.

Báðir þessir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa en Píratar og Vinstri Grænir einn hvor."

Samfylkingin stærst í borginni

Þorsteinn Briem, 29.3.2014 kl. 21:53

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sauðárflugvöllur er ekki mannvirki heldur náttúrugerður lendingarstaður, þar sem ekki hefur verið hreyft við svo mikið sem steinvölu á brautunum. Ef brautarmerkingarnar eru fjarlægðar og farið burtu með húsbílinn og valtarann, sem þar standa, sér enginn sumarið eftir að þar hafi verið lendingarstaður.

Völlurinn fékk mat og samþykki eftirtaldra aðila, sem haft var samáð við: Umhverfisstofnun, skipulagsnefnd, sveitarstjórn og sveitarstjóri Norður-Héraðs, landeigandi á Brú á Jökuldal, Vegagerðin, Landsvirkjun, Impregilo, sýslumannsembættið og rannsóknarlögregludeild þess (vegna kæru, sem var vísað frá).

Um hálendi Íslands liggja um 20 þúsund kílómetrar af vegaslóðum, sem flestar hafa grafist svo mikið niður, að það yrði erfitt og dýrt að jafna yfir þær, ef þær yrðu lagðar niður.

Á þessu sama hálendi eru nokkrir flugvellir með alls um 10 kílómetra löngum brautum, eða 0,005% af lengd vegaslóðanna og allar eru þannig, að ef þær yrðu bannaðar og merkingarna teknar upp, myndi enginn sjá árið eftir að þar hefði verið flugbraut.

Besta dæmið um mismun á vegaslóða og flugbraut er í Veiðivötnum þar sem enginn munur sést á brautinni og umhverfinu en slóðarnir eru hins vegar allir orðnir niðurgrafnir og á stórum köflum orðnir grafnir á annan metra niður í landið.

Það er eftir öðru sem sagt er af algeru þekkingarleysi um hálendið að rétt sé að banna lendingarstaðina en í góðu lagi að hafa vegarslóðana áfram.  

Ómar Ragnarsson, 29.3.2014 kl. 22:31

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríkið hefur langt frá því efni á að greiða um 70 milljarða króna í eignarnámsbætur fyrir land sem er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila á Vatnsmýrarsvæðinu.

Og reykvískir skattgreiðendur yrðu að greiða 37% af þeim kostnaði ríkisins, um 26 milljarða króna, þar sem þeir eru 37% þjóðarinnar.

Hins vegar getur ríkið látið gera flugvöll með tveimur flugbrautum á Hólmsheiði fyrir 16 milljarða króna fyrir árið 2022, eftir átta ár, þegar Reykjavíkurflugvöllur á að vera farinn af Vatnsmýrarsvæðinu.

Og þess vegna gæti Reykjavíkurborg greitt allan kostnað við flugvöll á Hólmsheiði, þar sem borgin er mun betur stödd fjárhagslega en ríkið, sem á þar að auki hluta af Vatnsmýrarsvæðinu.

Reykjavíkurborg gæti því greitt allan kostnað við flugvöll á Hólmsheiði fyrir hlut ríkisins á Vatnsmýrarsvæðinu en sá hlutur er lítils virði fyrir ríkið undir flugvöll, þar sem ein flugbraut nægir ekki á Vatnsmýrarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 29.3.2014 kl. 22:37

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Því má bæta við að þegar alvarlegt slys varð við það að rúta fór út af brúnni á Hólsselskíl fyrir um 15 árum og steyptist ofan í ána, komst engin þyrla að sunnan, en Twin Otter vél frá Akureyri kom til bjargar, lenti á náttúrugerðri braut fyrir sunnan Grímsstaði og flutti þá verst slösuðu til Akureyrar.

Svipað gæti gerst þar sem brautirnar í Herðubreiðarlindum, Kerlingarfjöllum, á Sprengisandi, við Kerlingarfjöll og Hveravelli gætu bjargað mannslífum.

En, nei, svo er að sjá að það sé höfuðnauðsyn að koma þessum fáu lendingarstöðum fyrir kattarnef !

Ómar Ragnarsson, 29.3.2014 kl. 22:41

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef austur-vestur braut flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu yrð lengd til vesturs þyrfti brautin að liggja yfir núverandi Suðurgötu og útivistarsvæði Reykvíkinga vestan flugvallarins, þar sem nú eru meðal annars knattspyrnuvellir.

Og stúdentagarðar verða byggðir við austurenda brautarinnar.

Suðurgatan yrði að liggja undir brautina og göng fyrir gangandi, hjólandi og akandi fólk yrðu undir bæði austur-vestur brautinni og nýrri norður-suður braut, sem lægi einnig út í sjó og þá á milli núverandi austur-vestur brautar og núverandi norður-suður brautar.

Og ný og þétt íbúðabyggð, sem fljúga þyrfti yfir, meðal annars á Hlíðarendasvæðinu, yrði skammt norðan nýju norður-suður brautarinnar og hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.

Þorsteinn Briem, 29.3.2014 kl. 23:03

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að Heimaey væri marflöt og þar væri aldrei rigning eða hvassviðri.

"Á árunum 2002-2004 var nýtingarhlutfall Reykjavíkurflugvallar og Vestmannaeyjaflugvallar um 98% en Akureyrarflugvallarflugvallar og Egilsstaðaflugvallar um 99%.

Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir 2007-2018, bls. 30-31

Heimaey in February 2009. Looking north-east.

Þorsteinn Briem, 29.3.2014 kl. 23:07

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.3.1986:

"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.

Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna
, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."

Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna


3.8.1988:


"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.

Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp.
"

Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni


16.10.1990:


"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.

Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.

Flugvél hrapaði í Skerjafjörð


23.4.1997:


"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.

Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."

Brotlenti við Suðurgötuna


9.8.2000:


"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."

Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík

Þorsteinn Briem, 29.3.2014 kl. 23:19

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Harla ólíklegt að íslensk loftför hafi verið öruggari en bifreiðar hvað dauðaslys snertir á árunum 1920-1997 og fjölda íslenskra loftfara og bifreiða á þessu tímabili.

Þar að auki fórst hér
á Íslandi fjöldinn allur af erlendum loftförum á þessum árum.

Íslensk loftför - Um 400 létust í um 70 slysum frá upphafi til 14.9.1997, sjá neðst á síðunni

Þorsteinn Briem, 29.3.2014 kl. 23:22

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þétt byggð er hins vegar ekki við fyrirhugaðan flugvöll á Hólmsheiði.

Hljóðspor næði þar hvergi inn yfir þétta byggð og Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) komust að þeirri niðurstöðu í nýlegri skýrslu að afrennsli frá Hólmsheiði ógni ekki brunnsvæðum eða nágrenni vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins.

Í nýlegri skýrslu Veðurstofu Íslands, sem byggð er á veðurfarsmælingum á sex og hálfs árs tímabili, segir að nýtingarhlutfall flugvallar á Hólmsheiði yrði um 97%.

Og nýtingarhlutfall flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu er heldur ekki 100%.

Þorsteinn Briem, 29.3.2014 kl. 23:44

26 identicon

steini: þetað er nokkuð langt mál ég hef ekki alveg sömu yfirsín og þú. en gott og vel 6. ef flugvöllurin verður færður úr vatnsmýrinnin verður hann lagður niður í núverandi mynd. 8.hvrnig á að fjármagna hólmsheiði ríkið hefur einga fjármuni til þess. er aldrei rigníng í vestmaneyjum. ? 11.þó esjan er í svipaðri fjarlægð er stefnann önnur og betri í vatnsmýrinni 13. hefu reykjavíkurborg efni á að borga ríkinu 42%. hlut ríkisins. 14.aúðvitað hefur svetarfélag skipulagsvald á sínu svæði 25. er þéttíng bygðar fyrirhuguð ?. veistuhvað framtíðinn ber með sér. það á nú að byggja 1. stikki fangelsi við enda einnar brautarinar eru menn ekki þar með að viðurkenna að hólmsheiði verður varla byggður flugvöllur. þá verður steini að áhveða sig hvort eigi að flitja flugvöllin til keflavíkur eða hann verður á þeim stað sem hann er í dag og vona að það komi ekki eldgos á svæðiniu steini má ekki gleima því að reykjavík er á nesi og gétur auðveldlega lokast af ef til eldsumsbrota kemur p.s. það vill stundum gleimast að reykjavík er á eldvirku svæði og getur auðveldlega lokast af. en það er auðvitað aukaatriði.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 30.3.2014 kl. 09:45

27 Smámynd: Stefán Stefánsson

Ég er 100% sammála þér Ómar í allri þessari umræðu og þú ert að gera góða hluti í þessum málum.

Vonandi hugsa yfirvöld á þig varðandi hugmyndir þínar um breyttan Reykjavíkurflugvöll okkar allra landsmanna.

Hafðu það sem allra best.

Stefán Stefánsson, 30.3.2014 kl. 09:48

28 Smámynd: Stefán Stefánsson

Vonandi "hlusta yfirvöld á þig" átti það að vera!

Stefán Stefánsson, 30.3.2014 kl. 09:50

29 Smámynd: Jón Logi Þorsteinsson

Steini, - prófaðu Íslensk loftför 1990-2014 . Það er ódýrt talnatrikk að fara aftur til bernskutíma flugsins til að djúsa upp slysatöluna

Jón Logi Þorsteinsson, 30.3.2014 kl. 10:36

30 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er beinlínis rangt hjá þér, Steini, að ekki verði flogið yfir þétta íbúðabyggð að flugvelli á Hólmsheiði. Mest notaða aðflugið þar, úr vestri, myndi liggja yfir Vogahverfið, Grafarvog og Grafarholtshverfið.

Mest notaða aðflug á Reykjavíkurflugvöll með lengdri austur-vestur braut liggur inn eftir Skerjafirði, yfir sjó.

Ómar Ragnarsson, 31.3.2014 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband