8.4.2014 | 10:28
Flug er ekki "hátækni"?
Svo virðist sem í fæðingarborg minni sé að komast til æ meiri áhrifa fólk, sem hefur einkennilega andúð á flugi sem samgöngumáta og atvinnugrein.
Á nýlegum fundi stjórnmálamanna með þeim, sem starfa í svonefndum Fluggörðum við Reykjavíkurflugvöll kom í ljós, að sumir þeirra héldu að ekkert flugnám færi fram í Reykjavík og að slíkt færi fram og ætti helst að fara fram erlendis.
Hundruð fólks vinnur samt við þetta en litið er á flugið og flugfólk sem undirmálsfólk og flugið sem óæskilega starfsemi.
Talað er um "hátækni" af ýmsum toga á hástemmdan hátt og undir það eru háskólagreinar eins og húmanisk fræði felld, en litið er niður á flugið eins og eitthvað óæskilegt fitl skítugra flugvirkja við véladrasl.
Flugið má ein allra samgöngugreina búa við þessa fórdóma í höfuðborg landsins, sem að sjálfsögðu á að vera miðstöð allrar samgöngustarfseminnar, sem borgin skapaðist í kringum.
Þeir, sem nú bjóða sig fram sem "þjónar almennings" mega ekki heyra það nefnt að yfir 70% borgarbúa vilja hafa flugvöllinn þar sem hann er núna, en auðvitað að sníða hann sem best að annarri byggð.
Flugvöllurinn er 4 kílómetra frá þungamiðju íbúðabyggðar höfuðborgarsvæðisins og fimm kílómetra frá stærstu krossgötum landsins og því nákvæmlega á besta stað hvað það snertir, að ekki sé talað um veðurfarslega þáttinn.
Leitun er að borg, þar sem aðalflugbraut vallarins stefnir í báðar áttir að óbyggðum svæðum eins og austur-vesturbrautin gerir, annars vegar yfir sjó, og hins vegar yfir autt svæði í Fossvogsdal.
Með lengingu þessarar brautar leysast flest þau "vandamál" sem menn setja fyrir sig vegna flugumferðar en myndu aukast með færslu upp á Hólmsheiði.
170 kílómetra lenging ferðaleiðar fram og til baka miill Reykjavíkur og landsbyggðarinnar með færslu innanlandsflugsins til Keflavíkur yrði fyrsta og langstærsta samgönguspor aftur á bak í sögu þjóðarinnar.
Segir framgöngu borgarinnar harða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veit ekki til þess að nokkur maður sé á móti flugi og flugvöllum, enda snýst málið að sjálfsögðu ekki um það.
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 11:05
Ef austur-vestur braut flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu yrð lengd til vesturs þyrfti brautin að liggja yfir núverandi Suðurgötu og útivistarsvæði Reykvíkinga vestan flugvallarins, þar sem nú eru meðal annars knattspyrnuvellir.
Og stúdentagarðar verða byggðir við austurenda brautarinnar.
Suðurgatan yrði að liggja undir brautina og göng fyrir gangandi, hjólandi og akandi fólk yrðu undir bæði austur-vestur brautinni og nýrri norður-suður braut, sem lægi einnig út í sjó og þá á milli núverandi austur-vestur brautar og núverandi norður-suður brautar.
Og ný og þétt íbúðabyggð, sem fljúga þyrfti yfir, meðal annars á Hlíðarendasvæðinu, yrði skammt norðan nýju norður-suður brautarinnar og hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 11:18
"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.
Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."
Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna
3.8.1988:
"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.
Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp."
Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni
16.10.1990:
"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.
Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.
Flugvél hrapaði í Skerjafjörð
23.4.1997:
"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.
Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."
Brotlenti við Suðurgötuna
9.8.2000:
"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."
Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 11:20
Hljóðspor næði þar hvergi inn yfir þétta byggð og Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) komust að þeirri niðurstöðu í nýlegri skýrslu að afrennsli frá Hólmsheiði ógni ekki brunnsvæðum eða nágrenni vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins.
Í nýlegri skýrslu Veðurstofu Íslands, sem byggð er á veðurfarsmælingum á sex og hálfs árs tímabili, segir að nýtingarhlutfall flugvallar á Hólmsheiði yrði um 97%.
Og nýtingarhlutfall flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu er heldur ekki 100%.
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 11:31
Ef rætt væri um það að byggja íbúðabyggð þar sem nú er Reykjavíkurhöfn og flytja hafnarstarfsemina til Reykjanesbæjar væri erfitt að sjá neitt annað út úr því en menn væru á móti siglingum til borgarinnar.
Ómar Ragnarsson, 8.4.2014 kl. 13:53
Einn maður hefur farist á jörðu niðri og enginn slasast vegna flugs við Reykjavíkurflugvöll í 73 ár.
Ómar Ragnarsson, 8.4.2014 kl. 13:56
Veit ekki til þess að nokkur maður hafi lagt til að Gamla höfnin í Reykjavík verði flutt.
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 14:00
Ómar, þetta er hárrétt greining hjá þér. Ég skil raunar ekki hvað mistókst varðandi yngri kynslóðir og flugið. Kannski var allt orðið svo sjálfsagt að þeim finnist bara að þetta tengist þeim ekki neitt, nú eða landsbyggðin yfirleitt. Allavega er þessi firring líklega hvað sterkust í 101 Reykjavík.
Heilar kynslóðir berjast og hjakka í því að koma einhverjum málum eins og fluginu eða sjálfstæði lands upp á góðan stall, svo kemur ein og ýtir því framaf í kæruleysi eða hugsanaleysi.
Ívar Pálsson, 8.4.2014 kl. 14:01
Maður spyr sig hvort þessi sem kallar sig Steina Briem stefni að því að ná sama árangri gagnvart bloggi Ómars og Hilmar Hafsteinsson (ef hann þá heitir það í raun) hefur náð gagnvart Trausta Jónssyni, en honum tókst að þagga niður í Trausta sem bloggara. Það er nú komið svo að maður forðast að kíkja á komment við blogg Ómars, sem voru á tímabili mörg og sum skemmtileg, eftir að Steini þessi hóf að drekkja öllum öðrum "kommenterum"
E (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 14:03
Ég vissi ekki að ég væri af yngri kynslóðinni, á móti landsbyggðinni, flugi og flugvöllum.
Þar að auki hef ég búið í öllum kjördæmum landsins og 101, 104, 107 og 108 Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 14:10
Hér hefur margoft komið fram að Ómar Ragnarsson hefur ekkert á móti því að undirritaður birti hér athugasemdir, eins og ég hef gert síðastliðin sjö ár.
Og ekki þora vesalingarnir að birta hér skoðanir sínar undir nafni.
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 14:15
Harla ólíklegt að flugvallarmálið hafi haft nokkur áhrif á fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar í Reykjavík.
26.3.2014:
"Samfylkingin mælist með 28% atkvæða og fengi fimm borgarfulltrúa ef kosið yrði nú.
Björt Framtíð fengi tæp 25% og Sjálfstæðisflokkurinn 24,4%.
Báðir þessir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa en Píratar og Vinstri grænir einn hvor."
Samfylkingin stærst í borginni - Sjálfstæðisflokkurinn þriðji stærstur
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 14:26
Það er hollt að skrifa undir eigin nafni. Finn nú engan Steina Briem, en hann gæti heitið Þorsteinn svo sem.
En hvað um það. Steininn sá er duglegur að finna flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli þar sem hann er til foráttu og mæra það með köttum og peistum sem Hólmsheiðin hefur fram að færa.
Ég læt ekki sannfærast, - þekki sennilega bara allt of mikið af flugmönnum.
Það sem mér finnst sorglegast við þessa rimmu er nú reyndar fyrir Reykjavíkur hönd. Staðsetning vallarins er nefnilega einstök, og það ætti að byggja þetta upp sem flug-miðju sem stendur til margra ára, og einbeita sér frekar í að lappa upp á allskonar byggingar-klabb og svo að byggja í fjærri byggðum borgarinnar þar sem þungamiðjan hefur verið að leita, og mun verða.
Með þessu ati sem er í gangi, verður flugstarfseminni haldið í hálfgerðu skötulíki, og það er spurning með hve langt er í það að ríki og borg fari í hár saman.
Jón Logi (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 15:07
Steini Briem
Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Þorsteinn Briem
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 15:23
Það er ekki stefna Reykjavíkurborgar að enginn flugvöllur verði í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 15:29
Góður pistill Ómar en ég tel að þau rök sem oft eru notuð á landsbyggðarfólk sem "valið" hefur sér búsetu við oft á tíðum mjög erfiðar aðstæður, afskekt, lélegt samgöngukerfi og skerta þjónustu. Við þetta fólk sega margir málefnalegir menn "af hverju flytur þú þá bara ekki eitthvert annað" þau rök mætti nota á það fólk sem þolir ekki nærveru flugvallarins. varðandi samskipti borgaryfirvalda við flugvöllin í Reykjavík þá eru þau mjög óeðlileg og hrokafull og því frelsis og lýðræðistali sem menn þar þykjast elska mest. Oft hefur borgarstjórinn Jón Gnarr talað um einelti sem hann varð fyrir á uppvaxtarárum sýnum, ég ætla ekki að móðga neinn með því að segja að ef það væri hægt að leggja flugvöll í einelti þá væri Reykjavíkurflugvöllur gott dæmi um þann gjörning.
Benedikt Jónsson (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 15:39
Hlíðarendasvæðið og Landspítalinn eru skammt frá gatnamótum Snorrabrautar, Hringbrautar, Bústaðavegar og Miklubrautar og því ein stærstu gatnamót landsins.
Stefna Reykjavíkurborgar er að flugvöllurinn verði fluttur af Vatnsmýrarsvæðinu og þar verði íbúðabyggð, enda eru mjög stórir vinnustaðir skammt frá og á Vatnsmýrarsvæðinu, til að mynda Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Landspítalinn, sem er stærsti vinnustaður landsins.
Og að sjálfsögðu vilja fjölmargir búa sem næst sínum vinnustað, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu, enda sparar það þeim mikil bensínkaup, löng ferðalög á milli heimilis og vinnustaðar, miklar og margar umferðartafir og jafnvel kaup á bíl, þar sem einn bíll getur nægt á heimili í stað tveggja.
Þar að auki þýðir það mikinn sparnað fyrir Reykjavíkurborg og ríkið vegna færri bílslysa og minna slits á götum.
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 16:07
Væri ekki eðlilegast að finna einka- og kennsluflugi nýann stað til að fara á áður en það er rekið í burtu?
Sitt sýnist hverjum um flugvöllinn en þetta sem er í gangi núna er bara fáránlegt. Það er ekki pláss fyrir allt kennslu- og einkaflug í Reykjavík á Keflavíkurflugvölli eða smávöllunum hér í kring. Reykjavík getur bara gjörið svo vel að gera nýann flugvöll sem er að minnsta kosti jafn góður og sá eldri áður en starfsemin er rekin af gamla.
Eins og staðan er í dag hefur þessi mikla starfsemi sem er í kennslu- og einkaflugi á Reykjavíkurflugvölli ekkert að fara og það er bara gjörsamlega fáránlegt að mönnum sé bara boðið að fara með hana á sorpu bótalaust.
Siggi sæti (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 16:42
"Á Hólmsheiði er nægt rými fyrir alhliða innanlandsflugvöll, kennsluflug, einkaflug og flugsvið Landhelgisgæslunnar."
Í nýlegri skýrslu Veðurstofu Íslands, sem byggð er á veðurfarsmælingum á sex og hálfs árs tímabili, segir að nýtingarhlutfall flugvallar á Hólmsheiði yrði um 97%.
Og nýtingarhlutfall flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu er heldur ekki 100%.
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 17:04
Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.
Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.
Á Hólmsheiði er hins vegar nægt rými fyrir tvær flugbrautir.
Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.
Þar að auki er svæðið við suðurenda norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 17:22
Það amast enginn við þessum flugvöllum þar sem umferð er miklu miklu meiri en um Reykjavíkurflugvöll:
Flugvellir inni í miðri Washington-borg og í miðbæ Lundúna.
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1319581/
Ágúst H Bjarnason, 8.4.2014 kl. 17:25
Fjölmargir flugvellir við höfuðborgir Evrópu eru bæði innanlands- og millilandaflugvellir.
"Stockholm Arlanda Airport is located 37 km north of Stockholm."
"Oslo Airport, Gardermoen is located 35 km north-northeast of Oslo city center."
"Helsinki Airport is located 17 km north of Helsinki city centre."
"London Heathrow Airport lies 22 km west of Central London."
"Paris-Charles de Gaulle Airport is located 25 km to the northeast of Paris."
"Berlin-Schönefeld Airport is located 18 km southeast of the city centre."
"Vienna International Airport is located 18 km southeast of central Vienna, Austria."
"Fiumicino Airport, is located 35 km west southwest of Rome's historic city centre."
"Athens International Airport is located 20 km to the east of central Athens (30 km by road, due to intervening hills)."
"Henri Coandă International Airport is located 16.5 km northwest of the city of Bucharest, Romania."
"Ljubljana Jože Pučnik Airport is located 19 km north of Ljubljana, Slovenia."
"Budapest Liszt Ferenc International Airport is located 16 kilometres east-southeast of the centre of Budapest, Hungary."
"Skopje "Alexander the Great" Airport is located 17 km southeast of Skopje, Macedonia."
"National Minsk Airport is located 42 km to the east of the capital Minsk [Hvíta-Rússlandi]."
"Moscow Domodedovo Airport is located 42 kilometres south-southeast of the centre of Moscow."
"Boryspil International Airport is located 29 km east of Kiev, Ukraine."
"Tbilisi International Airport is located 17 km southeast of the capital Tbilisi, Georgia."
"Heydar Aliyev International Airport is located 20 km northeast of the capital Baku, Azerbaijan."
"Almaty International Airport is located 18 kilometers from the centre of Almaty, the largest city in Kazakhstan."
"Esenboğa International Airport is located 28 km northeast of Ankara, the capital city of Turkey."
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 17:33
29.5.2006:
Vilja flytja Heathrow-flugvöll austur fyrir London
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 17:38
Nú veit ég ekki hvort það er að æra óstöðugan að grípa niður í nokkrar af fullyrðingum Þorsteins Briem, en þar sem um er að ræða óþarfa hræðsluáróður, þá þykir mér ástæða til að gera nokkrar athugasemdir. Flugvöllurinn er þar sem hann er og engin betri lausn hefur fundist. Lenging A/V flugbrautarinnar er flugöryggisatriði og hefði tam komið í veg fyrir að Fokkerinn sem Þorsteinn vísar til hefði farið fram af braut vorið 1986. Þá gefur það auga leið að ekki yrði veitt byggingarleyfi á hættusvæðum, þannig að óþarfi er að gera mál úr því. Kanadíska flugvélin sem hrapaði í lendingu var mikið breytt rannsóknarflugvél og í ljós kom handvömm í viðhaldi. Það er sammerkt með Piper vélinni sem náði ekki inn á brautarenda A/V brautarinnar og Fokkernum sem fór fram af honum að ef fengist hefði heimild fyrir skipulagi Reykjavíkurflugvallar 1984-2004 um lengingu A/V brautarinnar um 400m til vesturs, þá hefði Suðurgata verið sett í stokk og engin hætta steðjað að umferð akandi, hjólandi eða gangandi við brautarendann. Tilfellið er að undanfarin ár hefur borgarmeirihlutinn unnið markvisst gegn flugöryggi. Synjað hefur verið heimild fyrir uppsetningu á aðflugsljósum við A/V flugbrautina. Grenitré sem starfsmannafélag Flugmálastjórnar plantaði fyrir mörgum áratugum má ekki skerða til að tryggja flugöryggi. Loka skal NA/SV flugbrautinni þó svo að vitað sé að það rýri flugöryggi. Einnig má segja að það sé ákveðinn tvískinnungur í þessum upphrópunum um hættu vegna flugs. Þrjú hættulegustu gatnamót landsins eru á Miklubraut. Vegna þessa var í svæðisskipulagi gert ráð fyrir mislægum gatnamótum þar, en núverandi meirihluti ætlaði að slá þau af, sjálfsagt vegna bílaóþols. Þá er rétt að benda á að enginn áætlunarflugvöllur er fyrirhugaður á Hólmsheiði. Ástæðan er einföld, veðurfar og landslag leiða af sér að slíkur flugvöllur yrði lokaður einhverjar vikur á ári hverju. Skýrslan sem Þorsteinn vísar til er ekki marktæk þar sem hún styðst ekki við neina viðurkennda aðferð til útreikninga á nothæfisstuðli flugvalla, en þeir skulu framkvæmdir samkvæmt reglugerð um flugvelli, sem byggir á ICAO viðauka 14. Að lokum nokkur orð um staðarval búsetu og vinnustaðar. Samkvæmt búsetukönnun í Reykjavík frá í fyrra þá ætla 3% aðspurðra að flytja til að minnka samgöngukostnað, eingöngu 2% til að flytja nær vinnustað og enginn ætlar að flytja til að breyta ferðavenjum. http://eldri.reykjavik.is/portaldata/1/Resources/umhverfissvid/myndir/skyrlsur/Busetukoennun2013.pdf
Sigurður Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 17:40
7.10.2011:
"Landspítalinn er mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem hefur myndast við Vatnsmýrina.
Nálægð við Háskóla Íslands, Háskóla Reykjavíkur, hús Íslenskrar erfðagreiningar og fyrirhugaða Vísindagarða styrkir þekkingarmiðju borgarinnar á þessu svæði.
Svæðið liggur upp við Miklubraut sem er aðalsamgönguæð borgarinnar en liggur einnig vel við öðrum mikilvægum umferðaræðum eins og Hringbraut, Bústaðavegi og Snorrabraut.
Kannanir sýna að helmingur núverandi starfsmanna Landspítalans býr í innan við 14 mínútna hjólafjarlægð í vinnuna og fjórðungur starfsmanna býr í innan við 14 mínútna göngufjarlægð.
Þarna er langtímastaðsetningin farin að móta rétt búsetumynstur, þar sem fólk býr nálægt vinnustað en keyrir ekki borgarenda á milli.
Þetta eru mikilvæg verðmæti í borgarsamfélaginu sem ber að varðveita. Þar fyrir utan starfa á annað hundrað starfsmenn spítalans einnig við kennslu og rannsóknir í Háskóla Íslands."
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 17:49
Ársskýrsla Landspítalans fyrir árið 2012
Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 17:55
Ný og þétt íbúðabyggð, sem fljúga þyrfti yfir, meðal annars á Hlíðarendasvæðinu, yrði skammt norðan nýrrar norður-suður brautar á Vatnsmýrarsvæðinu og hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.
Þétt byggð er hins vegar ekki við fyrirhugaðan flugvöll á Hólmsheiði.
Hljóðspor næði þar hvergi inn yfir þétta byggð og Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) komust að þeirri niðurstöðu í nýlegri skýrslu að afrennsli frá Hólmsheiði ógni ekki brunnsvæðum eða nágrenni vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins.
Í nýlegri skýrslu Veðurstofu Íslands, sem byggð er á veðurfarsmælingum á sex og hálfs árs tímabili, segir að nýtingarhlutfall flugvallar á Hólmsheiði yrði um 97%.
Og nýtingarhlutfall flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu er heldur ekki 100%.
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 18:03
"Gatnakerfið í Reykjavík austan Elliðaáa þekur 51% af landinu.
Byggð svæði þekja einungis 35% og opin svæði 14%."
Ofvaxið gatnakerfi - Þétting byggðar
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 18:11
Þar sem hér er maður með öll svör á hreinu þá langar mig til að vita. Hvað kostar fyrirhugaður flugvöllur á Hólmsheiði, með öllu og hvað kostar að flytja Reykjavíkurflugvöll þangað ? Og hver á að borga það ? Og gaman væri líka að fá kostnaðar tölur um hvað það kostar að ræsa fram Vatnsmýrina og undirbúa hana fyrir þétta íbúabyggð. Og hvaða áhrif hefði það á Tjörnina í Reykjavík ?
Spyr sá er ekki veit.
Guðmundur St. Valdimarsson (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 18:30
Þorsteinn, það er ekki nóg að vera snöggur á klippa og klístra, það verður að skoða gögnin gagnrýnum augum og skilja þau. Í flugvallarupptalningu þína vantar flugvelli eins og Bromma, London City, Berlin Tegel, Ciampino við Róm, sem allir eru mun nær miðborgunum en þeir sem þú kýst að nefna, og Gardermoen er víti til varnaðar, en ég nennti ekki að fara yfir allan listann. Margra alda, eða árþúsunda gamlar stórborgir sem þurfa flughafnir sem þjónusta farþegafjölda mældan í milljónatugum eiga ekki hægt um vik að finna pláss nærri miðbænum til að setja niður flugvöll. Enda út í hött að bera aðstæður þar saman við Reykjavík. Í röksemdum fyrir staðsetningu nýs Landspítala er talað um hversu margir búi á svæði þar sem hægt er að ganga eða hjóla, en hvergi gefið upp hversu margir gera það. Ef stungið er út í kort hvaða svæði er um að ræða, þá er hægt að hjóla á 14 mínútum hvaðan sem er af svæði sem nær frá Eiðistorgi í vestri að Háaleitisbraut í austri. Ef helmingur starfsfólks LSH gengi eða hjólaði í vinnu þá væru á annað þúsund reiðhjól fyrir utan Landsann. Ég skora á þig að rölta einn hring og telja. Í lokin vil ég góðfúslega benda á að það er sama hversu oft röngum upplýsingum er troðið í athugasemdakerfi einhvers, það gerir upplýsingarnar ekki réttar.
Sigurður Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 18:40
Heilu hverfin í Reykjavík hafa verið byggð í mýri, hús Íslenskrar erfðagreiningar var reist á Vatnsmýrarsvæðinu og skammt þar frá er verið að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen, þar sem um 200 manns munu starfa.
Reykjavíkurflugvöllur var lagður á Vatnsmýrarsvæðinu og sem betur fer er flugvélum ekki lent þar í mýri.
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 18:53
Svarar ekki spurningunum.
Guðmundur St. Valdimarsson (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 19:08
Ríkið getur látið gera flugvöll með tveimur flugbrautum á Hólmsheiði fyrir 16 milljarða króna fyrir árið 2022, eftir átta ár, þegar Reykjavíkurflugvöllur á að vera farinn af Vatnsmýrarsvæðinu.
Reykjavíkurborg gæti greitt allan kostnað við flugvöll á Hólmsheiði fyrir hlut ríkisins á Vatnsmýrarsvæðinu en sá hlutur er lítils virði fyrir ríkið undir flugvöll, þar sem ein flugbraut nægir ekki á Vatnsmýrarsvæðinu.
Flugvöllurinn á Hólmsheiði yrði því greiddur með sölu lóða á Vatnsmýrarsvæðinu.
Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.
Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.
Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 19:15
Er það forsvaranlegt að ég og aðrir þegnar þessa lands borgum fyrir flugvöll bara svona af því bara ganni ? Á meðan stórir og mikilvægir málaflokkar eru látnir sitja á hakanum vegna fjárskorts íslenska ríkisinns ? Hverjir eiga landið á Hólmsheiðinni sem verið er að tala um að setja þennan flugvöll á ? og er búið að semja við þá eigendur ?
Guðmundur St. Valdimarsson (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 19:22
Þorsteinn, það verður ekki byggður flugvöllur á Hólmsheiði, en ef hann yrði byggður, þá yrði það ekki fyrir 16 milljarða, það vantar mikið upp á að það dygði. Það þyrfti að byggja nýja spennistöð fjarri flugvallarstæðinu, leggja háspennulínur í jörð, færa heitavatnsæðina frá Nesjavöllum og rífa nýja fangelsið. Það er alveg óhætt að bæta 10 milljörðum við þessa áætlun þína. Markaðsverð á Vatnsmýri er sem stendur 0 krónur á hektara. Askja, deCode, Háskólinn í Reykjavík og Alvogen hafa fengið fjölda hektara gefins. Það sem ég tel vera dýrasta byggingaland sem finnst á landinu er slippurinn í Reykjavík. Reykjavík keypti þá lóð fyrir tveimur árum á 320 milljónir á hektarann. Það þarf enginn að láta sér detta í hug að einhverjir séu svo vitlausir að kaupa lóðir í Vatnsmýri á margföldu því verði.
Sigurður Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 19:30
"Kauptilboð vegna lóða sunnan Sléttuvegar í Fossvogi voru opnuð eftir að tilboðsfrestur rann út að viðstöddum áhugasömum bjóðendum.
Samtals bárust 1.609 tilboð frá 167 bjóðendum.
Hæsta tilboð í byggingarétt á lóð fyrir fjölbýlishús með 28 íbúðum var 369,6 milljónir króna.
Hæsta tilboð í byggingarétt tvíbýlishúss var 42,3 milljónir króna og hæsta tilboð í byggingarétt keðjuhúss (pr. íbúð) var 34,070 milljónir króna."
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 19:37
Eru öll mannvirki og samgöngur og allt sem fylgir flug og flugvallar rekstri inn í þessum 16 miljörðum ? Það þykir mér góður díll ef svo er. En ég leifi mér stórlega að efast um það og er reyndar nokkuð viss um að það meigi margfalda þá upphæð, nokkrum sinnum.
Guðmundur St. Valdimarsson (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 19:40
Er svo réttlætanlegt að lengja vegalengdina hjá fullt af fólki til að fara í vinnuna til að stytta það hjá öðrum ? Hver veit nema að þeir sem starfa og hafa lifibrauð við að vinna á Reykjavíkurflugvelli, séu í 14 mínútna hjóla og göngufæri við flugvöllinn og hafi fjárfest sér í húsnæði innann þess radíus.
Guðmundur St. Valdimarsson (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 19:47
1100 hundruð manns vinna á flugvallarsvæðinu og 200 nemendur eru í flugskólunum.
Tökum til samanburðar Laugardalinn í Reykjavík. Hve margir vinna þar?
Ómar Ragnarsson, 8.4.2014 kl. 20:05
"Hlutfallslega flestir svarendur [í Reykjavík] vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum, borið saman við núverandi búsetu.
Um helmingur svarenda býst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára.
Um 87% reikna með að flytja innan borgarinnar og þar af um helmingur innan sama hverfis.
Af nýbyggingasvæðum er miðbærinn vinsælastur og næst kemur Vatnsmýri."
Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga árið 2013
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 20:07
Ekki veit ég til þess einhverjir leggi til að íbúðabyggðir við Vatnsmýrarsvæðið eða annars staðar í Reykjavík verði lagðar niður.
Og að sjálfsögðu mun fólk starfa við flugvöllinn á Hólmsheiði.
Mörgum sinnum færri vinna hins vegar við flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu en til að mynda í Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands og Landspítalanum, sem er stærsti vinnustaður landsins.
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 20:24
Er þá réttlætanlegt að flytja vinnustað tæplega 2000 einstaklinga ?
Guðmundur St. Valdimarsson (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 20:56
Þorsteinn, þú ert óþreytandi, en svolítið eins og blaut sápa. Maður reynir að grípa hana en hún skýst úr greip manns og liggur gagnslaus á gólfinu. Hvað veistu um þessi lóðakaup sem þú vísar til í innleggi 36? Nú eru liðin nærri sjö ár frá því þetta kom í fréttum, en ekki eitt einasta af þessum húsum hefur verið byggt.
Eins og áður hefur komið fram, þá verða engin störf við flugvöll á Hólmsheiði.
Sigurður Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 21:16
Kostnaður við flugvöll á Hólmsheiði var áætlaður árið 2006 um tíu milljarðar króna, eða 16 milljarðar króna á núvirði.
Og mun hærri upphæð fæst fyrir sölu á lóðum á Vatnsmýrarsvæðinu, þannig að flugvöllurinn mætti þess vegna kosta meira.
Það er nú ekki nýtilkomið að einhver mannvirki séu á Hólmsheiði, að sjálfsögðu hefur verið reiknað með kostnaði við að færa þau og engin ástæða til að rífa þar nýja fangelsið vegna flugvallar.
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 21:18
Það land sem er í eigu Reykjavíkurborgar á Vatnsmýrarsvæðinu er ekki í boði undir flugvöll, enda hefur borgin fyrir löngu ákveðið að reisa þar íbúðabyggð.
Og eignarrétturinn er friðhelgur, samkvæmt stjórnarskránni, þannig að Reykjavíkurborg getur hvenær sem er krafist þess að ríkið afhendi borginni landið.
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 21:29
Jæja Þorsteinn, ég held að þetta sé fullreynt. Þú trúir því sem þú vilt. Það er jú stjórnarskrárvarið trúfrelsi á Íslandi.
Sigurður Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 21:32
Er ekki hægt að loka bara á kommentin hjá Steina Briem, hann segir bara aftur og aftur það sama og vísar aldrei í heimildir. Þetta kallast að vera tröll og spammari. Hann leggur ekki beint mikið til umræðunnar.
Siggi sæti (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 21:32
"Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í vikunni var að nýju lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.
Var hún samþykkt með 6 atkvæðum fulltrúa Besta flokksins, Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar; fulltrúa Samfylkingarinnar, Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur; sem og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, Sóleyjar Tómasdóttur."
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 21:35
26.3.2014:
"Samfylkingin mælist með 28% atkvæða og fengi fimm borgarfulltrúa ef kosið yrði nú.
Björt Framtíð fengi tæp 25% og Sjálfstæðisflokkurinn 24,4%.
Báðir þessir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa en Píratar og Vinstri grænir einn hvor."
Samfylkingin stærst í borginni - Sjálfstæðisflokkurinn þriðji stærstur
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 21:38
Steini er með hlutina á hreinu..eða hvað. Hvað með mest umfangsmestu áskorin sem nokkuð yfirvald í þessu landi hefur fengið í hendurnar...hátt í 70 þús manns....á bara að sópa vilja þess fólks undir stólin af því að núverandi borgarcanítatar eru með brenglaða sýn á framtíð reykjavíkur...og hafa í raun ekkert með það að gera að taka fram yfir hendur almennings í þessu máli.
Guðbjartur (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 21:51
Alltaf gaman að snúa hnífnum í sárum Sjálfstæðisflokksins.
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 22:06
Hér eru greinilega ekki uppbyggilegar vitibornar samræður á jafnræðisgrunni í gangi og svörin byggja á eldgömlum upplýsingum sem eru copy/paste af veraldarvefnum. Líklega upp úr stefnuskrá lélegrar eftirlýkingar af stjórnmálaflokk. Hér eru menn ekkert að gefa frá sjálfum sér, heldur flokkslínunni. Megi ykkur farnast vel eftir kostningar.
Guðmundur St. Valdimarsson (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 22:42
Af hverju er döflast svona á venjulegu fólki, almenningi sem vill bara fá að lifa huggulegu lífi, geta gert eitthvað af viti í frjálsu landi þar sem einstaklingurinn blómstrar í sköpunargleði sinni? Flýgur frjáls eins og fuglinn eða Ómar og vílar ekkert fyrir sér? Þarf endilega að finna eitthvað sem var byggt upp á áratugum og sprengja það upp? Af hverju er Sovétið aftur komið í tísku? Finnst fólki bara eðlilegt að allir hinir eigi bara að haga sér svona eða hinsegin, af því að allskyns pólitíkusar ákveða það yfir lattebolla?
Bara spurning.
Ívar Pálsson, 8.4.2014 kl. 22:55
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur
"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."
Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar engan áhuga á eignarréttinum.
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 23:30
Þriðjungi færri styðja Sjálfstæðisflokkinn í borginni en 2010 - Fengi fjóra borgarfulltrúa af fimmtán
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 23:34
Mæli eindregið með að fólk lesi svo bloggfærslurnar sem fylgja athugasemdum Ómars. Þar er margt skrýtið sem þar kemur fram sérstaklega frá einum heitum stuðningsmanni núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Hann á sammerkt með Gnarr, Degi B., Páli Hjalta og Birni Blöndal, að hann hlustar ekki á staðreyndir.
Það er alveg sama hvort það er flugvöllurinn, Borgartúnið, Hofsvallagatan, eða aðalskipulagið. Athugasemdir eru ekki teknar til greina, það er ekki hlustað á borgarbúa. Við gætum alveg eins búið í Pútin-landi. Hér er það fasisminn sem blífur!
Pétur P Johnson, 9.4.2014 kl. 00:28
Allir sem vilja geta kosið Sjálfstæðisflokkinn.
Þorsteinn Briem, 9.4.2014 kl. 00:39
Sjálfstæðisflokkurinn tapar umtalsverðu fylgi á landsvísu
Þorsteinn Briem, 9.4.2014 kl. 00:44
Það er gaman að skoða þetta með nálægð flugvalla við ýmsar stórborgir; Frá miðbæ Boston eru ekki nema 4,8 km út á Logan flugvöllinn. Í Wellington, höfuðborg Nýja Sjálandi, er flugvöllurinn í miðri byggð en brautirnar vísa út í sjó, þar er vegalengdin frá miðborginni 5,5 km. Í Christchurch, aðalborgin á Suðureyju Nýja Sjálands er flugvöllurinn í 12 km fjarlægð frá miðborginni. Í Auckland er flugvöllurinn í 21 km fjarlægð frá miðborginni. Bromma flugvöllur við Stockholm er enn í fullu gildi sem innanlandsflugvöllur, en hann um 7,4 km frá miðborginni. Flugvöllurinn í Vancouver, einn nýjasti áfangastaðir Icelandair, er um 12 km frá miðborginni og í Anchorage í Alaska er Ted Stevens-flugöllurinn aðeins um 7,4 km frá miðborginni. Keflavikurflugvöllur er hins vegar í 50 km fjarlægð frá miðborg Reykjavíkur. Meira að segja Gardemoen við Osló er nær miðborginni en KEF, eða um 35 km.
Pétur P Johnson, 9.4.2014 kl. 00:53
3.4.2014 (síðastliðinn fimmtudag):
"Framsóknarflokkurinn hefur mælst með um 3% fylgi í Reykjavíkurborg og nær samkvæmt því ekki inn manni í sveitarstjórnarkosningunum nú í vor."
Þorsteinn Briem, 9.4.2014 kl. 01:04
2.4.2014 (síðastliðinn miðvikudag):
Einungis 37% styðja ríkisstjórnina - Framsóknarflokkurinn með 13% fylgi
Sweet dreams!
Þorsteinn Briem, 9.4.2014 kl. 01:13
Þetta er góð greining hjá þér Ómar og þörf umræða. En ég dáist af þér að halda áfram að blogga þrátt fyrir að vera nánast lagður í einelti af þessum Steina. Hann hefur gert það að verkum að ég nenni ekki orðið að lesa athugasemdir við skrif þín. Minnir dálítið á mann sem mætir á alla fundi hjá ónefndum félagsskap, tjáir sig hátt og skýrt um alla hluti, veit alltaf betur og er yfirleitt ósammála síðasta ræðumanni. Æji....hvað það er þreytandi. Hefur maðurinn ekkert annað að gera?
En vonandi heldur þú áfram ótrauður! Og þessi Steini finnur vonandi sinn meðalveg í samskiptum á vefnum.
Ingimar Eydal, 9.4.2014 kl. 09:00
Muni ég rétt eru yfir 600 borgir yfir Reykjavík í stærð (ekki alveg viss um parameterinn í þessari leit) með flugvöll beint í miðjunni. Um allan heim þ.e.a.s.
Og talandi um spítalann, og hátæknisjúkra-drauminn, þá má nefna það, að það eru kannski óþægilega margir þjappaðir á Landssítalanum miðað við þau pláss sem verið er að leggja niður víða um land, og hvað þar er hægt að gera.
Það er náttúrulega nóg pláss fyrir allt klabbið uppi á Rangárvöllum, og þá er hægt að byggja kaffihús um alla Vatnsmýrina. Starfsfólk í flugi og heilbrigðisþjónustu getur þá annað hvort búið úti á landi, flogið í vinnuna frá Keflavík, eða þá í þyrlu úr borginni....
Jón Logi (IP-tala skráð) 9.4.2014 kl. 11:16
Ég bjó í norðlenskri sveit, Skíðadal, og drakk þar gríðarlega mikið kaffi, eins og langflestir bændur gera, án þess að vera atyrtir fyrir það af vesalingum:
Morgunmatur: Kleinur, kaffi og hræringur.
Morgunkaffi: Kleinur og kaffi.
Hádegismatur: Kleinur, kaffi og sviðakjammi.
Síðdegiskaffi: Kleinur og kaffi.
Kvöldmatur: Kleinur, kaffi, siginn fiskur og súr hrútspungur.
Kvöldkaffi: Kleinur og kaffi.
Hef hins vegar aldrei fengið mér kaffi á kaffihúsi í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 9.4.2014 kl. 11:39
Sleppti kaffiþambinu fyrir nokkrum árum, og hef kvóta upp á 12 bolla á ári.
Við erum því ekki beinlínis vænir fyrir kaffihúsabyggð í Vatnsmýrinni.
Ekki Ómar heldur. Og það þarf ekki að stytta braut fyrir kóksjoppu eða sjálfsala sem eru þegar til í flug-görðunum.
Kaffi og hræringur? Ertu að grínast, eða ertu með hundsmaga?
Jón Logi (IP-tala skráð) 9.4.2014 kl. 11:59
Ætlunin er að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu, þar af um 200 svokallaðar stúdentaeiningar og 50% íbúðanna verða tveggja herbergja en um 20% þriggja herbergja.
Í fyrra voru opnaðir stúdentagarðar, Sæmundargarðar, við Háskóla Íslands fyrir um 300 stúdenta og reistir verða stúdentagarðar á milli Nauthólsvegar og Öskjuhlíðar í nágrenni Háskólans í Reykjavík.
Mjög stórir vinnustaðir eru skammt frá Hlíðarendasvæðinu, Háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn og Háskóli Íslands, og líklegt að margir sem þar starfa kaupi íbúðir á Hlíðarendasvæðinu, í stað þess að búa langt frá þessum vinnustöðum.
Og það þýðir minni eldsneytiskaup, minni mengun, færri árekstra, minni tíma í ferðalög á milli heimilis og vinnustaðar, svo og minna slit á bílum og götum.
Þar af leiðandi getur verið hagstæðara að búa nálægt vinnustað, enda þótt íbúðir séu dýrari þar en langt frá vinnustaðnum.
Þorsteinn Briem, 9.4.2014 kl. 12:25
Ó-kaupanlega dýrt er samt ó-kaupanlega dýrt.
Jón Logi (IP-tala skráð) 9.4.2014 kl. 12:38
"Hlutfallslega flestir svarendur [í Reykjavík] vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum, borið saman við núverandi búsetu.
Um helmingur svarenda býst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára.
Um 87% reikna með að flytja innan borgarinnar og þar af um helmingur innan sama hverfis.
Af nýbyggingasvæðum er miðbærinn vinsælastur og næst kemur Vatnsmýri."
Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga árið 2013
Þorsteinn Briem, 9.4.2014 kl. 13:01
Landspítalinn er stærsti vinnustaður landsins og að sjálfsögðu vilja fjölmargir búa sem næst sínum vinnustað, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu, enda sparar það þeim mikil bensínkaup, löng ferðalög á milli heimilis og vinnustaðar, miklar og margar umferðartafir og jafnvel kaup á bíl, þar sem einn bíll getur nægt á heimili í stað tveggja.
Og rekstrarkostnaður venjulegs fólksbíls hér á Íslandi er ekki undir einni milljón króna á ári, samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).
Rekstrarkostnaður bifreiða í janúar 2013 - Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB)
Þorsteinn Briem, 9.4.2014 kl. 13:27
Íbúðir til sölu á Hlíðarenda verða sannarlega dýrar, því að sumar þeirra verða félagslegar íbúðir, alfarið á okkar kostnað, sem þýðir að meiri kostnaður flyst í raun yfir á hinar. Riflildið um bílastæðin verður verra en meðal Þjóðverja á morgnana um sundlaugarstólana á Spáni.
Ívar Pálsson, 9.4.2014 kl. 14:04
Bílastæði á Vatnsmýrarsvæðinu verða mörg neðanjarðar, enda taka bílastæði mikið og dýrt pláss ofanjarðar og ekki myndu margir vilja búa í gluggalausum kjallara.
Og margir þeirra sem nú aka langar leiðir í vinnu til að mynda á Landspítalanum, í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands munu væntanlega kaupa íbúðir á Vatnsmýrarsvæðinu og geta þannig sparað kaup og rekstur á einum bíl á heimili í stað tveggja, sem þýðir einnig að minna pláss þarf undir bílastæði en ella á Vatnsmýrarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 9.4.2014 kl. 14:30
Mikil eftirspurn er eftir húsnæði í miðbæ Reykjavíkur og nágrenni.
16.6.2012:
"Sérbýli sem kostar 40 milljónir í Hvarfahverfi [í Kópavogi] myndi kosta 65,6 milljónir ef það væri í Þingholtunum.
Og íbúð í fjölbýli sem í Hvörfum væri metin á 19,8 milljónir myndi kosta 29,4 milljónir í Þingholtunum, sem er dýrasta hverfið á höfuðborgarsvæðinu."
Þingholtin eru dýrasta hverfið á höfuðborgarsvæðinu
Þorsteinn Briem, 9.4.2014 kl. 14:57
Ekki setja út á Briem, fáar ættir hafa stundað jafnmikla inbreading og þeir. Þannig að setja út á einhver sem heitir Briem er eins og sparka í blindan kött.
Einar Viðarsson (IP-tala skráð) 9.4.2014 kl. 16:21
Það er greinilega vel skiljanlegt að sífellt færri styðji Sjálfstæðisflokkkinn.
Þorsteinn Briem, 9.4.2014 kl. 18:26
Steini kýs ætlarðu ekki að svara spurninguni með vilja þjóðarinnar í þessum málum. Það merkilega er að núna erum við með Borgarstjórn sem hlustar ekki á um 70 þús manns...og ríkisstjórn sem hlustar ekki á yfir 50 þús manns.
Það er ekki nóg að setja upp einhverja broskalla og segja að þetta sé allt sjálfstæðismenn sem eru að taka þátt í þessum kosningum ......við erum með handónýtt lið sem stýrir borg og landi...punktur. Hitt er að stefnumörkun borgarinar um að þétta byggð og gera fólki kleyst að ferðast meirra með vistvænum ökutækjum er bara eitthvað sem Borgin getur ekki ákveðið svona upp á sitt einsdæmi....er þetta virkilega það sem fólk vill?? Sjálfur reiðhjóla ég til vinnu á sumrin ca hálfa vikunna...en ég kæri mig ekki um að Borgaryfirvöld skikki mig til þess með vitlausum framkvæmdum. Tala ekki borgartúnið og Hoffsvallagata sýnu máli.
Guðbjartur (IP-tala skráð) 10.4.2014 kl. 12:04
Þar að auki eru sumir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fylgandi því að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu.
20.10.1013:
Besti flokkurinn fengi sjö borgarfulltrúa
Og undirskriftir í fyrra varðandi Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.
Þar að auki voru þessar undirskriftir langt frá því að vera eingöngu undirskriftir Reykvíkinga og undirskriftasafnanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram varðandi Reykjavíkurflugvöll.
Og ekki er kosið um nákvæmlega sama mál þar til einhverjir verða ánægðir með niðurstöðuna.
"78. gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.
Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 12:41
20.10.2013 átti þetta nú að vera og frá þeim tíma hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkað í Reykjavík um 7%, niður í 24%.
Og fylgi Sjálfstæðisflokksins er nú einnig það sama á landsvísu, um 24%.
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 13:12
Ætlar Reykjavík að afsala sér því að vera höfuðborg alls landsins? Ég starfaði og bjó á Ísafirði í nær átta ár. Hvílíkur feginleiki að lenda í Vatnsmýrinni með dauðveikan sjúkling.
Það vill svo óheppilega til að Reykjavík er að nokkru leyti byggð á nesi milli Elliðárvogs og Fossvogs.
Það takmarkar mjög umferðaræðar að miðbænum. Því í ósköpunum að þétta byggð á svæði sem þegar er umferðaröngþveiti að komst að/frá á álags tímum.
Þegar ég kom að Lsp. fyrir viku síðan voru um 10 reiðhjól til hliðar við aðalinnganginn.
Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.4.2014 kl. 19:04
Það er ekki stefna Reykjavíkurborgar að enginn flugvöllur verði í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 22:01
Í Morgunblaðinu í dag var grein eftir Leif Magnússon verkfræðing, en hann var í um áratugaskeið einn af framkvæmdastjórum hjá Flugleiðum. Leifur stýrði lengst af því sviði sem sá um mat á þróun flugflota félagsins og öryggismál. Leifur er meðal fróðustu manna um öryggismál Reykjavíkurflugvallar.
Deiliskipulag á brauðfótum
Á Þorláksmessu auglýsti Reykjavíkurborg eftir athugasemdum við tillögu sína að nýju deiliskipulagi fyrir Reykjavíkurflugvöll og var ég meðal 43 sem sendu athugasemdir. Hinn 8. apríl barst mér svar Umhverfis- og skipulagssviðs og með því umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 10. mars, upp á 24 síður. Þar er vitnað til ýmissa skjala, sem deiliskipulagið byggist á, og bersýnilega treyst á að sauðsvartur almúginn þekki hvorki á þeim haus né sporð. Lítum nánar á þessi grunnskjöl deiliskipulagsins.
Þar ber fyrst á fjöru það sem þar er nefnt »skýrsla samgönguráðherra«. Í reynd er það skýrsla nefndar, sem Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi samgönguráðherra, skipaði 7. des. 1988 undir formennsku Álfheiðar Ingadóttur líffræðings til »að vinna áhættumat vegna Reykjavíkurflugvallar«. Skilaði hún skýrslu sinni til ráðherra 30. nóv. 1990. Þá vakti athygli eftirfarandi yfirlýsing á bls. 2: »Nefndarmenn komust að þeirri niðurstöðu að gerð áhættumats vegna Reykjavíkurflugvallar krefðist yfirgripsmeiri og sérhæfðari rannsókna en væru á færi nefndarinnar auk þess sem ekki liggur fyrir ákvörðun stjórnvalda um það hvað teljist ásættanleg áhætta af rekstri flugvallar í Vatnsmýri.« Engu að síður lagði nefndin fram tíu tillögur, og ein þeirra var eftirfarandi: »Hætt verði notkun á NA/SV-braut (07-25) og henni lokað.« Í umfjöllun skýrslunnar er hvergi orð að finna um áhrif slíkrar lokunar á nothæfisstuðul vallarins, né heldur minnst á þá stórauknu slysahættu, sem myndi fylgja auknum fjölda flugtaka og lendinga við efri mörk leyfilegs hliðarvinds. Hvorki samgönguráðherra né ráðuneytið tók neina afstöðu til tillagna nefndarinnar og mér er vel kunnugt um að skýrslan var ekki send Flugráði til umsagnar, eins og hefð var fyrir um slík skjöl. Þetta grunngagn deiliskipulagsins hefur því nákvæmlega ekkert gildi.
Þá er í umsögn skipulagsfulltrúa ítrekað vitnað til »samkomulags um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli«, sem Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, og Jón Gnarr borgarstjóri undirrituðu 19. apríl 2013, en »með fyrirvara um samþykki borgarráðs«. Á vefsíðu Reykjavíkurborgar eru nú birtar fundargerðir 46 funda borgarráðs frá þessum degi, og þar er hvorki að finna kynningu samkomulagsins né umrætt samþykki borgarráðs. Meginatriði málsins felst hins vegar í afgerandi afstöðu, sem Alþingi tók dagana 19.-21. des. 2013 við lokaafgreiðslu fjárlaga ársins 2014, en þá var alfarið hafnað að í þeim væri heimild til sölu einhvers hluta lands Reykjavíkurflugvallar.
Í umsögn skipulagsfulltrúa er ítrekað vitnað til skjala frá 25. okt. 2013, og þeim þá á ýmsan hátt fléttað saman. Nauðsynlegt er, að menn átti sig á því hvað þar fór fram. Í fyrsta lagi undirrituðu forsætisráðherra, innanríkisráðherra, borgarstjóri, formaður borgarráðs og forstjóri Icelandair Group hf. »samkomulag um innanlandsflug«, sem fjallar um eitt málefni, skipun verkefnisstjórnar undir formennsku Rögnu Árnadóttur til »að fullkanna aðra kosti til rekstrar innanlandsflugs en framtíðarflugvöll í Vatnsmýri«. Hefur hún til ársloka 2014 að skila skýrslu sinni. Í öðru lagi undirrituðu aðeins innanríkisráðherra og borgarstjóri annað skjal án fyrirsagnar, og í þremur liðum. Í inngangi þess er sérstaklega áréttað að þar sé um að ræða vinnu »í samræmi við áður undirritaða samninga«, án þess að þeir séu þar tilgreindir. Í bréfi innanríkisráðuneytis til Isavia ohf., dags. 30. des. 2013, kemur hins vegar fram um hvaða fimm »ítrekuðu samninga« sé að ræða, og eru það skjöl frá árunum 1999-2013. Ekki er rými í þessari grein til nánari umfjöllunar um þessi fimm skjöl, sem ég tel að í dag séu marklaus og hafi ekkert fordæmisgildi fyrir ákvarðanir núverandi stjórnvalda um skerðingar á umfangi flugvallarins eða þeirri starfsemi, sem þar fer fram. Ég hef sent hlutaðeigandi embættismönnum ríkisins nánari ábendingar um þessi fimm skjöl.
Að lokum er vitnað til bréfs forstjóra Isavia ohf. til innanríkisráðherra, dags. 13. des. 2013, undir fyrirsögninni »Afleiðingar lokunar norðaustur-suðvestur-flugbrautar Reykjavíkurflugvallar fyrir sjúkraflug«. Með því var fylgiskjalið »Nothæfisstuðull fyrir sjúkraflugvélar á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli«, þar sem litið er á þessa tvo flugvelli sem eitt mannvirki, og miðað við 25 hnúta hámarkshliðarvind! Þessi skjöl eru nú á sveimi í netheimum og sagnfræðingar framtíðar eiga eflaust eftir að skoða þau af athygli, einkum þeir, sem kunna að lesa á milli lína.
Bæði innanríkiráðuneyti og Isavia ohf. vita eflaust af »reglugerð um flugvelli nr. 464/2007«, sem er að mestu bein þýðing alþjóðareglna um flugvelli. Í henni er að finna nákvæma skýringu orðsins »nothæfisstuðull« (e: Usability factor). Þar er jafnframt skilmerkilega tilgreint hvernig hann skuli reiknaður, og að miða skuli við þrenns konar tölugildi hámarkshliðarvinds, 10, 13 og 20 hnúta, sem tengjast lengd flugbrauta og flugumferð, sem þær þjóna. Fyrir Reykjavíkurflugvöll ber alfarið að nota 13 hnúta tölugildið.
Ágúst H Bjarnason, 11.4.2014 kl. 17:35
Það sem talsmenn byggðar i vatnsmýri átta sig ekki á því að Reykjavík ber þennan borgartitil vegna þess að hún er samgöngumiðstöð landsins. Ef flugvöllur hverfur úr Reykjavík, mun atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu snarminnka og smá saman færast annað. Sá sem berst gegn flugvallarstarfseminni í Vatnsmýrinni er í raun að skaða framtíðarhag Reykjavíkur.
Eins og staðan er ímdag er reykjavík ekki komin með nýjan stað undir þenna flugvöll.Á meðan svo er þá er algjörlega óábyrgt af yfirvöldum að ætla loka vellinum og skipuleggja aðra byggð á svæðinu.
Til hvers að fórna öruggum tekjum að flugvallarsvæðinu á meðan annað er ekki í hendi....það er glapræði
Guðbjartur (IP-tala skráð) 12.4.2014 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.