Vafasamt að nota orðið gettó.

Það er vafasamt að nota orðið "gettó" um Oddeyrina á Akureyri eða þau hverfi í bæjarsamfélögum Íslands sem þykja hafa neikvæða ímynd á sér.

Til þess er munurinn á þessum hverfum og raunverulegum gettóum í erlendum borgum einfaldlega allt of mikill hvað varðar raunverulega örbirgð og neyð, sem ríkir í alvöru gettóum erlendis.

Og varla getur Oddeyrin náð þeim stimpli sem braggahverfin í Reykjavík, eins og Kamp Knox, Múlakampur, Laugarneskampur og Höfðaborgin fengu á sig á sínum tíma.

Ég á að minnsta kosti erfitt með að ímynda mér það.


mbl.is Eyrin er gettó Akureyrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"A ghetto is a part of a city in which members of a minority group live, especially because of social, legal, or economic pressure."

Þorsteinn Briem, 9.4.2014 kl. 00:32

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Brekkusniglar bótum á,
bitrir aðra dissa,
Eyrarpúkar einnig smá,
að öðrum líka flissa.

Þorsteinn Briem, 9.4.2014 kl. 11:15

3 identicon

Þeir ættu að lesa Öreigana í Lodz áður en þeir kalla Eyrina gettó.

Jón (IP-tala skráð) 9.4.2014 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband