10.4.2014 | 00:54
Ábyrgðarleysi og firring stjórnmálamanna.
Ábyrgðarleysi íslenskra stjórnmálamanna er greypt í framkomu þeirra árum og áratugum saman.
Nýjasta dæmið er hvernig þeir haga sér gagnvart starfsemi flugskóla og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli.
Á næsta ári á að reka fólk út úr Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli með 85 flugvélar og starfsemi á annað hundrað manna hið minnsta og gera byggingarnar upptækar án nokkurra bóta og án þess að hafa haft neitt samráð við viðkomandi, þrátt fyrir allan fagurgalann um "samræðustjórnmál" og "þátttöku almennnings í stjórnvaldsákvörðunum.
Á sínum tíma reistu þeir, sem þarna starfa, byggingarnar á þessum reit (sem er minni en bílastæðin ein við Háskólann) fyrir eigið fé, lögðu akbrautir og yfirborð, skólplagnir og raflagnir á eigin kostnað með fullu samþykki þáverandi yfirvalda.
Þessu á öllu að eyða og reka fólkið burt bótalaust.
Að vísu er vitnað í undirritað samkomulag borgar og ríkis um að starfseminni verði fundinn annar staður, en ekkert er farið að gera í því og verður að sjálfsögðu ekki mögulegt, enda engir peningar til og eru ekki í sjónmáli.
Enginn annar staður hefur fundist með þeirri nauðsynlegu aðstöðu sem bóklegt og verklegt flugnám þarf, enda virðist stjórnmálamönnum ekki varða neitt um það og tala jafnvel um að allt nám í flugi verði flutt til útlanda.
Ætli næsta skref í þéttingu byggðar verði ekki að flytja starfsemi ökuskóla, Sjómannaskólans og Vélskólans til útlanda, rífa niður húsin sem þetta hefur verið í, og reisa íbúðabyggðir í staðinn ?
Enginn vill einka- og kennsluflugið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar Ragnarsson heldur náttúrlega að landið á Vatnsmýrarsvæðinu sé einskis virði, ríkið og Reykjavíkurborg geti ekki fengið neitt fyrir það og þar af leiðandi fáist engir peningar til að færa flugvöllinn af Vatnsmýrarsvæðinu.
Hann veit hins vegar betur og einnig að á flugvöllur á höfuðborgarsvæðiðinu með aðstöðu fyrir einkaflug, kennsluflug og flugsvið Landhelgisgæslunnar getur að sjálfsögðu verið á öðrum stað en á Vatnsmýrarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 01:32
Borginni myndi bera lagaleg skylda til að greiða allar þessar framkvæmdir að fullu, og það er möguleg myndun á annarri bótaskyldu því samhliða.
Jón Logi (IP-tala skráð) 10.4.2014 kl. 06:14
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/03/29/deiliskipulag_flugvallar_samthykkt/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.4.2014 kl. 08:11
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur
"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."
Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar engan áhuga á eignarréttinum.
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 09:38
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 09:45
"Framsóknarflokkurinn hefur mælst með um 3% fylgi í Reykjavíkurborg og nær samkvæmt því ekki inn manni í borginni í sveitarstjórnarkosningunum í næsta mánuði."
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 09:50
"Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í vikunni var að nýju lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.
Var hún samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Besta flokksins, Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar; fulltrúa Samfylkingarinnar, Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur; sem og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, Sóleyjar Tómasdóttur."
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 09:52
"Samfylkingin mælist með 28% atkvæða og fengi fimm borgarfulltrúa ef kosið yrði nú.
Björt Framtíð fengi tæp 25% og Sjálfstæðisflokkurinn 24,4%.
Báðir þessir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa en Píratar og Vinstri grænir einn hvor."
Samfylkingin stærst í borginni - Sjálfstæðisflokkurinn þriðji stærstur
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 09:58
Þriðjungi færri styðja Sjálfstæðisflokkinn í borginni en 2010 - Fengi fjóra borgarfulltrúa af fimmtán
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 10:00
2.4.2014 (í síðastliðinni viku):
Einungis 37% styðja ríkisstjórnina - Framsóknarflokkurinn með 13% fylgi
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 10:03
Sæll Ómar.
Þó ekki komi nema óbeint inná efni greinar þá
hlýtur þú þó að sjá ábyrgðartilfinningu, staðfestu
og rökhyggju í því að tryggja flug til framtíðar
í Vatnsmýrinni til 2025 og þau tækifæri sem fólgin eru
í innsigluðu samkomulagi um að bæta húsakost
og því skyldi ekki fleira fylgja í kjölfarið svo lengi sem
er þá eitthvert skynsamlegt vit í því.
Bjartsýni er allt sem þarf!
Húsari. (IP-tala skráð) 10.4.2014 kl. 10:15
Hvers vegna árið 2025?!
Reykjavíkurflugvöllur á að vera farinn af Vatnsmýrarsvæðinu fyrir árið 2022, eftir átta ár.
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 11:24
Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.
Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.
Á Hólmsheiði er hins vegar nægt rými fyrir tvær flugbrautir.
Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.
Þar að auki er svæðið við suðurenda norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 11:28
Þar að auki eru sumir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fylgjandi því að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu.
20.10.1013:
Besti flokkurinn fengi sjö borgarfulltrúa
Og undirskriftir í fyrra varðandi Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.
Þar að auki voru þessar undirskriftir langt frá því að vera eingöngu undirskriftir Reykvíkinga og undirskriftasafnanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram varðandi Reykjavíkurflugvöll.
Og ekki er kosið um nákvæmlega sama mál þar til einhverjir verða ánægðir með niðurstöðuna.
"78. gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.
Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 12:46
20.10.2013 átti þetta nú að vera og frá þeim tíma hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkað í Reykjavík um 7%, niður í 24%.
Og fylgi Sjálfstæðisflokksins er nú einnig það sama á landsvísu, um 24%.
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 13:09
Það er spurning hvernig þingmeirihluti metur þetta, og hvort að þetta endar í eignarnámi.
Jón Logi (IP-tala skráð) 10.4.2014 kl. 14:02
Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.
Ríkið hefur hins vegar ekki greitt Reykjavíkurborg leigu fyrir þetta land.
Og ef ríkið vildi taka þetta land eignarnámi þyrfti það að greiða Reykjavíkurborg tugmilljarða króna í eignarnámsbætur.
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.
Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.
Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.
Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 14:11
Ríkið hefur langt frá því efni á að greiða um 70 milljarða króna í eignarnámsbætur fyrir land sem er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila á Vatnsmýrarsvæðinu.
Hins vegar getur ríkið látið gera flugvöll með tveimur flugbrautum á Hólmsheiði fyrir 16 milljarða króna fyrir árið 2022, eftir átta ár, þegar Reykjavíkurflugvöllur á að vera farinn af Vatnsmýrarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 14:14
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 14:24
Sunnlenskir bændur gera athugasemdir við sölu á landbúnaðarvörunni kaffi í Reykjavík, sem þar er meðal annars selt erlendum ferðamönnum og "Bjartur í Sumarhúsum" keypti fyrir sínar landbúnaðarvörur.
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 14:37
Ríkið myndi ekki þurfa allt land Reykjavíkur í gegn um eignarnám, bara það sem til þarf til að halda flugdæminu í gangi.
Fasteignaverð pr. ha undir flug-görðunum er líkast til vel undir verðmæti bygginganna og þeirrar starfsemi sem það er, - 8.000 fermetrar eru ekki nema 0.8 hektarar.
Þar væri hægt að byrja.
Svo er það alltaf spurning um raunverðmæti fasteigna oní flugvelli ef ríkið kýs að múra sig af til að halda starfseminni lifandi. Hvers virði er land alveg við brautarenda?
Þetta tusk, og þessi skref borgaryfirvalda, fóðruð á skilningsleysi og glópsku eiga þó eftir að valda atvinnusköpun, - hjá lögfræðingum og dómsvaldi, löggjafarvaldi og framkvæmdavaldi. Þetta verður fjör.
Bjartur í Sumarhúsum verður áfram Bjartur, kaffið verður áfram landbúnaðarvara (sú einstaka tegund sem veltir mestu af peningum af seldum vörutegundum á heimsvísu), og kaffið sem selt er í Reykjavík er og verður alltaf innflutt vara og næringarsnauð. En ef það er mjólk í því þá er það ennþá aðeins önnur saga....
Jón Logi (IP-tala skráð) 10.4.2014 kl. 16:54
Ríkið myndi þurfa að taka nánast allt land á Vatnsmýrarsvæðinu eignarnámi, sem ríkið á ekki núna, flugbrautir og öryggissvæði við brautirnar:
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 17:10
"Kauptilboð vegna lóða sunnan Sléttuvegar í Fossvogi voru opnuð eftir að tilboðsfrestur rann út að viðstöddum áhugasömum bjóðendum.
Samtals bárust 1.609 tilboð frá 167 bjóðendum.
Hæsta tilboð í byggingarétt á lóð fyrir fjölbýlishús með 28 íbúðum var 369,6 milljónir króna.
Hæsta tilboð í byggingarétt tvíbýlishúss var 42,3 milljónir króna og hæsta tilboð í byggingarétt keðjuhúss (pr. íbúð) var 34,070 milljónir króna."
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 17:12
"Hlutfallslega flestir svarendur [í Reykjavík] vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum, borið saman við núverandi búsetu.
Um helmingur svarenda býst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára.
Um 87% reikna með að flytja innan borgarinnar og þar af um helmingur innan sama hverfis.
Af nýbyggingasvæðum er miðbærinn vinsælastur og næst kemur Vatnsmýri."
Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga árið 2013
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 17:13
Eignarnám þyrfti ekki að vera allt í einu, og klárasta taflið hjá ríkinu væri að kippa því til sín sem stendur til að höggva af í það og það skiptið. Það myndi rýra restina og gera gjörninginn ódýrari. Gaman væri að fá auga Ómars á það, hve mikið myndi þurfa.
Hvers virði er land beint við hliðina á flugbraut? Það er ekki mikið.....
Jón Logi (IP-tala skráð) 10.4.2014 kl. 17:19
Nánast allt sem notað er í landbúnaði hér á Íslandi er innflutt, til að mynda dráttarvélar, aðrar búvélar, kjarnfóður, tilbúinn áburður, illgresiseyðir og skordýraeitur, heyrúlluplast og olía.
Og þessi innflutningur er greiddur af íslenskum neytendum, sem langflestir búa á höfuðborgarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 17:20
Íbúðabyggð liggur nú þétt að austur-vestur braut flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu og íbúðarhúsin þar eru nú ekki beinlínis gefins.
Og ríkið græðir ekkert á því að taka einhverja parta af Vatnsmýrarsvæðinu eignarnámi í áföngum.
Reykjavíkurborg á nánast allt landið undir norður-suður braut flugvallarins og öryggissvæðin við brautina, eins og vel sést á myndinni hér að ofan.
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 17:31
Komdu sæll Ómar.
Ég er þér hjartanlega sammála. Jafnvel þótt þeir aðilar sem þarna eiga eignir, fái bætur, í gegnum málaferli. Mundi það taka langan tíma, jafnvel einhver ár og ef ríkið ákveður að bæta þeim upp aðstöðumissinn með því að reisa fyrir þá nýjan flugvöll, þá mundi það taka mörg ár. Á meðan yrðu flugskólarnir og þau minni flugfélög sem þarna eru ásamt einkaflugmönnum án aðstöðu. Þetta myndi að ég tel, reynast flugskólunum ofviða og þeir myndu líklega hætta starfsemi sinni.
Það er fáránleg hugmynd að flugnám leggist af og að þeir sem læra þurfi flug, þurfi að leita út fyrir landssteinana. Slíkt myndi letja marga sem vilja læra flug, hvort sem það er til að hafa að því atvinnu eða aðeins til að hafa af því ánægju. Það er mikilvægt að flugnemar sem fljúga vilja hér á landi, læri hér á landi, í Íslenskum aðstæðum og veðráttu, því veðráttan hér er alls ólík því sem þekkist í öðrum löndum. Veðrabrigði geta orðið mjög snögglega og vindur getur gerst mikill með vindhvirflum við fjöll. Viðvera flugvéla og starfsemi flugskóla hefur laðað margan manninn til að leggja fyrir sér flugið. Margir hafa smitast af flugbakteríunni við það að fara í kynningarflug hjá einhverjum flugskólanna. Ég vona að Borgarstjórn hætti við fyrirhugaða íbúðabyggð á svæði Fluggarða.
Steindór Sigursteinsson, 10.4.2014 kl. 19:05
Það er ekki stefna Reykjavíkurborgar að enginn flugvöllur verði í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 10.4.2014 kl. 21:56
Nú?
Jón Logi (IP-tala skráð) 11.4.2014 kl. 10:40
11.4.2014 (í dag):
Kennsluflugið velkomið til Selfossflugvallar
Þorsteinn Briem, 11.4.2014 kl. 10:49
Komdu sæll Steini Briem.
Það væri í sjálfu sér einkar kærkomið, út frá mínum bæjardyrum séð, ef einhver flugskólanna flyttist á Selfoss. Því þá myndi ég droppa yfir til þeirra við og við og fá mér flugtíma. Ég var í flugnámi fyrir um 30 árum síðan, en lauk ekki námi. Tímana tók ég á Selfossflugvelli og Helluflugvelli. En það þyrfti ef til vill að endurbæta Selfossflugvöll eitthvað ef hægt á að vera að bjóða upp á samkeppnishæft kennsluflug á honum. Það þyrfti að bæta við einhverju tækjum svo flugnemar sem hyggja á atvinnuflug geti lært að fljúga þar.
Steindór Sigursteinsson, 11.4.2014 kl. 16:44
Það var í pípunum fyrir nokkru að Selfossvöllur yrði að víkja. Um það leyti að því er mér skilst, var því hafnað að setja niður flugminjasafnið á því svæði, - það fór því norður til Akureyrar.
Merkilegt hvað svona hringl getur valdið miklum skaða.
Jón Logi (IP-tala skráð) 11.4.2014 kl. 16:49
Já, Jón Logi, það var náttúrulega hið leiðinlegasta mál sem kom upp fyrir nokkru síðan að sú krafa kom fram að Selfossflugvöllur yrði að víkja fyrir annari byggð. Ég vona að Selfossflugvöllur fái að vera í friði á sínum stað. Flugminjasafnið hefði vel getað verið á svæði Selfossflugvallar. Það er svo mikil umferð ferðamanna um Selfoss.
Steindór Sigursteinsson, 11.4.2014 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.