Gengur ekki upp.

Gísli Marteinn Baldursson segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hrapað úr rúmum 40% fylgi í borginni niður í um 24% af því að hann hafi tekið upp þá stefnu að Reykjavíkurflugvöllur verði ekki fluttur.

Að vísu kallar þá stefnu, sem flokkurinn boðar núna, bílaborgarstefnu, og spyrðir flugvallarmálið og bílaborgarstefnuna saman með því að halda því fram að íbúðabyggð í staðinn fyrir flugvöll jafngildi bílaborgarstefnu.

Það er röng nálgun, af því að hún er svo einstrengisleg og þröng. Í borgarlandinu gefast mörg fleiri tækifæir fyrir þéttingu byggðar og nýja íbúðabyggð en í Vatnsmýri, og meira að segja nær núverandi þungamiðju íbúðarbyggðar höfuðborgarsvæðisins, sem er austast í Fossvogi.  

 Gísli Marteinn virðist vera búinn að gleyma því að fylgi flokksins hrundi fyrir fjórum árum með tilkomu Besta flokksins og fylgið hefur ekki náð sér á strik síðan. 

Ástæðan var tvíþætt: Annars vegar almennt vantraust á fjólflokknum vegna Hrunsins og hins vegar vegna dæmalauss klúðurs í borgarmálefnum frá REI-klúðrinu haustið 2007 þar til ró komst á 2009.

En það var of seint því að sú staðreynd stóð eftir að fjórir borgarstjórar höfðu setið á einu kjörtímabili í borginni, - nokkuð sem aldrei hafði fyrr gerst í sögu borgarinnar og meira að segja einsdæmi á landsvísu.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfðu átt aðild að kollsteypunum og guldu þess, jafnvel þótt það tækist vel í stuttri borgarstjóratíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að koma á stöðugleika og friði í borgarstjórn.

Allan þennan tíma, sem flokkurinn hefur verið í þessari lægð hafa framboðin í borginni verið nokkuð samstíga um það að flugvallarmálið félli í skuggann af öðrum málum.

Kenning Gísla Marteins um að flugvallarmálið valdi litlu fylgi flokksins gengur því ekki upp.  

Það er fyrst nú síðasta misserið sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa byrjað að taka flugvallarmálið upp ásamt Framsóknarmönnum og Dögun,  en þó ekki meira en svo, að húsnæðismálin og meginlínurnar í borgarmálum, sem lagðar voru með innkomu Besta flokksins 2010, hafa haldist og haldast enn í umræðunni, hvað sem gerast kann vikurnar fram að kosningum.  

Ef flugvallarmálið verður að aðal kosningamálinu ætti Sjálfstæðisflokkurinn ekki að verða í vandræðum með að nýta sér það, að yfir 70% Reykvíkinga vilja flugvöll áfram á Reykjavíkursvæðinu.

  


mbl.is Tapa á bílaborgarstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir sem vilja geta kosið Sjálfstæðisflokkinn.

Þorsteinn Briem, 18.4.2014 kl. 22:14

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn fékk 2,7% atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum, 2010, og fylgi flokksins er nú svipað í borginni, um 3%.

3.4.2014:

"Framsóknarflokkurinn hefur mælst með um 3% fylgi í Reykjavík og nær samkvæmt því ekki inn manni í borginni í sveitarstjórnarkosningunum í næsta mánuði."

Og Frjálslyndi flokkurinn fékk 0,5% atkvæða í borginni í síðustu borgarstjórnarkosningum.

Þorsteinn Briem, 18.4.2014 kl. 22:17

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Harla ólíklegt að flugvallarmálið hafi haft nokkur áhrif á fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar í Reykjavík.

26.3.2014:

"Samfylkingin mælist með 28% atkvæða og fengi fimm borgarfulltrúa ef kosið yrði nú.

Björt Framtíð
fengi tæp 25% og Sjálfstæðisflokkurinn 24,4%.

Báðir þessir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa en Píratar og Vinstri grænir einn hvor."

Samfylkingin stærst í borginni - Sjálfstæðisflokkurinn þriðji stærstur

Þorsteinn Briem, 18.4.2014 kl. 22:18

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.3.2014:

"Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í vikunni var að nýju lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.

Var hún samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Besta flokksins, Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar; fulltrúa Samfylkingarinnar, Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur; sem og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, Sóleyjar Tómasdóttur."

Þorsteinn Briem, 18.4.2014 kl. 22:20

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá 20.október síðastliðnum hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkað í Reykjavík um 6%, niður í 25%.

Og fylgi Sjálfstæðisflokksins er nú einnig það sama á landsvísu, um 25%.

Þorsteinn Briem, 18.4.2014 kl. 22:23

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar að auki eru sumir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fylgjandi því að Reykjavíkurflugvöllur fari af Vatnsmýrarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 18.4.2014 kl. 22:28

7 identicon

Stefna núverandi valdhafa í Borginni er að það kosti 40 þ/mánuði að fá að leggja bílnum nálægt vinnustað.

Ég ætla að kjósa þá sem vilja lækka það gjald og halda flugvellinum

Kjósandi (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 22:29

8 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Meira bullið hjá GMB. Út úr kú.

Eiður Svanberg Guðnason, 18.4.2014 kl. 22:32

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nær allt landið undir norður-suður braut flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.

Og ein flugbraut nægir ekki á Vatnsmýrarsvæðinu.

Nú eru um átján þúsund nemendur Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík og ef þeir færu allir á einkabíl í skólann, einn í hverjum bíl, þyrfti um 324 þúsund fermetra af bílastæðum nálægt skólunum undir þá bíla eina.

Það eru áttatíu knattspyrnuvellir.

Þorsteinn Briem, 18.4.2014 kl. 22:39

10 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ómar, þar hefurðu réttar fyrir þér en Gísli. Ég er farinn að halda að sá maður gangi ekki á öllum sílyndrum.

Er í alvöru enginn í flokknum með einu sinni hálfu viti?

Ásgrímur Hartmannsson, 18.4.2014 kl. 23:12

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gefa það stöðugt í skyn og fullyrða jafnvel að þeir sem ekki eru sammála þessum flokkum séu geðveikir.

Meirihluti Reykvíkinga og landsmanna allra er því væntanlega geðveikur.

Það er von að fylgið hrynji af þessum flokkum, bæði í Reykjavík og á landsvísu.

Þorsteinn Briem, 18.4.2014 kl. 23:37

13 identicon

Sæll Ómar.

Gísli Marteinn virðist taka þennan pól í hæðina til
þess að geta greint sig frá Sjálfstæðisflokknum
enda hentar honum betur að vera hluti af RÚV
og húsbændum sínum þar.

Hann bætir svo um betur og veruleikafirring hans algjör
þegar kemur að eigin greiningu hans á viðtali sínu við
Sigmund Davíð. Mönnum er vorkunn að þeir hugsi sitt
þegar allt þetta ber uppá sama tíma.

Húsari. (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 00:37

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir eru að sjálfsögðu "veruleikafirrtir" nema Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn.

Þorsteinn Briem, 19.4.2014 kl. 00:39

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sumir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru fylgjandi því að Reykjavíkurflugvöllur fari af Vatnsmýrarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 19.4.2014 kl. 00:41

16 identicon

Það er vont fyrir þig Ómar að fá þennan ´´Steina Briem,, á síðuna þína. Þær síður sem hann hengir sig á hafa sumar dalað í lestri.

Númi (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 01:03

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta blogg er með rúmlega 900 þúsund flettingar og hálfa milljón innlita síðastliðna níu mánuði.

Þar að auki hef ég birt hér athugasemdir síðastliðin sjö ár.

Þorsteinn Briem, 19.4.2014 kl. 01:10

18 identicon

Nú ert þú að gefa þér það að kjósendur hafi mynni, nokkuð sem margsannað er að ekki er til. Það eru ekki nema örfáir sem muna hvað skeði í fyrra og enn færri sem muna hvað skeði fyrir tíma Besta flokksins. Þeir kjósendur, sem muna svo vel fortíðina að það hafi áhrif á skoðanir þeirra nú, komast fyrir í litlu herbergi.

Davíð12 (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 01:11

19 identicon

Þar hittirðu naglann á höfuðið Davíð, við höfum verra minni en gullfiskaminni þegar kemur að kosningum. Útskýring mín á því er "æi ég nenni þessu ekki, best að kjósa bara D" syndrómið en það er að skemma allt of mikið fyrir alvöru umræðu um hluti.

Þórarinn (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 01:35

20 identicon

Já minni Íslendinga er ótrúlegt svo ekki sé dýpra í árinna tekið.

Það að það skuli enn finnast aðilar sem eru tilbúnir að kjósa Samfylkinguna aftur til valda er með öllu óskiljanlegt.

Núverandi formaður þessa samtýnings, sem Samfylkingin er, reyndi eins og hann gat að veita fjármálastofnunum vald til að ógilda alla lánasamninga í landinu með því að heimila þeim að breyta vöxtum afturvirkt.

Þessi sami flokkur reyndi eins og hann gat að láta íslensku þjóðina borga skuldir einkafyrirtækis.

Þessi sami flokkur kom í veg fyrir það að íslenska þjóðin fengi að ákveða í kosningum hvort sækja ætti um aðild að ESB.

Þessi sami flokkur heimtar núna að kosningar um að halda áfram viðræðum við ESB.

Hvaða bull er í gangi hjá þessu liði?

Eiga núverandi stjórnvöld að heimta viðræður við aðila sem vill ekki ræða við okkur nema við breytum sjávarútvegs- og landbúnaðarlöggjöf okkar til að þóknast þeim?

Þetta mál allt er tóm endaleysa frá upphafi til enda og eina rétta í stöðunni er að draga þvæluna til baka.

Það er, eins og fyrr sagði, ótrúlegt að það skuli finnast aðilar sem styðja þennan samtýning sem Samfylkingin er og trúa því virkilega að þetta sé einhver jafnaðarmanna flokkur.

Þeir sýndu það mjög vel á síðasta kjörtímabili hvernig þeirra jöfnuður virkar :(

Sumarliði (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 09:39

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá árinu 1929 fyrst og fremst verið kosningabandalag frjálslyndra og íhaldsmanna.

Fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn aðhyllist einstaklingshyggju, frjálslyndi, frjálshyggju eða íhaldsstefnu.

Meira kraðak er nú varla til í einum stjórnmálaflokki og samstaðan oft lítil, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn margsinnis klofnað og brot úr flokknum myndað ríkisstjórn með öðrum stjórnmálaflokkum.

Og nú í vor verður stofnaður Evrópusinnaður hægriflokkur.

Þorsteinn Briem, 19.4.2014 kl. 09:54

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.

Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.

Hagvöxtur
hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.

Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.

Halli á ríkissjóði
Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.

Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 19.4.2014 kl. 09:56

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum heimilanna?

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 19.4.2014 kl. 09:58

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 19.4.2014 kl. 09:59

25 identicon

hann er ekki heldur mjög samhentur borgarstjórnarflokkur sjálfstæðisflokksins. hvort flugvöllurin skiptir einhverju máli held ég varla nema fyrir fólk sem bír næst flugvellinum. heldur munu mun það ráða hvaða útspil ríkistjórnin muni gera í húsnæðismálum. eins er það sterkur leikur hjá samf. að reina koma á þessum leiguíbúðum í samvinnu við hina ymsu aðila sem muni kosta bæjarsjóð lítið þegar upp er staðið. ef hugmyndin geingur upp. hitt er annað að aðrar hugmindir þeira um þéttíngu byggðar eru svolítið skrítnar og minna svolítið á landspítalskipulagið. sem er ílla skipulagt. og er varla fyrir lágtékjuhópa. þeir munu varla auglýsa það mikið. þeir tala mikið um verkafólk er gera lítið fyrir það í reind. enda stærsti kjósendahópurin millitjékjuhópurinn.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 20.4.2014 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband