Svipađ og 18. ágúst, - nema 7 stigum kaldara.

Í dag, síđasta vetrardag, er sólargangur álíka og hann er 18. ágúst. Milli sólarupprásar og sólarlags líđa um 16 klukkustundir og sólin kemst upp í 38 gráđu hćđ á hádegi.

Samt er enn vetur í dag, en í miđjum ágúst er enn hásumar, ţví ađ međalhitinn ţá í Reykjavík er rúmlega 10 stig, hćrri en í júní og álíka hár og í júlí.

En međalhitinn í vetrarlok slefar hins vegar rétt yfir 3 stig.

Hverjar eru ţá slćmu fréttirnar varđandi ţessar stađreyndir og hverjar góđu fréttirnar?

Slćmu fréttirnar: Međalhitinn er enn svo lágur ađ ţađ telst vera vetur.

Góđu fréttirnar: Sólargangurinn gefur okkur álíka tćkifćri til ađ njóta sólar og birtu og um hásumar. Njótum ţess og kveđjum veturinn međ stćl.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Briem

"Frá 1961 hefur ađeins tvisvar veriđ alhvít jörđ í Reykjavík ađ morgni sumardagsins fyrsta.

Hinn makalausa fyrsta sumardag 1949 var alhvítt og snjódýpt talin 4 cm í Reykjavík."

Vísindavefurinn - Hvers konar veđur er yfirleitt á sumardaginn fyrsta?

Ţorsteinn Briem, 23.4.2014 kl. 09:26

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er orđinn ţađ gamall ađ ég man eftir vorinu 1949, sem kom fólki í opna skjöldu, ţví ađ eftir samfellt hlýindaskeiđ síđan upp úr 1920 voru ţessi snjóalög eitthvađ, sem hafđi ekki sést í ţrjá áratugi.

Hellisheiđi varđ ófćr í marga daga enda voru enn mörg ár ţangađ til Ţrengslavegurinn kom.

Var mikiđ talađ um snjógöngin á heiđinni, en ţetta vor var ég í sumardvöl ađ Ósgerđi í mánuđ um voriđ áđur en ég fór í Kaldársel.  

Ómar Ragnarsson, 23.4.2014 kl. 22:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband