Rétt ákvörðun.

Fyrir viku var það reifað hér á bloggsíðunni undir fyrirsögninni "þekkingar er þörf" að mikil áhætta myndi fylgja því fyrir Guðna Ágústsson ef hann færi í fyrsta sætið á lista Framsóknarmanna í Reykjavík og að mér óaði við þeirri áhættu, Guðna vegna.

Pisttillinn fjallaði um nauðsyn þess að fjölga borgarfulltrúum og fá inn í borgarstjórn fólk, ekki síst ungt fólk, sem hefði góða þekkingu á ýmsum sviðum borgarmálefna, svo sem á skipulagsmálum og umferðarmálum. Tvö nöfn voru nefnd í því sambandi um fólk, sem hefði ekki fengið brautargengi.

Nú er það svo að þekkingin ein á sérsviðum segir ekki allt. Fólk þarf einnig að hafa kjörþokka og samskiptahæfileika og þrátt fyrir að búið sé að koma vissu óorði á stjórnmál, þarf líka þekkingu, reynslu og lagni á því sviði.

Borgarstjórn með hæfilega blöndu af báðum kynjum, aldri, mismunandi reynslu og þekkingu, væri æskileg.

Hugsanlega hefði framboðslisti með reynslubolta í fyrsta sæti og unga og efnilega konu með góða þekkingu á mikilvægu sviði borgarmála reynst Framsóknarflokknum vel, - og raunar hvaða framboði sem er,- ef bæði hefðu komist að í fjölmennari borgarstjórn en nú er.

En eitt hefur gleymst í umræðunni: Í síðustu borgarstjórnarkosningum var brotið blað í Reykjavík, á Akureyri og víðar varðandi það að órói og upplausn í borgar- og bæjarmálefnum kjörtímabilið á undan að viðbættu þætti stjórnmálamanna í Hruninu skapaði vettvang fyrir alveg ný öfl að komst til áhrifa og vald.

Ég geri ráð fyrir að kannanir Framsóknarmanna á hljómgrunni meðal kjósenda fyrir uppstillingu lista með gamlan flokkshest í fyrsta sæti hafi leitt í ljós, að bylgjunnar, sem reis 2010 gæti enn.

Hins vegar hefur Guðna og Framsóknarmönnum tekist eitt með því að gera hugsanlegt framboð Guðna að einu helsta fréttaefni liðinnar viku: Þeir hafa, hvort sem sú auglýsing reynist vel eða ekki, tekist að starta kosningabaráttunni og vekja athygli á sínu fólki og málefnum þess.

Framsóknarmenn eiga enn eftir að spila úr stöðunni, sem komin er upp, og þótt þetta líti í augnablikinu klúðurslega út, nánast eins og örþrifaráð, eru enn meira en fimm vikur til kosninga og það er óralangur tími í pólitík.   


mbl.is Guðni gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsókn líður fyrir skort,
á fulltrúanna þokka,
alltof mikið Guðna gort,
en Gunnu tókst að lokka.

Þorsteinn Briem, 24.4.2014 kl. 11:49

2 identicon

Eftir að Guðni kyssti kúna

hvarf hann inn í skelina.

Atur fann sig bakvið frúna

og fínu eldavélina! 

Þjóðólfur (IP-tala skráð) 24.4.2014 kl. 18:44

3 identicon

http://snjolfur.blog.is/blog/snjolfur/entry/1379068/

https://www.dv.is/folk/2013/10/4/sogulegar-saettir2-9R69HX/

Hattgrímur oft svíkur sátt,

stinga kann á kaunum,

upplitið er líka hátt

á  listamannalaunum!

NN (IP-tala skráð) 24.4.2014 kl. 19:20

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Ómar það er komið nóg af flokksræði! Lýðræðið verður að taka yfir með kærleika og samkennd móti spillingu og einkavinavæðingu flokkræðisins!

Sigurður Haraldsson, 24.4.2014 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband