Snilldardagur hjá forfeðrunum.

Val forfeðra okkar á árstíðaskiptum  sumars og vetrar í almanakinu, þar sem þessar árstíðir skiptu árinu í tvennt, var hrein snilld miðað við þau gögn sem þeir höfðu í höndunum.

Þeir höfðu engar veðurfarslegar mælingar en voru komnir ótrúlega langt í stjörnufræði og tímatali að öðru leyti, vissu nokkurn veginn upp á dag hvenær væru vetrarsólhvörf og sumarsólstöður og jafndægri á vori og hausti.

En ótækt var að nota jafndægrin sem tímamörk, því að meðalhitinn við jafndægri á hausti er næstum 4 stig, þótt engar mælingar væru fyrir hendi á tíundu öld.

Það stafar af tregðulögmálinu, sem veldur því að lofthitinn fylgir ekki sólarhæðinni heldur er að jafnaði um einn mánuð á eftir. Hlýjustu dagar ársins að meðaltali eru í kringum 20. júlí, heilum mánuði á eftir lengsta og hæsta sólargangi.

Svipað er að segja um fyrsta sumardag og vetrardag, að meðalhitinn hjá báðum er svipaður, eða 3-4 stig, og báðir dagarnir eru mánuði síðar en jafndægur.

Ef einhver íslenskur hátíðisdagur á skilið að hafa forgang í stað þess að gert sé lítið úr honum, er það sumardagurinn fyrsti. Hann er ekki eini slíki hátíðisdagurinn sem vitað er um í heiminum, heldur er tímasetning hans afrek sem vert er að halda á lofti fyrir okkur sem þjóð og vera stolt af.  


mbl.is Eina þjóðin sem á þennan dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já. Dáldið merkilegt.

Að öðru leiti virðist þá sem ekki hafi verið neitt ,,Nýtt ár" í nútímaskilningi.

Þ.e.a.s. að í nútímanum bætist alltaf við árafjöldann, td. núna er árið 2014 eftir fæðingu Krists o.s.frv.

Það er þá engu líkara en að í gamla daga hafi ekki verið slíkt númer á árunum eða viðmiðun við einhvern núllpunkt.

Hafi bara verið hringur eftir hring.

Þá hljóta menn að hafa skynjað tímann allt öðruvísi. Í dag er tilhneygingin til að líta a tíma sem feril frá A til B.

Í gamla daga hljóta menn að hafa skynjað tímann abstrakt. Hvað er upphaf og hvað endir, hvað er vaka og hvað er draumur, hvað er líf og hvað er dauði - það er barasta afstætt. Þetta er allt hringur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.4.2014 kl. 15:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Áður en rómverska tímatalið barst hingað til Íslands með kirkjunni höfðu Íslendingar komið sér upp eigin tímatali sem ekki virðist hafa verið til annars staðar."

"Rómverska tímatalið varð virkt eftir að föst skipan komst á kirkjuna með stofnun biskupsstóls eftir miðja 11. öld."

"Í stærstu dráttum var árinu skipt í tvö nær jafnlöng misseri: Vetur og sumar. Vetrarmisserið byrjaði alltaf á laugardegi og sumarmisserið á fimmtudegi."

"Það er hvergi sagt berum orðum í lögum en menn virðast hafa litið á fyrsta dag sumars sem upphaf ársins.

Það sést á því að aldur manna var áður jafnan talinn í vetrum og enn er svo um aldur húsdýra. Því var dagurinn haldinn hátíðlegur."

Af hverju er sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur? - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 24.4.2014 kl. 16:28

4 identicon

Að vísu var vitað upp á dag hvenær væru vetrarsólhvörf og sumarsólstöður og jafndægri á vori og haust nokkur þúsund ár fyrir landnám. Og þó við séum háð nýjustu tækni við veðurfarsmælingar þá var mannkynið ekki ómeðvitað um árstíðarbundnar veðurfarsbreytingar fyrir okkar tíma. Þannig að snilldina er aðeins hægt að sjá með því að gefa sér þær forsendur að forfeður okkar hafi almennt og dags daglega verið slefandi fávitar sem gerðu sér enga grein fyrir umhverfi sínu.

Hábeinn (IP-tala skráð) 24.4.2014 kl. 17:39

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Soldið merkileg þessi gömlu nöfn og þau virðast eiga að lýsa hverju tímabili. Samkv. þessu er þá Harpa ekki svo fornt. Gaukmánuður.

Að öðru leiti, almennt séð, þá er 7 daga vikan grunnurinn og svo tunglið náttúrulega.

Og þetta var algengt mótíf í N-Evrópu, að eg tel.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.4.2014 kl. 18:05

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hábein, já en eins og Ómar bendir réttilega á, þá skiptu þeir forníslendingar þessu ekki eftir jafndægrum.

Það er þar sem er talsverð snilli.

Og þá fer maður að spekúlera afhverju þeir skiptu þessu þá á þessum tíma sem þeir gerðu.

Og það er mánuði eftir jafndægur og það er engu líkara en ákveðin jafnvægishugsun hitalega séð hafi verið þessu hjá þeim.

Var talsvert snjallt hjá þeim forníslendingum, að mínu mati.

Soldið einkennileg þessi saga um Þorstein surt, að hann hafi átt að finna út að skekkja var komin í dæmið um 955 og fundið upp sumarauka.

Stundum sér maður að sagt er að ísl. tímatalið líkist indversku eða egypsku tímatali.

Eg skal ekki fullyra neitt um það - en manni finnst líklegt að sambærilegt tímatal hljóti að hafa verið í N-Evrópu og forníslendingar tekið það með sér þaðan.

Þ.e. manni finnst jafnvel einkennilegt ef þeir hafi ekki fattað skekkjuna fyrr en allt í einu einhver Þorsteinn surtur benti þeim á það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.4.2014 kl. 19:01

7 identicon

Hefði snilldin verið eitthvað minni ef forfeðurnir hefðu beðið fram í Maí, eða haft daginn viku fyrr? Var snillin fólgin í því að fara ekki eftir dagsetningum sem skipti þá engu máli?

Einhvern tímapunkt þurfti að velja og þar sem sauðburður og grasspretta voru fyrirrennarar Almanaks Þjóðvinafélagsins og internetsins er engin snilli fólgin í því að velja tímapunkt sem stendur nær alvöru sumri en vetrarhörkur Mars. Það sama má sjá á öllum gömlum tímatölum um alla Evrópu, sumarbyrjun miðast við hvenær náttúran byrjar oftast að lifna á ný en ekki sólargangsmælingar.

Við í nútímanum erum svo upptekin af mælingum að við erum hætt að miða við annað, við þurfum veðurspá á sjónvarpsskjá því við sjáum ekkert þegar við horfum út. Það að við höfum ekki tileinkað okkur og höfum ekki lengur þörf fyrir þekkingu sem réði lífsafkomu forfeðranna gerir þá ekki að snillingum.

Snilli hefði verið að sjá fyrir þróunina og velja föstudag frekar en fimmtudag.

Hábeinn (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 00:55

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Grunnhugsunin hjá þeim gömlu var að skipta hringnum í tvö tímabil. 6 sumarmánuði og sex vetrarmánuði. Innan þessa grunns var annar grunnur sem var 7 daga vika og tunglmánuður, býst eg við. Máni = mánuður.

Varðandi það að hnika sumardeginum fyrsta til um viku - að þá hefði þar varla gengið upp, að mínu mati, því svo virðist sem aðrir mánuðir, Einmánuður og Haustmánuður, séu látnir byrja sem næst jafndægrum. Það hefði ruglað kerfið of mikið að hnika til um viku.

Það hefði því orðið að vera mánuður.

Það er í vissum skilningi snilli að láta sumarið ekki byrja kringum vorjafndægur heldur bíða með það í einn mánuð. Það passar betur inní heildardæmið eins og bent var á í upphafi. Ákveðin snilli.

En svo virðist sem íslenska tímatalið hafi í raun verið sérstök útgáfa af tímatali. Hafi verið soldið frábrugðið N-Evrópskum tímatölum allavega sem þekkt eru.

Þó skal eg ekki alveg fullyrða um það því umrætt efni getur alveg verið umtalsvert flókið.

Varðandi það hvenær árið árið byrjar eða hringurinn, þá var víða miðað við aðra dagsetningu svo sem 1 mars, eða 25 mars. Hvort það var einhverntíman gert eftir kristnitöku á íslandi skal eg ekki segja til um en einhversstaðar sá eg að fyrst eftir kristnitökuna var miðað við aðra útreikninga á hvenær kristur fæddist en síðar var gert. eihverja kolvitlausa útreikninga sem síðar voru bannfærðir.

Ótrúlega flókið dæmi svona tímatal.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.4.2014 kl. 01:33

9 identicon

Þar sem viðmiðunin núna er annar fimmtudagur eftir Leonidsdag, 11 apríl, þá getur munað nokkrum dögum á að hitti á mánaðarmót gamla tímatalsins. Einnig byrjuðu gömlu mánuðirnir ekki ætíð á sömu dagsetningu okkar tímatals.  Og á síðari tímum hafa orðið breytingar á gömlu mánuðunum. Þorri byrjaði til dæmis 10 dögum fyrr en hann gerir núna og gaukmánuður, sem nú heitir harpa, um 12. apríl. Þannig að sumardagurinn fyrsti getur upprunalega hafa verið um 12. apríl. Og er ennþá 14. apríl í Noregi. Sumardagurinn fyrsti okkar virðist hafa fylgt síðari tíma breytingum á gömlu mánuðunum og hliðrast til um rúma viku eða tvær einhverntíman fyrir 18. öld. 

Þar sem þekkt var hvenær vorjafndægur var nákvæmlega þá eru frávik upphafs síðasta vetrarmánaðarins upp á 3 daga til eða frá vísbending um að vorjafndægur hafi ekki skipað neinn sérstakan sess og ekki verið notað sem neinskonar viðmið. Og varla nokkur snilld ef sumardagurinn fyrsti var upprunalega settur 23-24 dögum eftir vorjafndægri, hvorki vika, tunglmánuður né mánuður ganga upp í þá snilli. 

Að nota nútíma dagsetningu sumardagsins fyrsta sem dæmi um snilld manna sem flest bendir til að notuðu allt aðra dagsetningu er svolítið vanhugsað.

Hábeinn (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 03:28

10 identicon

Vikan er í raun 1/4 af tunglgangi svona nærri því. Ekki svo vitlaus eining, og ævaforn.
Og mælieiningar Íslendinga á 10. öld með leiðréttingu surts þýddi það að okkar mælingar voru framar en hjá kirkjunnar mönnum.

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband