"Ég hugsa, þess vegna er ég, - enn og aftur."

Gott er að hafa ofangreinda speki í huga þegar gert er lítið úr því sem ekki er hægt að vigta á vog eða þreifa á með berum höndum eða þegar skoðuð er útskriftarsýning nemenda í Listaháskólanum í Hafnarhúsinu.

Dæmin um það hvernig hugmyndaflugið getur skapað áþreifanleg verðmæti sem jafnvel eru mikilla fjármuna virði er sú staðreynd, að eftir að sagan "Mýrin" eftir Arnald Indriðason varð vinsæl og mikið lesin erlendis, fóru að flykkjast hingað til lands erlendir ferðamenn, sem vildu fá að ganga um söguslóðir bókarinnar í og við Norðurmýri.

Sögur af landvættum, álfum, tröllum og kynjaverum og persónur, atburðir og staðir í skálfsögum og þjóðsögum geta orðið svo lifandi og skapað svo mikil listaverk, að þau verða jafngild raunverulegum fyrirbærum.

Eitt stærsta útflutningsfyrirtæki landsins, CCP, snýst um tölvuleiki, ekki satt? Og útrás íslenskrar tónlistar verður seint mældur í tonnum.  

"Orð eru til alls fyrst" segir máltækið, en engin orð verða til án hugsunar, þótt mönnum sýnist stundum annað hjá fljótfæru fólki, en meina þá að ekki hafi verið íhugað nægilega vel, hvað segja skyldi frekar en að engin hugsun hafi kveikt orðin.  


mbl.is Þjóðsagnaverur lifna við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skapandi greinar hér á Íslandi veltu 189 milljörðum króna árið 2009, útflutningstekjur þeirra voru þá 24 milljarðar króna og ársverk voru 9.371.

Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina - Maí 2011

Þorsteinn Briem, 27.4.2014 kl. 02:03

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Að skrifa bók og geta selt hana er að sjálfsögðu hreinn bisniss.Ekki verður annað séð en að rithöfndurinn Halldór Laxsness hafi haft þá huxsun frá fyrsta grunni.Honum gekk vel.Hann notaði þá huxsun sem dugði til þess.Að  halda að einhverjar greinar séu meira skapandi en aðrar er hvergi vísindalega sannað.

Sigurgeir Jónsson, 27.4.2014 kl. 03:19

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og hverjar eru þá hinar óskapandi greinar.Kanski vita Vesturbæjarskáldin það Sörla og Skerjafjörðs.

Sigurgeir Jónsson, 27.4.2014 kl. 03:22

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera Sörlaskjóls.

Sigurgeir Jónsson, 27.4.2014 kl. 03:27

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hugmyndir um að umturna Vesturbænum og kannski að byggja risaturna og blokkir við Ægissíðinua ætti aðvera hverjum íslendingi umhugsunar efni. Sér í lagi fólki sem býr í Vesturbænum.

Sigurgeir Jónsson, 27.4.2014 kl. 03:34

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Gálgahraunsmenn ættu að fá sér labbi túr um Vesturbæinn.

Sigurgeir Jónsson, 27.4.2014 kl. 03:37

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Mesta umhverfisslys íslandsögunnar mun eiga sér stað ef það skipulag sem  sem borgarstjórn R.VÍKUR hefur samþykkt nær fram ganga.Það varðar höfuðborg alls landsins.

Sigurgeir Jónsson, 27.4.2014 kl. 03:46

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Græn höfuðborg var það sem allir landsmenn sameinuðumst um.Nú á að henda því fyrir blokkir.

Sigurgeir Jónsson, 27.4.2014 kl. 03:51

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Spurningin er hvort ferðamenn fari ekki frekar til Kalininigrad en R.Víkur. til að skoða blokkir.Það er allavega ódýrara.

Sigurgeir Jónsson, 27.4.2014 kl. 03:59

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skapar ekkert skrítinn karl,
skortir líka vitið,
Sigurgeir með smáan jarl,
sauður á sig skitið.

Þorsteinn Briem, 27.4.2014 kl. 04:18

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það safnast í Ljóða bók Sölaskjólsskáldsins.

Sigurgeir Jónsson, 27.4.2014 kl. 05:31

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vesturbærinn ásamt Þingholtunum er hin gamla R,.Vík.Núverandi aðalskipulag sem núverandi borgarstjórn hefur samþykkt segir að í nafni þéttingu byggðar skuli reyst þarna íbúða byggð fyri tugi þúsunda fólks.Ekkert tillit er tekið til hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir ímynd og ásýnd borgarinnar .Enginn hefur neitt lært af þeim hryllingi sem blasir við fólki sem fer um Skúlagötuna.Enn og aftur hvar eru Hraunavinir.

Sigurgeir Jónsson, 27.4.2014 kl. 05:58

14 identicon

Þessar hugmyndir hafa nú ekki verið kynntar almennilega. A.m.k. ekki íbúunum. Og fjölmiðlar spyrja ekki umhverfis- og skipulagsráð. Einu fréttir af því batteríi eru þær að einn meðlima á von á barni. Íbúar Hjarðarhaga bíða í ofvæni eftir barninu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.4.2014 kl. 08:37

15 identicon

Við hliðina á þessum barnafréttum er svo umvöndunarpistill: Við berum öll ábyrgð. DV er greinilega brandarablað Besta flokksins.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.4.2014 kl. 08:51

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég átti heima í nokkur ár í Sörlaskjóli. Er með bílskúr á leigu við Hagamel og labba oft um Vesturbæinn á leið til og frá honum þegar ég fer í strætó þangað.

Ómar Ragnarsson, 27.4.2014 kl. 10:44

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Úr því að ég telst hagsmunaaðili um sinn varðandi bílskúr, má geta þess að í skúrnum þeim arna eru oftast fjórir bílar og tekur hver þeirra að meðaltali 7 fermetra í þessum 28 fermetra skúr.

Þarna rétt hjá við sömu götu vinnur Jón Ólafsson tónlistarmaður sína vinnu í einu af ótal bílskúrahljóðverum og tónlistarathvörfum borgarinnar.  

Ómar Ragnarsson, 27.4.2014 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband