Mætti kannski athuga möguleikann á "öfugum potti" ?

Mér hefur stundum dottið það í hug þegar lottótölur eru lesnar og enginn er með allar tölu réttar viku eftir viku, hvort hafa megi í gangi "öfugan" pott, jafnframt þessum venjulega.

Það yrði fólgið í því að sá eða þeir, sem eiga miða með lágmarki 5 röðum, eða segjum 10 röðum, og lendir í því að ekki ein einasta tala komi upp,sem kemur upp við útdráttinn, fá einhver smá verðlaun, kannski 500 þúsund eða eitthvað í þá áttina.

Þegar potturinn er kominn yfir 70 milljónir myndi ekki muna svon mikið um þetta en gleðja þátttakendur eitthvað að vita af þessum möguleika til að gera leikinn ögn fjölbreyttari.  


mbl.is Sjöfaldur lottópottur næst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband